Þjálfari Boston Celtics þarf að fara í aðgerð eftir tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 13:30 Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, lyftir hér NBA bikarnum eftir sigur liðsins í fimmta leiknum á móti Dallas Mavericks. Getty/Elsa Það þekkist að leikmenn í NBA-deildinni þurfi stundum að leggjast undir hnífinn eftir hörð átök á tímabilinu en það er ekki eins algengt að þjálfarar endi á skurðarborðinu eftir leiktíðina. Sú er samt raunin fyrir Joe Mazzulla sem var að gera Boston Celtics að NBA meisturum í fyrrinótt. Mazzulla er yngsti meistaraþjálfarinn í 55 ár eða síðan Bill Russell gerði Boston Celtics að meisturum árið 1969 sem spilandi þjálfari. Russell var þá 35 ára gamall alveg eins og Mazzulla er núna. Í viðtali við Sportscenter eftir síðasta leikinn á móti Dallas Mavericks þá sagði Mazzulla frá því að hann hefði rifið liðþófa í mars. Eftir að Mazzulla var spurður af því hvernig hann ætlaði að halda upp á sigurinn þá uppljóstraði hann þessu. „Ég þarf að fara í hnéaðgerð. Ég reif liðþófa í mars eftir að við töpuðu fyrir Atlanta. Ég verð því frá í einhvern tímann en ég hef verið að vinna mig í gegnum þessi meiðsli síðan í mars,“ sagði Joe Mazzulla. Mazzulla er fæddur 30. júní 1988 og heldur því fljótlega upp á 36 ára afmælið sitt. Hann hefur þjálfað Boston liðið síðan í september 2022 þegar þáverandi þjálfari Ime Udoka var settur í bann. Mazzulla tók fyrst við tímabundið en var síðan fastráðinn í febrúar 2023. Boston Celtics hefur unnið 121 af 164 deildarleikjum undir hans stjórn (74 prósent) og 27 af 39 leikjum í úrslitakeppni (69 prósent). View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Sú er samt raunin fyrir Joe Mazzulla sem var að gera Boston Celtics að NBA meisturum í fyrrinótt. Mazzulla er yngsti meistaraþjálfarinn í 55 ár eða síðan Bill Russell gerði Boston Celtics að meisturum árið 1969 sem spilandi þjálfari. Russell var þá 35 ára gamall alveg eins og Mazzulla er núna. Í viðtali við Sportscenter eftir síðasta leikinn á móti Dallas Mavericks þá sagði Mazzulla frá því að hann hefði rifið liðþófa í mars. Eftir að Mazzulla var spurður af því hvernig hann ætlaði að halda upp á sigurinn þá uppljóstraði hann þessu. „Ég þarf að fara í hnéaðgerð. Ég reif liðþófa í mars eftir að við töpuðu fyrir Atlanta. Ég verð því frá í einhvern tímann en ég hef verið að vinna mig í gegnum þessi meiðsli síðan í mars,“ sagði Joe Mazzulla. Mazzulla er fæddur 30. júní 1988 og heldur því fljótlega upp á 36 ára afmælið sitt. Hann hefur þjálfað Boston liðið síðan í september 2022 þegar þáverandi þjálfari Ime Udoka var settur í bann. Mazzulla tók fyrst við tímabundið en var síðan fastráðinn í febrúar 2023. Boston Celtics hefur unnið 121 af 164 deildarleikjum undir hans stjórn (74 prósent) og 27 af 39 leikjum í úrslitakeppni (69 prósent). View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira