Hjólabrautin búin að liggja eins og hráviði í tvær vikur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2024 13:58 Hjólabrautin liggur núna á malarplaninu á Klambratúni. Facebook Hjólabrautin sem var áður á Miðbakka í Reykjavík liggur nú á víð og dreif á malarplani á Klambratúni. Hún var fjarlægð fyrir um tveimur vikum þegar að parísarhjólið var sett upp á höfninni. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að setja hjólabrautina upp um leið og búið var að flytja hana á svæðið. Þegar þangað var komið sáu þau þó að undirlagið á svæðinu hentaði ekki fyrir hjólabrautina. Tilbúið í næstu viku „Það átti að flytja hana og setja hana strax upp. Við héldum að þetta væri einfaldara en svo kom í ljós að það þurfti að fara í smá vinnu við að undirbúa undirlagið. Meira en við áttum von á.“ Búið er að ráða verktaka til að taka við verkefninu og hefst vinnan sem fylgir því í dag. Hjólabrautin verður tilbúin til notkunar í næstu viku og jafnvel fyrr. Hjólabrautin mun aðeins standa tímabundið á Klambratúni en hún verður færð aftur á Miðbakka þegar að parísarhjólið verður tekið niður. „Það er einhver peningur sem fer í bæði flutninginn og uppsetninguna, það liggur ekki fyrir nákvæmlega hve mikið en þetta er ekkert verulegt,“ segir hún og bætir við að framkvæmdirnar séu lítilsháttar. Slysahætta vegna brautarinnar Athygli var vakin á málinu með færslu í Facebook-hóp fyrir íbúa í Hlíðunum en þar var gagnrýnt að hjólabrautin væri skilin eftir í umræddu ástandi. Í færslunni er ýjað að því að ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármagni fyrir brautina og bent á að af henni stafi talsverð slysahætta. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, var fljótur að svara færslunni og þakkaði fyrir ábendinguna. Hann sagðist ætla kanna hvers vegna samsetningu hjólabrautarinnar væri ekki lokið og ítrekaði að parísarhjólið væri tekjulind fyrir borgina en Reykjavíkurborg stendur ekki undir neinum kostnaði vegna þessa. Eva segir að ráðning verktakans hafi ekki verið til að bregðast við færslunni enda hafi alltaf legið fyrir að reisa hjólabrautina með viðunandi hætti á svæðinu. Hún telur að tekjurnar frá parísarhjólinu komi til móts við kostnað við að setja saman hjólabrautina. Reykjavík Borgarstjórn Hjólabretti Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að setja hjólabrautina upp um leið og búið var að flytja hana á svæðið. Þegar þangað var komið sáu þau þó að undirlagið á svæðinu hentaði ekki fyrir hjólabrautina. Tilbúið í næstu viku „Það átti að flytja hana og setja hana strax upp. Við héldum að þetta væri einfaldara en svo kom í ljós að það þurfti að fara í smá vinnu við að undirbúa undirlagið. Meira en við áttum von á.“ Búið er að ráða verktaka til að taka við verkefninu og hefst vinnan sem fylgir því í dag. Hjólabrautin verður tilbúin til notkunar í næstu viku og jafnvel fyrr. Hjólabrautin mun aðeins standa tímabundið á Klambratúni en hún verður færð aftur á Miðbakka þegar að parísarhjólið verður tekið niður. „Það er einhver peningur sem fer í bæði flutninginn og uppsetninguna, það liggur ekki fyrir nákvæmlega hve mikið en þetta er ekkert verulegt,“ segir hún og bætir við að framkvæmdirnar séu lítilsháttar. Slysahætta vegna brautarinnar Athygli var vakin á málinu með færslu í Facebook-hóp fyrir íbúa í Hlíðunum en þar var gagnrýnt að hjólabrautin væri skilin eftir í umræddu ástandi. Í færslunni er ýjað að því að ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármagni fyrir brautina og bent á að af henni stafi talsverð slysahætta. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, var fljótur að svara færslunni og þakkaði fyrir ábendinguna. Hann sagðist ætla kanna hvers vegna samsetningu hjólabrautarinnar væri ekki lokið og ítrekaði að parísarhjólið væri tekjulind fyrir borgina en Reykjavíkurborg stendur ekki undir neinum kostnaði vegna þessa. Eva segir að ráðning verktakans hafi ekki verið til að bregðast við færslunni enda hafi alltaf legið fyrir að reisa hjólabrautina með viðunandi hætti á svæðinu. Hún telur að tekjurnar frá parísarhjólinu komi til móts við kostnað við að setja saman hjólabrautina.
Reykjavík Borgarstjórn Hjólabretti Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira