Nokkrir voru á listanum yfir leikmenn sem vildi LeBron vildi fá en margir þeirra hafa samið nú samið við önnur lið. James Harden endurnýjaði samning sinn við LA Clippers, Klay Thompson er á leið til Dallas Mavericks og Jonas Valančiūnas gerði samning við Washington Wizards.
LeBron á rétt á þriggja ára, 162 milljóna dollara samningi, en mun semja um lægri upphæð sem gerir Lakers kleift að semja við annan leikmann fyrir hátt í 12,9 milljónir dollara.
Brian Windhorst hjá ESPN greinir nú frá því í hlaðvarpi sínu Hoop Collective að líklega séu fleiri á listanum yfir leikmenn sem LeBron vill fá en DeMar DeRozan sé efstur á blaði.
Hann er uppalinn í Los Angeles og sýndi Lakers mikinn áhuga áður en félagið samdi við Russell Westbrook og DeRozan gekk til liðs við Chicago Bulls árið 2021.
DeRozan ákvað að semja ekki aftur við Bulls og skoðar nú möguleika sína, sem fara fækkandi eftir að Philadelphia 76ers sömdu við Paul George og Orlando Magic sömdu við Kentavious Caldwell-Pope í gær.