„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2024 13:18 Joe Biden Bandaríkjaforseti að loknum kappræðum hans og Donalds Trump í nótt. AP/Gerald Herbert Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. Biden og Trump fóru um víðan völl í kappræðunum í nótt. Þeir tókust á um fóstureyðingar innflytjendamál. efnahagsmál og áttu í orðaskaki um forgjafir sínar í golfi, eins og sjá má í myndbandið AP-fréttaveitunnar hér fyrir neðan. Þá var Biden spurður út í viðbrögð sín við Covid faraldrinum og átti afar erfitt með að halda þræði í svari sínu. Hann klykkti út með því að segja að Demókratar hefðu loks unnið bug á Medicare, heilbrigðiskerfi sem þeir komu sjálfir á laggirnar. Hann er talinn hafa ruglast; ætlaði sennilega að segja Covid. Þennan hluta kappræðanna má horfa á í myndbandinu hér fyrir neðan, einnig fengið frá AP. „Það er samdóma álit allra að Biden hafi dottið á andlitið í þessum kappræðum. Allavega til að byrja með, hann var mjög slakur í upphafi, hás, rámur og ekki einhvern veginn með það. En síðan virtist hann aðeins ná betri tökum eftir því sem leið á kappræðurnar. En á fyrstu mínútunum þegar lang, lang flestir eru að horfa, þá var hann alveg skelfilegur,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og sérstakur áhugamaður um Bandarísk stjórnmál.Vísir/vilhelm Fannst þér Biden einhvern tímann ná góðu höggi á Trump? „Já, hann gerði það auðvitað þegar hann sagði að það stæði bara einn glæpamaður á sviðinu og það væri maðurinn sem stóð þarna á móti honum.“ Trump komst einmitt ítrekað upp með að ljúga að áhorfendum án þess að nokkur benti á það. Hann sagðist til dæmis aldrei hafa sofið hjá klámstjörnu, þrátt fyrir að hafa áður viðurkennt það og nýverið verið dæmdur fyrir að reyna að hylma yfir málið. Þau orðaskipti má sjá hér fyrir neðan í myndbandi AP. Friðjón segir Biden mögulega hafa tapað kosningunum með frammistöðu sinni en það komi betur í ljós á næstu dögum þegar niðurstöður kannana liggja fyrir. Biden hefur ekki tryggt sér tilnefningu flokks síns endanlega og þegar er farið að heyrast ákall um nýtt forsetaefni. „Ef að áhrifin af þessu fíaskói sem var í nótt voru svo mikil að þeir [demókratar] sjá enga leið til að vinna þau ríki sem þeir þurfa að vinna þá gæti það gerst, það eru ekki miklar líkur en það gæti gerst, að kerfið í flokknum, lykilpersónur í flokknum, leggist á Biden og segi: Nú er þetta komið gott,“ segir Friðjón. Sem mögulega arftaka nefnir Friðjón Kamölu Harris varaforseta, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. „Í gegnum allt þetta ferli þá var svo augljóst að Biden er of gamall,“ segir Friðjón. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Biden og Trump fóru um víðan völl í kappræðunum í nótt. Þeir tókust á um fóstureyðingar innflytjendamál. efnahagsmál og áttu í orðaskaki um forgjafir sínar í golfi, eins og sjá má í myndbandið AP-fréttaveitunnar hér fyrir neðan. Þá var Biden spurður út í viðbrögð sín við Covid faraldrinum og átti afar erfitt með að halda þræði í svari sínu. Hann klykkti út með því að segja að Demókratar hefðu loks unnið bug á Medicare, heilbrigðiskerfi sem þeir komu sjálfir á laggirnar. Hann er talinn hafa ruglast; ætlaði sennilega að segja Covid. Þennan hluta kappræðanna má horfa á í myndbandinu hér fyrir neðan, einnig fengið frá AP. „Það er samdóma álit allra að Biden hafi dottið á andlitið í þessum kappræðum. Allavega til að byrja með, hann var mjög slakur í upphafi, hás, rámur og ekki einhvern veginn með það. En síðan virtist hann aðeins ná betri tökum eftir því sem leið á kappræðurnar. En á fyrstu mínútunum þegar lang, lang flestir eru að horfa, þá var hann alveg skelfilegur,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og sérstakur áhugamaður um Bandarísk stjórnmál.Vísir/vilhelm Fannst þér Biden einhvern tímann ná góðu höggi á Trump? „Já, hann gerði það auðvitað þegar hann sagði að það stæði bara einn glæpamaður á sviðinu og það væri maðurinn sem stóð þarna á móti honum.“ Trump komst einmitt ítrekað upp með að ljúga að áhorfendum án þess að nokkur benti á það. Hann sagðist til dæmis aldrei hafa sofið hjá klámstjörnu, þrátt fyrir að hafa áður viðurkennt það og nýverið verið dæmdur fyrir að reyna að hylma yfir málið. Þau orðaskipti má sjá hér fyrir neðan í myndbandi AP. Friðjón segir Biden mögulega hafa tapað kosningunum með frammistöðu sinni en það komi betur í ljós á næstu dögum þegar niðurstöður kannana liggja fyrir. Biden hefur ekki tryggt sér tilnefningu flokks síns endanlega og þegar er farið að heyrast ákall um nýtt forsetaefni. „Ef að áhrifin af þessu fíaskói sem var í nótt voru svo mikil að þeir [demókratar] sjá enga leið til að vinna þau ríki sem þeir þurfa að vinna þá gæti það gerst, það eru ekki miklar líkur en það gæti gerst, að kerfið í flokknum, lykilpersónur í flokknum, leggist á Biden og segi: Nú er þetta komið gott,“ segir Friðjón. Sem mögulega arftaka nefnir Friðjón Kamölu Harris varaforseta, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. „Í gegnum allt þetta ferli þá var svo augljóst að Biden er of gamall,“ segir Friðjón.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40