Vandar um við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2024 10:08 Henry Alexander vonar að Sigmundi Davíð takist ekki að gera svo lítið úr nýrri Mannréttindastofnun að hún missi marks. vísir/vilhelm Henry Alexander Henrysson heimspekingur hefur áhyggjur af því að ný Mannréttindastofnun Íslands, verði flokkspólitískum deilum og glósum að bráð. Henry lýsir þessu í nýjum pistli sem hann birtir á Vísi. Hann bendir á að þeir Miðflokksmenn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólason, án þess þó að nefna þá á nafn, hafi viljað glósa um að Mannréttindastofnun væri komið á koppinn á síðustu dögum þingsins. „Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“.“ Óheppileg tenging Henrý segir þetta ekki góðan upptakt af mikilvægu starfi sem stofnuninni sé ætlað að sinna. Hann segist enginn áhugamaður um pólitíska framtíða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs en vert sé að hafa í huga að ein afglöp stjórnmálahreyfingar útiloki ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. „Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli.“ Henry Alexander hefur áhyggjur af því að Mannréttindastofnunin verði kennd við Vinstri græn. Þá segir hann mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast.“ Vonar að stofnunin verði ekki kennd við VG Henry ítrekar mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. „Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki.“ Henry segir að vonandi fagni fleiri stofnun stofnunarinnar en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar „sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn“. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Henry lýsir þessu í nýjum pistli sem hann birtir á Vísi. Hann bendir á að þeir Miðflokksmenn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólason, án þess þó að nefna þá á nafn, hafi viljað glósa um að Mannréttindastofnun væri komið á koppinn á síðustu dögum þingsins. „Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“.“ Óheppileg tenging Henrý segir þetta ekki góðan upptakt af mikilvægu starfi sem stofnuninni sé ætlað að sinna. Hann segist enginn áhugamaður um pólitíska framtíða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs en vert sé að hafa í huga að ein afglöp stjórnmálahreyfingar útiloki ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. „Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli.“ Henry Alexander hefur áhyggjur af því að Mannréttindastofnunin verði kennd við Vinstri græn. Þá segir hann mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast.“ Vonar að stofnunin verði ekki kennd við VG Henry ítrekar mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. „Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki.“ Henry segir að vonandi fagni fleiri stofnun stofnunarinnar en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar „sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn“.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira