Margt þarf að ganga eftir svo hægt sé að segja samningana góða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2024 16:36 Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Arna Jakobína Björnsdóttir undirrituðu kjarasamninga í nótt. Byrjað var að undirrita kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum í gærkvöldi og nótt en í þeim felast kjarabætur sambærilegar þeim sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum. Samningarnir gilda í fjögur ár og segir varaformaður BSRB margt þurfa að ganga eftir svo hægt sé að fullyrða að samningarnir hafi verið góðir. Í gærkvöldi og nótt undirrituðu samninganefndir ellefu aðildarfélaga BSRB kjarasamninga við ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningarnir eru þeir fyrstu sem gerðir eru á opinberum vinnumarkaði. Eitt af félögunum sem samið var fyrir í nótt er Kjölur sem er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og varaformaður BSRB, segir kjarasamningana í takt við þá sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði. „Þetta eru sömu krónutölur 23.750 og prósentutala er sú sama 3,25 og skurðarpunkturinn er sá sami. Þannig það gekk kannski betur núna heldur oft áður að koma merki markaðarins inn í kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það er hins vegar þannig að allar launatöflur eyðileggjast við þetta. Þannig að bilið á milli launaflokkar minnkar mikið og það minnkar enn meira nú en við það þurfum við að lifa.“ Hún segir að skoða þurfi þetta bil betur í næstu kjarasamningum en þeir sem voru undirritaðir gilda til ársins 2028. Þá var lögð áhersla á það í samningunum að setja styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningana sjálfa. „Samkvæmt seinustu kjarasamningum var þetta í svokölluðu fylgiskjali og þetta er svona tæknilegt atriði en nú er þetta fest inn í greinar kjarasamningsins og þar af leiðandi orðið hluti af kjarasamningnum sem þrjátíu og sex stunda vinnuvika. Arna segir að með undirritun samninganna í nótt sé búið að semja fyrir meirihluta félagsmanna BSRB „Þetta er auðvitað bara spennandi að sjá hvernig forsendurnar ganga eftir, það sem var lagt af stað með í pakka frá ríkisstjórninni. Hann auðvitað skiptir okkur gífurlega miklu máli. Fríar máltíðir fyrir skólabörn og virðismat kvennastarfa og fleira og fleira sem að þar kom í þeim pakka og ég tala nú ekki um lækkun vaxta og efnahagsforsendur verði betri. Þetta þarf auðvitað allt að ganga eftir svo að það sé hægt að horfa til þess að hér hafi verið gerðir góðir samningar.“ Vonir standa til að hægt verði að ljúka við gerð fleiri kjarasamninga á næstu dögum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Í gærkvöldi og nótt undirrituðu samninganefndir ellefu aðildarfélaga BSRB kjarasamninga við ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningarnir eru þeir fyrstu sem gerðir eru á opinberum vinnumarkaði. Eitt af félögunum sem samið var fyrir í nótt er Kjölur sem er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og varaformaður BSRB, segir kjarasamningana í takt við þá sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði. „Þetta eru sömu krónutölur 23.750 og prósentutala er sú sama 3,25 og skurðarpunkturinn er sá sami. Þannig það gekk kannski betur núna heldur oft áður að koma merki markaðarins inn í kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það er hins vegar þannig að allar launatöflur eyðileggjast við þetta. Þannig að bilið á milli launaflokkar minnkar mikið og það minnkar enn meira nú en við það þurfum við að lifa.“ Hún segir að skoða þurfi þetta bil betur í næstu kjarasamningum en þeir sem voru undirritaðir gilda til ársins 2028. Þá var lögð áhersla á það í samningunum að setja styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningana sjálfa. „Samkvæmt seinustu kjarasamningum var þetta í svokölluðu fylgiskjali og þetta er svona tæknilegt atriði en nú er þetta fest inn í greinar kjarasamningsins og þar af leiðandi orðið hluti af kjarasamningnum sem þrjátíu og sex stunda vinnuvika. Arna segir að með undirritun samninganna í nótt sé búið að semja fyrir meirihluta félagsmanna BSRB „Þetta er auðvitað bara spennandi að sjá hvernig forsendurnar ganga eftir, það sem var lagt af stað með í pakka frá ríkisstjórninni. Hann auðvitað skiptir okkur gífurlega miklu máli. Fríar máltíðir fyrir skólabörn og virðismat kvennastarfa og fleira og fleira sem að þar kom í þeim pakka og ég tala nú ekki um lækkun vaxta og efnahagsforsendur verði betri. Þetta þarf auðvitað allt að ganga eftir svo að það sé hægt að horfa til þess að hér hafi verið gerðir góðir samningar.“ Vonir standa til að hægt verði að ljúka við gerð fleiri kjarasamninga á næstu dögum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira