Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2024 10:00 Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á dag til Gasa í maí. Í samanburði óku fimm hundruð slíkir bílar til Gasa áður en stríðið hófst í október í fyrra. AP Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. Í frétt BBC kemur fram að fyrsta hléið hafi verið gert í gær og þau munu standa yfir alla daga milli klukkan átta á morgnanna til klukkan sjö á kvöldin. Hléin eiga þó bara við um veg sem liggur frá Kerem Shalon landamærunum í suðurhluta Gasa, um Salah al-Din stofnbrautina og að Evrópska sjúkrahúsinu nærri borginni Khan Younis. Í tilkynningunni er áréttað að ekki sé um vopnahlé að ræða og að árásir muni halda áfram í Rafah-borg. To increase the volume of humanitarian aid entering Gaza and following additional related discussions with the U.N. and international organizations, a local, tactical pause of military activity for humanitarian purposes will take place from 08:00 until 19:00 every day until… pic.twitter.com/QLXNFZsTYZ— Israel Defense Forces (@IDF) June 16, 2024 Alþjóðsamfélagið, þar á meðal Bandaríkin, hefur þrýst á Ísraelsríki að linna árásum á Gasa, þar sem neyðarástand ríkir. Ísraelsher segir tilkynninguna um daglegu hléin koma í kjölfar viðræðna við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðlegar stofnanir. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Rafah vegna vegna umfangsmikilla árása Ísraelshers á borgina í síðasta mánuði. Þá hertók Ísraelsher Rafah-landamærin við Egyptaland, Gasa-megin. Landamærin voru áður helst notuð til að flytja neyðarbirgðir yfir á Gasa en hafa ekki verið notuð í þeim tilgangi frá því að Ísrael hertók þau í byrjun maí. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO sagði á miðvikudag að stærsti hluti íbúa Gasa lifi við hörmulegar aðstæður og hungursneyð. Daglegt magn neyðarbirgða á Gasaströndina hefur að auki gjörlækkað. Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á Gasa í maí, 169 í apríl og 139 í mars. Til samanburðar var fimm hundruð slíkum bílum ekið daglega á Gasa áður en stríði var lýst yfir í október í fyrra. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Í frétt BBC kemur fram að fyrsta hléið hafi verið gert í gær og þau munu standa yfir alla daga milli klukkan átta á morgnanna til klukkan sjö á kvöldin. Hléin eiga þó bara við um veg sem liggur frá Kerem Shalon landamærunum í suðurhluta Gasa, um Salah al-Din stofnbrautina og að Evrópska sjúkrahúsinu nærri borginni Khan Younis. Í tilkynningunni er áréttað að ekki sé um vopnahlé að ræða og að árásir muni halda áfram í Rafah-borg. To increase the volume of humanitarian aid entering Gaza and following additional related discussions with the U.N. and international organizations, a local, tactical pause of military activity for humanitarian purposes will take place from 08:00 until 19:00 every day until… pic.twitter.com/QLXNFZsTYZ— Israel Defense Forces (@IDF) June 16, 2024 Alþjóðsamfélagið, þar á meðal Bandaríkin, hefur þrýst á Ísraelsríki að linna árásum á Gasa, þar sem neyðarástand ríkir. Ísraelsher segir tilkynninguna um daglegu hléin koma í kjölfar viðræðna við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðlegar stofnanir. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Rafah vegna vegna umfangsmikilla árása Ísraelshers á borgina í síðasta mánuði. Þá hertók Ísraelsher Rafah-landamærin við Egyptaland, Gasa-megin. Landamærin voru áður helst notuð til að flytja neyðarbirgðir yfir á Gasa en hafa ekki verið notuð í þeim tilgangi frá því að Ísrael hertók þau í byrjun maí. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO sagði á miðvikudag að stærsti hluti íbúa Gasa lifi við hörmulegar aðstæður og hungursneyð. Daglegt magn neyðarbirgða á Gasaströndina hefur að auki gjörlækkað. Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á Gasa í maí, 169 í apríl og 139 í mars. Til samanburðar var fimm hundruð slíkum bílum ekið daglega á Gasa áður en stríði var lýst yfir í október í fyrra.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira