Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2024 12:11 Hjálmar var viðriðinn Blaðamannafélag Íslands í um tuttugu ár. Vísir/Vilhelm Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. Þetta segir í tilkynningu BÍ til félagsmanna. Þar segir að stjórn BÍ telji hagsmunum félagsins betur borgið með því að ljúka málinu í stað þess að halda því áfram um ótilgreindan tíma með ófyrirséðum afleiðingum og kostnaði fyrir félagið. Sagður líklega sekur en sleppur við kæru Eftir niðurstöður úttektar KPMG á tilteknum færslum í bókhaldi BÍ, sem kynnt var félagsmönnum á aðalfundi í apríl síðastliðinn, hafi stjórn félagsins óskað eftir lögfræðiáliti frá Logos lögfræðiþjónustu um mögulega refsiábyrgð Hjálmars vegna háttsemi hans í starfi. Lögmaður Logos, sem sé sérfræðingur í málaflokknum, hafi byggt minnisblað sitt á úttekt KPMG og þeim ábendingum sem þar komu fram við skoðun á gögnum félagsins. „Niðurstaða minnisblaðsins er sú að fyrrum framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson, gerðist að öllum líkindum sekur um refsiverða háttsemi í starfi sínu fyrir félagið. Meint brot fólust í lánveitingum sem hann veitti sjálfum sér af fjármunum félagsins án samþykkis stjórnar, greiðslu ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé umfram ástæður og til persónulegra nota.“ Afdráttarlaust minnisblað Í tilkynningunni segir að minnisblaðið sé afdráttarlaust og þar sé farið yfir hvernig Hjálmar hafi misnotað þá aðstöðu sem hann fékk í krafti umboðs til ráðstöfunar á fjármunum félagsins, sér í lagi hvað varðar lánveitingar hans til sjálfs sín. „Ljóst er að fyrrum framkvæmdastjóri millifærði á sjálfan sig tæpar 9,2 m.kr. og lét færa í bókhaldi sem fyrirframgreidd laun. Var það án heimildar og án vitneskju stjórnar félagsins. Greiðslurnar komu ekki fram á launaseðlum hjá fyrrum framkvæmdastjóra og því ekki hægt að rekja í bókhaldi að greiðslurnar tengist fyrirframgreiddum launum. Framangreind háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra með lánveitingum til sjálfs síns án samþykkis stjórnar, greiðslur ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé verulega umfram ástæður og til persónulegra nota fellur að öllum líkindum undir fjárdrátt samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“ Engu breyti þótt Hjálmar hafi endurgreitt Í tilkynningunni segir að í minnisblaðinu sé farið yfir að brotið teljist að fullu framið þó svo að fyrrverandi framkvæmdastjóri hafi greitt til baka það sem hann fékk að láni. „Það sem einkennir fjárdrátt er að gerandi hafi fjárverðmæti þriðja aðila, eigandans, í vörslum sínum þegar tileinkun á sér stað. Þá ráðstafar gerandinn þeim í eigin þágu sem er eigandanum óviðkomandi og er án hans samþykkis. Fullframning refsibrots á borð við fjárdrátt miðast við það stig í verknaðarferlinu þegar gerandi, í skjóli aðstöðu sinnar sem vörsluhafi verðmæta, fer að líta á þau sem eigin eign og fer með þau á þann veg.“ Veruleg líkindi séu með skilgreiningu á fjárdrætti og og þeirri háttsemi Hjálmars að veita sjálfum sér lán. Um leið og færslurnar áttu sér stað hafi í raun verið búið að fullfremja refsibrotið. Óheimil meðferð fjárins sé virt sem fjárdráttur óháð verulegri fjártjónshættu, það er óháð líkum á endurgreiðslu og óháð því hvort endurgreiðsla á sér stað á síðari stigum, líkt og virðist hafa verið raunin með „lánveitingar“ í 28 skipti yfir langan tíma. Umboðssvik hefðu líka komið til greina Í minnisblaðinu sé einnig tekið fram að ef ekki yrði fallist á að framangreindar ráðstafanir Hjálmars væru fjárdráttur yrði að öllum líkindum fallist á að sama háttsemi teldist vera umboðssvik. Kæmi til kæru og síðar ákæru yrði að líkindum ekki erfitt að sýna fram á persónulega auðgun hans. Til málsbóta yrði þó væntanlega litið til þess að hann endurgreiddi lánin. Auk þess sé tiltekin í minnisblaðinu áhætta á misferli vegna ýmissa atriða í skýrslu KPMG sem snúa að styrkveitingum, veitinga- og ferðakostnaði og fleira, þar sem ekki hafi verið sótt heimild til stjórnar. Þau atriði feli þó ekki endilega í sér refsiverða háttsemi heldur frekar lausung á daglegum rekstri félagsins og lélega framkvæmdastjórn. Skýringar Hjálmars hafi engu breytt Að ráði lögmannsins hafi stjórn óskað eftir skýringum Hjálmars. Stjórn hafi óskað eftir að hann skýrði ákveðin atriði sem fram komu í úttekt KPMG. Hann hafi sent stjórn skýringar sínar með bréfi þann 6. júní 2024. Stjórn hafi þá falið lögmanni Logos að meta skýringarnar og það hafi verið niðurstaða hans að þær breyttu ekki niðurstöðu minnisblaðsins; það er að háttsemi Hjálmars hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu hafi stjórn BÍ ákvörðun tekið ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að ljúka málinu. Stjórn BÍ telji að tilgangi þess, að ráðast í þessa skoðun, hafi nú verið náð. Markmiðið hafi verið að fá sérfræðiálit á rekstri og fjárreiðum félagsins í ljósi þess hve illa gekk hjá stjórn að fá upplýsingar frá fyrrverandi framkvæmdastjóra, líkt og fram kom í fundargerð stjórnar þann 12. janúar síðastliðinn. Með úttekt KPMG, sem leiddi í ljós fjölmarga alvarlega annmarka, og lögfræðiáliti Logos, telji stjórn málið nægilega upplýst og að hún hafi nú nægar upplýsingar til að bæta vinnubrögð og ferla og koma í veg fyrir að viðlíka háttsemi geti átt sér stað aftur. Undanfarna mánuði hafi starfsfólk skrifstofu BÍ unnið að umbótum á verklagi við meðferð fjármuna sem snúa að öllum athugasemdum KPMG. KPMG hafi nýjar verklagsreglur nú til yfirferðar í tengslum við endurskoðun ársreiknings 2023. „Stjórn vonast til þess að með þessari ákvörðun sé málinu endanlega lokið og að orka og athygli starfsfólks og stjórnar geti beinst að því að efla veg blaðamennsku og blaðamanna á Íslandi, félagsmönnum og faginu til heilla, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari.“ Stéttarfélög Félagasamtök Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu BÍ til félagsmanna. Þar segir að stjórn BÍ telji hagsmunum félagsins betur borgið með því að ljúka málinu í stað þess að halda því áfram um ótilgreindan tíma með ófyrirséðum afleiðingum og kostnaði fyrir félagið. Sagður líklega sekur en sleppur við kæru Eftir niðurstöður úttektar KPMG á tilteknum færslum í bókhaldi BÍ, sem kynnt var félagsmönnum á aðalfundi í apríl síðastliðinn, hafi stjórn félagsins óskað eftir lögfræðiáliti frá Logos lögfræðiþjónustu um mögulega refsiábyrgð Hjálmars vegna háttsemi hans í starfi. Lögmaður Logos, sem sé sérfræðingur í málaflokknum, hafi byggt minnisblað sitt á úttekt KPMG og þeim ábendingum sem þar komu fram við skoðun á gögnum félagsins. „Niðurstaða minnisblaðsins er sú að fyrrum framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson, gerðist að öllum líkindum sekur um refsiverða háttsemi í starfi sínu fyrir félagið. Meint brot fólust í lánveitingum sem hann veitti sjálfum sér af fjármunum félagsins án samþykkis stjórnar, greiðslu ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé umfram ástæður og til persónulegra nota.“ Afdráttarlaust minnisblað Í tilkynningunni segir að minnisblaðið sé afdráttarlaust og þar sé farið yfir hvernig Hjálmar hafi misnotað þá aðstöðu sem hann fékk í krafti umboðs til ráðstöfunar á fjármunum félagsins, sér í lagi hvað varðar lánveitingar hans til sjálfs sín. „Ljóst er að fyrrum framkvæmdastjóri millifærði á sjálfan sig tæpar 9,2 m.kr. og lét færa í bókhaldi sem fyrirframgreidd laun. Var það án heimildar og án vitneskju stjórnar félagsins. Greiðslurnar komu ekki fram á launaseðlum hjá fyrrum framkvæmdastjóra og því ekki hægt að rekja í bókhaldi að greiðslurnar tengist fyrirframgreiddum launum. Framangreind háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra með lánveitingum til sjálfs síns án samþykkis stjórnar, greiðslur ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé verulega umfram ástæður og til persónulegra nota fellur að öllum líkindum undir fjárdrátt samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“ Engu breyti þótt Hjálmar hafi endurgreitt Í tilkynningunni segir að í minnisblaðinu sé farið yfir að brotið teljist að fullu framið þó svo að fyrrverandi framkvæmdastjóri hafi greitt til baka það sem hann fékk að láni. „Það sem einkennir fjárdrátt er að gerandi hafi fjárverðmæti þriðja aðila, eigandans, í vörslum sínum þegar tileinkun á sér stað. Þá ráðstafar gerandinn þeim í eigin þágu sem er eigandanum óviðkomandi og er án hans samþykkis. Fullframning refsibrots á borð við fjárdrátt miðast við það stig í verknaðarferlinu þegar gerandi, í skjóli aðstöðu sinnar sem vörsluhafi verðmæta, fer að líta á þau sem eigin eign og fer með þau á þann veg.“ Veruleg líkindi séu með skilgreiningu á fjárdrætti og og þeirri háttsemi Hjálmars að veita sjálfum sér lán. Um leið og færslurnar áttu sér stað hafi í raun verið búið að fullfremja refsibrotið. Óheimil meðferð fjárins sé virt sem fjárdráttur óháð verulegri fjártjónshættu, það er óháð líkum á endurgreiðslu og óháð því hvort endurgreiðsla á sér stað á síðari stigum, líkt og virðist hafa verið raunin með „lánveitingar“ í 28 skipti yfir langan tíma. Umboðssvik hefðu líka komið til greina Í minnisblaðinu sé einnig tekið fram að ef ekki yrði fallist á að framangreindar ráðstafanir Hjálmars væru fjárdráttur yrði að öllum líkindum fallist á að sama háttsemi teldist vera umboðssvik. Kæmi til kæru og síðar ákæru yrði að líkindum ekki erfitt að sýna fram á persónulega auðgun hans. Til málsbóta yrði þó væntanlega litið til þess að hann endurgreiddi lánin. Auk þess sé tiltekin í minnisblaðinu áhætta á misferli vegna ýmissa atriða í skýrslu KPMG sem snúa að styrkveitingum, veitinga- og ferðakostnaði og fleira, þar sem ekki hafi verið sótt heimild til stjórnar. Þau atriði feli þó ekki endilega í sér refsiverða háttsemi heldur frekar lausung á daglegum rekstri félagsins og lélega framkvæmdastjórn. Skýringar Hjálmars hafi engu breytt Að ráði lögmannsins hafi stjórn óskað eftir skýringum Hjálmars. Stjórn hafi óskað eftir að hann skýrði ákveðin atriði sem fram komu í úttekt KPMG. Hann hafi sent stjórn skýringar sínar með bréfi þann 6. júní 2024. Stjórn hafi þá falið lögmanni Logos að meta skýringarnar og það hafi verið niðurstaða hans að þær breyttu ekki niðurstöðu minnisblaðsins; það er að háttsemi Hjálmars hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu hafi stjórn BÍ ákvörðun tekið ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að ljúka málinu. Stjórn BÍ telji að tilgangi þess, að ráðast í þessa skoðun, hafi nú verið náð. Markmiðið hafi verið að fá sérfræðiálit á rekstri og fjárreiðum félagsins í ljósi þess hve illa gekk hjá stjórn að fá upplýsingar frá fyrrverandi framkvæmdastjóra, líkt og fram kom í fundargerð stjórnar þann 12. janúar síðastliðinn. Með úttekt KPMG, sem leiddi í ljós fjölmarga alvarlega annmarka, og lögfræðiáliti Logos, telji stjórn málið nægilega upplýst og að hún hafi nú nægar upplýsingar til að bæta vinnubrögð og ferla og koma í veg fyrir að viðlíka háttsemi geti átt sér stað aftur. Undanfarna mánuði hafi starfsfólk skrifstofu BÍ unnið að umbótum á verklagi við meðferð fjármuna sem snúa að öllum athugasemdum KPMG. KPMG hafi nýjar verklagsreglur nú til yfirferðar í tengslum við endurskoðun ársreiknings 2023. „Stjórn vonast til þess að með þessari ákvörðun sé málinu endanlega lokið og að orka og athygli starfsfólks og stjórnar geti beinst að því að efla veg blaðamennsku og blaðamanna á Íslandi, félagsmönnum og faginu til heilla, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari.“
Stéttarfélög Félagasamtök Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira