„Breyttum borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 13. júní 2024 19:51 Ingibjörg Sólrún flotti ræðu í tilefni dagsins. Vísir/Einar Um þessar mundir eru þrjátíu ár frá því Reykjavíkurlistinn bauð fyrst fram og vann sögulegan sigur á Sjálfstæðisflokknum árið 1994. Margir sem komu að stofnun framboðsins komu saman til fagnaðar og málþings til að minnast þessa í Ráðhúsinu í dag. Heimir Már ræddi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrsta borgarstjóra listans, í Kvöldfréttum. „Það var auðvitað stóra arfleið Reykjavíkurlistans að breyta þessu. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki lengur einráður í borgarkerfinu, og við breyttum þar með borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Þegar R-listinn vann kosningarnar rauf hann 60 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún telur sigur Reykjavíkurlistans hafa orðið til vegna þess að það hafi verið þörf og þrýstingur frá grasrótarhreyfingum. „Grasrótin í rauninni þrýsti á þetta, vildi breytingar á stjórnarháttum í borginni og vildi málefnalegar breytingar. Setja ný mál á dagskrá fyrir fólkið í borginni, fyrir fjölskyldurnar.“ Síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn varla komist til valda í borginni. Gætir arfleiðar Reykjavíkurlistans ennþá í borginni? „Já, hennar gætir í því að það tókst með varanlegum hætti að breyta borgarkerfinu og ég endurtek það. Þetta var valdakerfi og nú er þetta meira þjónustukerfi. Og okkur tókst að breyta áherslunum, þannig að málefni sem skipta fjölskyldurnar máli komust á dagskrá. Og okkur tókst að leiða þetta ólíka fólk saman til verka um mikilvæg málefni og það heldur áfram.“ Fagnað var í ráðhúsinu í dag. Vísir/Einar Vegna sigursins vonuðust margir til þess að flokkar á félagslega vængnum í stjórnmálum sameinuðust einnig til þings. Samfylkingin, sem Ingibjörg Sólrún stýrði um hríð, var til að mynda stofnuð utan um þá hugmynd. Heldurðu að þetta muni einhvern tímann gerast í landsmálum? „Ég vona það, en þá mun það ekki gerast með sama hætti og í borginni. Vegna þess að í borginni snýst þetta mjög mikið um afmörkuð málefni og fólk þarf að koma saman til verka um tiltekin afmörkuð málefni,“ segir Ingibjörg Sólrún. Guðrún Agnarsdóttir, læknir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Kristín Einarsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans og Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi. Katrín var á sínum tíma varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.Vísir/Einar Það séu stærri pólitískar línur og meira undir í landsmálunum. „En ég held að það sé komið að því að miðju- og vinstri flokkar sameinist um ákveðin málefni sem er mjög mikilvægt að hrinda í framkvæmd og þau geta hrint í framkvæmd. Og það er ekki þannig að það þurfi allir að vera sammála um alla hluti. Það þarf bara að vera um stóru línurnar og verkin sem mestu máli skipta.“ Ingibjörg Sólrún ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, öðrum kvenborgarstjóra Reykjavíkur.Vísir/Einar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Heimir Már ræddi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrsta borgarstjóra listans, í Kvöldfréttum. „Það var auðvitað stóra arfleið Reykjavíkurlistans að breyta þessu. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki lengur einráður í borgarkerfinu, og við breyttum þar með borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Þegar R-listinn vann kosningarnar rauf hann 60 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún telur sigur Reykjavíkurlistans hafa orðið til vegna þess að það hafi verið þörf og þrýstingur frá grasrótarhreyfingum. „Grasrótin í rauninni þrýsti á þetta, vildi breytingar á stjórnarháttum í borginni og vildi málefnalegar breytingar. Setja ný mál á dagskrá fyrir fólkið í borginni, fyrir fjölskyldurnar.“ Síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn varla komist til valda í borginni. Gætir arfleiðar Reykjavíkurlistans ennþá í borginni? „Já, hennar gætir í því að það tókst með varanlegum hætti að breyta borgarkerfinu og ég endurtek það. Þetta var valdakerfi og nú er þetta meira þjónustukerfi. Og okkur tókst að breyta áherslunum, þannig að málefni sem skipta fjölskyldurnar máli komust á dagskrá. Og okkur tókst að leiða þetta ólíka fólk saman til verka um mikilvæg málefni og það heldur áfram.“ Fagnað var í ráðhúsinu í dag. Vísir/Einar Vegna sigursins vonuðust margir til þess að flokkar á félagslega vængnum í stjórnmálum sameinuðust einnig til þings. Samfylkingin, sem Ingibjörg Sólrún stýrði um hríð, var til að mynda stofnuð utan um þá hugmynd. Heldurðu að þetta muni einhvern tímann gerast í landsmálum? „Ég vona það, en þá mun það ekki gerast með sama hætti og í borginni. Vegna þess að í borginni snýst þetta mjög mikið um afmörkuð málefni og fólk þarf að koma saman til verka um tiltekin afmörkuð málefni,“ segir Ingibjörg Sólrún. Guðrún Agnarsdóttir, læknir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Kristín Einarsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans og Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi. Katrín var á sínum tíma varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.Vísir/Einar Það séu stærri pólitískar línur og meira undir í landsmálunum. „En ég held að það sé komið að því að miðju- og vinstri flokkar sameinist um ákveðin málefni sem er mjög mikilvægt að hrinda í framkvæmd og þau geta hrint í framkvæmd. Og það er ekki þannig að það þurfi allir að vera sammála um alla hluti. Það þarf bara að vera um stóru línurnar og verkin sem mestu máli skipta.“ Ingibjörg Sólrún ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, öðrum kvenborgarstjóra Reykjavíkur.Vísir/Einar
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira