Algeng þvæla um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar 3. júlí 2024 08:30 Öfga-hægri maðurinn Hjörtur J. Guðmundsson „blaðamaður“ á Morgunblaðinu heldur áfram að skrifa áróðursgreinar á Vísir.is undir þeim hatti að þetta séu skoðanir sem hann hefur. Hinsvegar er hann bara að endurtaka lygar sem er margoft búið að afsanna. Eitt af því sem hann heldur fram er að Evrópuþingmenn séu valdalausir, sérstaklega þegar þeir koma frá litum aðildarríkjum. Evrópuþingmenn Möltu geta örugglega frætt Hjört um það hversu mikil völd þeir hafa sem Evrópuþingmenn. Þar sem Evrópuþingið starfar á grundvelli Evrópuþingflokka, ekki aðildarríkja og hefur gert frá stofnun. Þetta er staðreynd sem Hjörtur veit fullvel en lætur eins og hún sé ekki til, þar sem þessi staðreynd hentar ekki málflutning hans og annara andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Annað er fiskveiðimál, sem er nýjasti gamli áróðurinn sem Hjörtur skrifar um. Staðreyndin er hinsvegar sú að Íslendingar semja nú þegar um fiskveiðar við Evrópusambandið sem ríki utan Evrópusambandsins (eftir þörfum og hæfni sjávarútvegsráðherra á Íslandi á hverjum tíma). Það eina sem mundi breytast við inngöngu í Evrópusambandið er að Ísland mundi þá semja um fiskveiðar sem aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta veit Hjörtur einnig fullvel. Ef Ísland hefði samið um fiskveiðar við Evrópusambandið. Þá væri slíka samninga að finna hérna. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar ekki samið um fiskveiðar við Evrópusambandið síðan árið 2008. Þarna er hinsvegar hægt að lesa eldri samning frá árinu 1993. Þarna má reyndar einnig sjá samning Íslands við Evrópusambandið um veiðar á makríl fyrir árið 2024. Auk annara samninga um fiskveiðar á stofnum sem flakka um lögsögur ríkja á Atlantshafinu. Það er staðreynd að málflutningur andstæðinga Evrópusambandinu er byggð á einhverri óskhyggju sem stenst og hefur aldrei staðist raunveruleikann. Þetta sést mjög vel á því hvað gerist og er ennþá að gerast í Bretlandi sem er eina ríki' og verður eina ríkið sem mun nokkurn tímann ganga úr Evrópusambandinu. Efnahagslega þá hefur Bretland dregist aftur úr. Síðan hafa ríkisborgarar Bretlands tapað réttinum til að búa og starfa hvar sem er innan Evrópusambandsins, réttur sem þeir höfuð fram til 31. janúar 2020 klukkan 23:00. Skoðun almennings hefur einnig breyst og er núna kominn stöðugur og fastur meirihluti fyrir því að Bretland gangi aftur inn í Evrópusambandið á næstu árum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki slíkt á dagskránni og líklegir stjórnarflokkar eftir næstu kosningar hafa slíkt ekki á dagskránni en það gæti breytst ef þrýstingur frá almenningi í Bretlandi verður nægur, sem er alveg möguleiki á því að það gerist. Það er hinsvegar ljóst að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið hörmung fyrir almenning í Bretlandi og verður aldrei neitt annað. Þetta endalausa flóð af áróðursgreinum er ekkert nema tilraun til þess að koma Íslandi úr EES samningum og mögulega EFTA samningum. Þannig á að færa Ísland efnahagslega aftur til ársins 1963, þegar Íslandi var hvorki aðili að EFTA eða EEC en Framsóknarflokkurinn stöðvaði aðildarumsókn Íslands að EEC á þeim tíma og þótti enginn sómi af. Eins og má lesa um hérna. Það hefur verið slæmur hugsunarháttur á Íslandi að vera á móti framförum. Þessi ósiður hefur núna verið að dreifa sér til yngri kynslóða og er enginn sómi af þessu. Íslenskir stjórnmálamenn verða að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland, sem ríki getur aðeins tryggt stöðu sína með alþjóðlegu samningum og aðild að Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Öfga-hægri maðurinn Hjörtur J. Guðmundsson „blaðamaður“ á Morgunblaðinu heldur áfram að skrifa áróðursgreinar á Vísir.is undir þeim hatti að þetta séu skoðanir sem hann hefur. Hinsvegar er hann bara að endurtaka lygar sem er margoft búið að afsanna. Eitt af því sem hann heldur fram er að Evrópuþingmenn séu valdalausir, sérstaklega þegar þeir koma frá litum aðildarríkjum. Evrópuþingmenn Möltu geta örugglega frætt Hjört um það hversu mikil völd þeir hafa sem Evrópuþingmenn. Þar sem Evrópuþingið starfar á grundvelli Evrópuþingflokka, ekki aðildarríkja og hefur gert frá stofnun. Þetta er staðreynd sem Hjörtur veit fullvel en lætur eins og hún sé ekki til, þar sem þessi staðreynd hentar ekki málflutning hans og annara andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Annað er fiskveiðimál, sem er nýjasti gamli áróðurinn sem Hjörtur skrifar um. Staðreyndin er hinsvegar sú að Íslendingar semja nú þegar um fiskveiðar við Evrópusambandið sem ríki utan Evrópusambandsins (eftir þörfum og hæfni sjávarútvegsráðherra á Íslandi á hverjum tíma). Það eina sem mundi breytast við inngöngu í Evrópusambandið er að Ísland mundi þá semja um fiskveiðar sem aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta veit Hjörtur einnig fullvel. Ef Ísland hefði samið um fiskveiðar við Evrópusambandið. Þá væri slíka samninga að finna hérna. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar ekki samið um fiskveiðar við Evrópusambandið síðan árið 2008. Þarna er hinsvegar hægt að lesa eldri samning frá árinu 1993. Þarna má reyndar einnig sjá samning Íslands við Evrópusambandið um veiðar á makríl fyrir árið 2024. Auk annara samninga um fiskveiðar á stofnum sem flakka um lögsögur ríkja á Atlantshafinu. Það er staðreynd að málflutningur andstæðinga Evrópusambandinu er byggð á einhverri óskhyggju sem stenst og hefur aldrei staðist raunveruleikann. Þetta sést mjög vel á því hvað gerist og er ennþá að gerast í Bretlandi sem er eina ríki' og verður eina ríkið sem mun nokkurn tímann ganga úr Evrópusambandinu. Efnahagslega þá hefur Bretland dregist aftur úr. Síðan hafa ríkisborgarar Bretlands tapað réttinum til að búa og starfa hvar sem er innan Evrópusambandsins, réttur sem þeir höfuð fram til 31. janúar 2020 klukkan 23:00. Skoðun almennings hefur einnig breyst og er núna kominn stöðugur og fastur meirihluti fyrir því að Bretland gangi aftur inn í Evrópusambandið á næstu árum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki slíkt á dagskránni og líklegir stjórnarflokkar eftir næstu kosningar hafa slíkt ekki á dagskránni en það gæti breytst ef þrýstingur frá almenningi í Bretlandi verður nægur, sem er alveg möguleiki á því að það gerist. Það er hinsvegar ljóst að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið hörmung fyrir almenning í Bretlandi og verður aldrei neitt annað. Þetta endalausa flóð af áróðursgreinum er ekkert nema tilraun til þess að koma Íslandi úr EES samningum og mögulega EFTA samningum. Þannig á að færa Ísland efnahagslega aftur til ársins 1963, þegar Íslandi var hvorki aðili að EFTA eða EEC en Framsóknarflokkurinn stöðvaði aðildarumsókn Íslands að EEC á þeim tíma og þótti enginn sómi af. Eins og má lesa um hérna. Það hefur verið slæmur hugsunarháttur á Íslandi að vera á móti framförum. Þessi ósiður hefur núna verið að dreifa sér til yngri kynslóða og er enginn sómi af þessu. Íslenskir stjórnmálamenn verða að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland, sem ríki getur aðeins tryggt stöðu sína með alþjóðlegu samningum og aðild að Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar