FA gagnrýnir reglugerð Willums Þórs harðlega Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2024 16:34 Willum Þór og Ólafur Stephensen sem er allt annað en ánægður með nýjasta útspil Framsóknarmanna sem vilja nú láta kné fylgja kviði í baráttu sinni við tóbakið. Nú vilja þeir pakka fyrirbæri sem má ekki sjást í einsleitar umbúðir. vísir/Vilhelm/Egill Ljóst er að þeir hjá Félagi atvinnurekenda vita vart hvort þeir eiga að hlæja eða gráta vegna ákvæðis í drögum að reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis að pakka beri inn öllu tóbaki í einsleitar umbúðir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA segir í það minnsta svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlýtur að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi. FA hefur sent inn umsögn um reglugerðina. „Við rifjum þar til dæmis að í gildi er bann við sýnileika tóbaksvara, það er að þær eru geymdar í lokuðum skápum, nema í sérstökum tóbaksverslunum. Jafnframt eru tóbaksauglýsingar bannaðar,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í umsögninni segir að FA fái ekki séð hver tilgangurinn með einsleitum umbúðum er, þar sem umbúðirnar eru ekki sýnilegar fyrir almenning og neytendur. Að pakka því sem ekki má sýna í einsleitar umbúðir „Þeir neytendur sem kaupa tóbak vita hvert þeir eiga að leita og kaupa tóbakið gagngert vegna þess að um tóbak er að ræða. Öðrum vörum, sem einnig geta verið skaðvaldar við heilsu manna, er hins vegar stillt upp inni á smásölustöðum og getur neytandi því keypt þá vöru án þess að hafa ætlað sér það, einfaldlega því hún er til sýnis. Eins og fram kemur að framan á þetta ekki við um tóbaksvörur enda er ekki heimilt að hafa þær til sýnis á smásölustöðum. FA fær ekki séð hverju einsleitar umbúðir myndu breyta þar um, enda vantar allan rökstuðning fyrir ákvæðinu af hálfu ráðuneytisins.“ Ólafur segir þessa reglugerðarbreytingu í engu rökstudda.vísir/egill Ólafur segir gullhúðun Evrópureglna hafi verið til umræðu undanfarið, og þá sú tilhneiging að bæta íþyngjandi innlendum kvöðum við reglur ESB, sem eru teknar upp í EES-samninginn. „Þarna er um að ræða tvöfalda gullhúðun á Evrópureglum, sem reglugerðin á að innleiða. Annars vegar hafa Evrópureglurnar, sem um ræðir, enn ekki verið teknar upp í EES-samninginn og hins vegar er ekkert í þeim um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum.“ Ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra Að sögn Ólafs er í samráðsgáttinni hvorugt útskýrt eða rökstutt. Það gengur þvert á tillögur starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun Evrópureglna. Auk þess hefur ríkisstjórnin lýst yfir vilja sínum til að vinna gegn því að Evrópureglur séu innleiddar með meira íþyngjandi hætti hér á landi en reglurnar sjálfar gefa tilefni til. „Ákvæðin um einsleitar umbúðir eru inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt fyrirtækja, sem hvort tveggja eru stjórnarskrárvarin réttindi. Við teljum ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra. Ef vilji er til þess, þá væntanlega í þágu lýðheilsu, að takmarka þessi stjórnarskrárvörðu réttindi, á að sjálfsögðu að gera það með lagasetningu á Alþingi, þar sem þetta mikla inngrip fær þá skoðun og umræðu sem það verðskuldar,“ segir Ólafur og bendir á umsögn FA þar sem segir: „FA fær ekki séð hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, á heima í reglugerð sem ráðherra setur og mótmælir því eindregið að 20. gr. verði að ákvæði í reglugerð.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagasamtök Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA segir í það minnsta svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlýtur að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi. FA hefur sent inn umsögn um reglugerðina. „Við rifjum þar til dæmis að í gildi er bann við sýnileika tóbaksvara, það er að þær eru geymdar í lokuðum skápum, nema í sérstökum tóbaksverslunum. Jafnframt eru tóbaksauglýsingar bannaðar,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í umsögninni segir að FA fái ekki séð hver tilgangurinn með einsleitum umbúðum er, þar sem umbúðirnar eru ekki sýnilegar fyrir almenning og neytendur. Að pakka því sem ekki má sýna í einsleitar umbúðir „Þeir neytendur sem kaupa tóbak vita hvert þeir eiga að leita og kaupa tóbakið gagngert vegna þess að um tóbak er að ræða. Öðrum vörum, sem einnig geta verið skaðvaldar við heilsu manna, er hins vegar stillt upp inni á smásölustöðum og getur neytandi því keypt þá vöru án þess að hafa ætlað sér það, einfaldlega því hún er til sýnis. Eins og fram kemur að framan á þetta ekki við um tóbaksvörur enda er ekki heimilt að hafa þær til sýnis á smásölustöðum. FA fær ekki séð hverju einsleitar umbúðir myndu breyta þar um, enda vantar allan rökstuðning fyrir ákvæðinu af hálfu ráðuneytisins.“ Ólafur segir þessa reglugerðarbreytingu í engu rökstudda.vísir/egill Ólafur segir gullhúðun Evrópureglna hafi verið til umræðu undanfarið, og þá sú tilhneiging að bæta íþyngjandi innlendum kvöðum við reglur ESB, sem eru teknar upp í EES-samninginn. „Þarna er um að ræða tvöfalda gullhúðun á Evrópureglum, sem reglugerðin á að innleiða. Annars vegar hafa Evrópureglurnar, sem um ræðir, enn ekki verið teknar upp í EES-samninginn og hins vegar er ekkert í þeim um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum.“ Ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra Að sögn Ólafs er í samráðsgáttinni hvorugt útskýrt eða rökstutt. Það gengur þvert á tillögur starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun Evrópureglna. Auk þess hefur ríkisstjórnin lýst yfir vilja sínum til að vinna gegn því að Evrópureglur séu innleiddar með meira íþyngjandi hætti hér á landi en reglurnar sjálfar gefa tilefni til. „Ákvæðin um einsleitar umbúðir eru inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt fyrirtækja, sem hvort tveggja eru stjórnarskrárvarin réttindi. Við teljum ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra. Ef vilji er til þess, þá væntanlega í þágu lýðheilsu, að takmarka þessi stjórnarskrárvörðu réttindi, á að sjálfsögðu að gera það með lagasetningu á Alþingi, þar sem þetta mikla inngrip fær þá skoðun og umræðu sem það verðskuldar,“ segir Ólafur og bendir á umsögn FA þar sem segir: „FA fær ekki séð hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, á heima í reglugerð sem ráðherra setur og mótmælir því eindregið að 20. gr. verði að ákvæði í reglugerð.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagasamtök Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira