Íris fer á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 06:30 Íris Þórsdóttir með börnum sínum og Ólympíukyndlinum. ÍSÍ Aðeins fjórir íslenskir keppendur eru komnir með þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París en 34 ára íslenskur tannlæknir fær einnig að vera með í stemmningunni í Frakklandi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá því að Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, sé á leið á Ólympíuleikana í París. Hlutverk Írisar verður þó öðruvísi en annarra í íslenska hópnum því Íris sótti um að vera sjálfboðaliði og var valin úr stórum hópi umsækjenda til að hjálpa til við leikana. Um 45 þúsund sjálfboðaliða þarf til að vinna við ýmis störf á Ólympíuleikunum en margar hendur þarf til þess að tryggja að allt gangi sem eðlilegast fyrir sig á svo stórum viðburði. Verður á leikunum í tólf daga Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttaviðburður heims og munu þeir laða að þúsundir áhorfenda víðs vegar að úr heiminum. Íris mun vera í París í tólf daga af þeim sextán sem leikarnir standa yfir en setning leikanna fer fram föstudaginn 26. júlí og lokahátíðin sunnudaginn 11. ágúst. Það kemur fram á vef ÍSÍ að það hafi verið gamall draumur hjá Írisi að fara á Ólympíuleikana en hún æfði lengi frjálsíþróttir og fylgist í dag vel með öllum íþróttum. Hún er í skýjunum yfir að hafa verið valin og fá að upplifa Ólympíuleikana af eigin raun. Talar góða frönsku Íris talar góða frönsku og verður hennar hlutverk meðal annars að túlka og þýða fyrir íslenska hópinn, aðstoða starfsfólk ÍSÍ og aðra í kringum íslenska liðið og reyna að gera upplifun íþróttafólksins sem allra besta. Hennar starfsstöð verður í Ólympíuþorpinu. Í lok mars fór Íris á ráðstefnu í París fyrir sjálfboðaliða sem var einskonar prufukeyrslu fyrir leikana. Þar hafi hennar undirbúningur hafist en á ráðstefnunni var verið að prófa ýmsa verkferla sem notast á við á leikunum, sýna sjálfboðaliðunum medalíurnar og Ólympíukyndilinn og kynna fatnaðinn sem sjálfboðaliðarnir munu klæðast, svo fátt eitt sé nefnt. Á vef sinum óskar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Írisi góðs gengis og skemmtunar á Ólympíuleikunum sem fram undan eru. Það er hægt að taka undir það. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá því að Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, sé á leið á Ólympíuleikana í París. Hlutverk Írisar verður þó öðruvísi en annarra í íslenska hópnum því Íris sótti um að vera sjálfboðaliði og var valin úr stórum hópi umsækjenda til að hjálpa til við leikana. Um 45 þúsund sjálfboðaliða þarf til að vinna við ýmis störf á Ólympíuleikunum en margar hendur þarf til þess að tryggja að allt gangi sem eðlilegast fyrir sig á svo stórum viðburði. Verður á leikunum í tólf daga Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttaviðburður heims og munu þeir laða að þúsundir áhorfenda víðs vegar að úr heiminum. Íris mun vera í París í tólf daga af þeim sextán sem leikarnir standa yfir en setning leikanna fer fram föstudaginn 26. júlí og lokahátíðin sunnudaginn 11. ágúst. Það kemur fram á vef ÍSÍ að það hafi verið gamall draumur hjá Írisi að fara á Ólympíuleikana en hún æfði lengi frjálsíþróttir og fylgist í dag vel með öllum íþróttum. Hún er í skýjunum yfir að hafa verið valin og fá að upplifa Ólympíuleikana af eigin raun. Talar góða frönsku Íris talar góða frönsku og verður hennar hlutverk meðal annars að túlka og þýða fyrir íslenska hópinn, aðstoða starfsfólk ÍSÍ og aðra í kringum íslenska liðið og reyna að gera upplifun íþróttafólksins sem allra besta. Hennar starfsstöð verður í Ólympíuþorpinu. Í lok mars fór Íris á ráðstefnu í París fyrir sjálfboðaliða sem var einskonar prufukeyrslu fyrir leikana. Þar hafi hennar undirbúningur hafist en á ráðstefnunni var verið að prófa ýmsa verkferla sem notast á við á leikunum, sýna sjálfboðaliðunum medalíurnar og Ólympíukyndilinn og kynna fatnaðinn sem sjálfboðaliðarnir munu klæðast, svo fátt eitt sé nefnt. Á vef sinum óskar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Írisi góðs gengis og skemmtunar á Ólympíuleikunum sem fram undan eru. Það er hægt að taka undir það. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira