„Sláandi fordómar í kosningabaráttunni“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2024 13:46 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun í tilefni kvenréttindadagsins. Þar ræddi hún um bakslag af ýmsum toga og mikilvægi þess að halda jafnréttisbaráttunni áfram. vísir/Sigurjón Jafnrétti eru ekki sjálfgefið og halda þarf baráttunni gangandi sagði forseti borgarstjórnar þegar blómsveigur var lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun. Haldið er upp á kvenréttindadaginn í dag. Kvenréttindadagurinn eða baráttudagur kvenna er í dag og nú eru liðin eitt hundrað og níu ár frá því að konur fengu bæði fullan kosningarétt til jafns við karla og kjörgengi til Alþingis. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg látið leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði tilefni dagsins og á því var engin undantekining í morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp þar sem hún lýsti mikilvægi þess að halda mannréttindabaráttunni áfram og vinna gegn bakslagi. „Hverri kynslóð fylgja nýjar áskoranir í jafnréttismálum. Nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust upp á yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson fékk afar miðaldarlegar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt bara vegna þess að hann var hinsegin. Nánast sömu spurningar fékk Vigdís Finnbogadóttir þegar hún fyrst kvenna bauð sig fram til forseta árið 1980. Fjörutíu og fjórum árum seinna fær Baldur þessar sömu gildishlöðnu spurningar.“ Þá vísaði hún til nýlegrar þróunar í Bandaríkjunum þar sem verið er að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. „Það þarf að halda mannréttindabaráttunni áfram og jafnrétti er fyrir alla. Við erum að horfa til hinsegin fólksins og þess að konur ráði yfir eigin líkama. Þetta eru stóru málin í dag, að það sé til staður fyrir okkur öll,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar. Reykjavík Hinsegin Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kvenréttindadagurinn eða baráttudagur kvenna er í dag og nú eru liðin eitt hundrað og níu ár frá því að konur fengu bæði fullan kosningarétt til jafns við karla og kjörgengi til Alþingis. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg látið leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði tilefni dagsins og á því var engin undantekining í morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp þar sem hún lýsti mikilvægi þess að halda mannréttindabaráttunni áfram og vinna gegn bakslagi. „Hverri kynslóð fylgja nýjar áskoranir í jafnréttismálum. Nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust upp á yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson fékk afar miðaldarlegar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt bara vegna þess að hann var hinsegin. Nánast sömu spurningar fékk Vigdís Finnbogadóttir þegar hún fyrst kvenna bauð sig fram til forseta árið 1980. Fjörutíu og fjórum árum seinna fær Baldur þessar sömu gildishlöðnu spurningar.“ Þá vísaði hún til nýlegrar þróunar í Bandaríkjunum þar sem verið er að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. „Það þarf að halda mannréttindabaráttunni áfram og jafnrétti er fyrir alla. Við erum að horfa til hinsegin fólksins og þess að konur ráði yfir eigin líkama. Þetta eru stóru málin í dag, að það sé til staður fyrir okkur öll,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar.
Reykjavík Hinsegin Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira