Chelsea fær framherja frá Barcelona og Earps til PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 16:01 Marc er að flytja til Englands á meðan Mary er að flytja frá Englandi. Vísir/Getty Images Félagaskiptaglugginn á Englandi er opnaður og eru þónokkur knattspyrnufélög búin að gera sín fyrstu kaup. Chelsea hefur fest kaup á framherja Barcelona, Ross Barkley er farinn aftur til Aston Villa og markvörðurinn Mary Earps hefur samið við París Saint-Germain. Hinn 18 ára gamli Marc Guiu er genginn í raðir Chelsea frá Barcelona. Hann skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. Kaupverðið er sex milljónir evra eða rétt tæpar 900 milljónir íslenskar krónur. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera genginn í raðir Chelsea, ég átti erfitt með svefn í aðdragandanum því ég var svo spenntur. Síðan ég var lítill hefur mig dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Guiu við undirskriftina. Hann var aðeins 17 ára og 291 dags gamall þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Athletic Bilbao í október á síðasta ári í því sem var hans fyrsti leikur fyrir aðallið Barcelona. Alls kom hann við sögu í sjö leikjum og skoraði tvö mörk. Guiu is Chelsea. pic.twitter.com/6HweEFoqAh— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 1, 2024 Aston Villa hefur fengið miðjumanninn Ross Barkley frá Luton Town sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þessi þrítugi leikmaður lék með Villa á láni frá Chelsea leiktíðina 2020-21. Barkley er fimmti leikmaðurinn sem Villa fær til sín en félagið hefur einnig staðfest komu Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea á 3,3 milljarða íslenskra króna. Þá hafði félagið einnig keypt Ian Maatsen frá Chelsea á rétt rúmlega sex milljarða sem og hinn unga Lewis Dobbin frá Everton. Ekki kemur fram hversu langur samningur Barkley við Villa er en hann kemur á frjálsri sölu annað en hinir fjórir. Þá hefur enski landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps skrifað undir tveggja ára samning við París Saint-Germain. Hún kemur til félagsins frá Manchester United þar sem hún hefur spilað síðan árið 2018. Í vetur varð ljóst að Earps vildi nýja áskorun og því skrifaði hún ekki undir nýjan samning í Manchester. Hún er nú mætti til Parísar og mun verja mark PSG næstu tvö árin. It's official! 🇫🇷Mary Earps has signed a two-year deal to join PSG on a free transfer.#BBCFootball pic.twitter.com/33kYTozXvJ— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2024 Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Marc Guiu er genginn í raðir Chelsea frá Barcelona. Hann skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. Kaupverðið er sex milljónir evra eða rétt tæpar 900 milljónir íslenskar krónur. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera genginn í raðir Chelsea, ég átti erfitt með svefn í aðdragandanum því ég var svo spenntur. Síðan ég var lítill hefur mig dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Guiu við undirskriftina. Hann var aðeins 17 ára og 291 dags gamall þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Athletic Bilbao í október á síðasta ári í því sem var hans fyrsti leikur fyrir aðallið Barcelona. Alls kom hann við sögu í sjö leikjum og skoraði tvö mörk. Guiu is Chelsea. pic.twitter.com/6HweEFoqAh— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 1, 2024 Aston Villa hefur fengið miðjumanninn Ross Barkley frá Luton Town sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þessi þrítugi leikmaður lék með Villa á láni frá Chelsea leiktíðina 2020-21. Barkley er fimmti leikmaðurinn sem Villa fær til sín en félagið hefur einnig staðfest komu Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea á 3,3 milljarða íslenskra króna. Þá hafði félagið einnig keypt Ian Maatsen frá Chelsea á rétt rúmlega sex milljarða sem og hinn unga Lewis Dobbin frá Everton. Ekki kemur fram hversu langur samningur Barkley við Villa er en hann kemur á frjálsri sölu annað en hinir fjórir. Þá hefur enski landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps skrifað undir tveggja ára samning við París Saint-Germain. Hún kemur til félagsins frá Manchester United þar sem hún hefur spilað síðan árið 2018. Í vetur varð ljóst að Earps vildi nýja áskorun og því skrifaði hún ekki undir nýjan samning í Manchester. Hún er nú mætti til Parísar og mun verja mark PSG næstu tvö árin. It's official! 🇫🇷Mary Earps has signed a two-year deal to join PSG on a free transfer.#BBCFootball pic.twitter.com/33kYTozXvJ— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2024
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira