Íris fer á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 06:30 Íris Þórsdóttir með börnum sínum og Ólympíukyndlinum. ÍSÍ Aðeins fjórir íslenskir keppendur eru komnir með þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París en 34 ára íslenskur tannlæknir fær einnig að vera með í stemmningunni í Frakklandi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá því að Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, sé á leið á Ólympíuleikana í París. Hlutverk Írisar verður þó öðruvísi en annarra í íslenska hópnum því Íris sótti um að vera sjálfboðaliði og var valin úr stórum hópi umsækjenda til að hjálpa til við leikana. Um 45 þúsund sjálfboðaliða þarf til að vinna við ýmis störf á Ólympíuleikunum en margar hendur þarf til þess að tryggja að allt gangi sem eðlilegast fyrir sig á svo stórum viðburði. Verður á leikunum í tólf daga Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttaviðburður heims og munu þeir laða að þúsundir áhorfenda víðs vegar að úr heiminum. Íris mun vera í París í tólf daga af þeim sextán sem leikarnir standa yfir en setning leikanna fer fram föstudaginn 26. júlí og lokahátíðin sunnudaginn 11. ágúst. Það kemur fram á vef ÍSÍ að það hafi verið gamall draumur hjá Írisi að fara á Ólympíuleikana en hún æfði lengi frjálsíþróttir og fylgist í dag vel með öllum íþróttum. Hún er í skýjunum yfir að hafa verið valin og fá að upplifa Ólympíuleikana af eigin raun. Talar góða frönsku Íris talar góða frönsku og verður hennar hlutverk meðal annars að túlka og þýða fyrir íslenska hópinn, aðstoða starfsfólk ÍSÍ og aðra í kringum íslenska liðið og reyna að gera upplifun íþróttafólksins sem allra besta. Hennar starfsstöð verður í Ólympíuþorpinu. Í lok mars fór Íris á ráðstefnu í París fyrir sjálfboðaliða sem var einskonar prufukeyrslu fyrir leikana. Þar hafi hennar undirbúningur hafist en á ráðstefnunni var verið að prófa ýmsa verkferla sem notast á við á leikunum, sýna sjálfboðaliðunum medalíurnar og Ólympíukyndilinn og kynna fatnaðinn sem sjálfboðaliðarnir munu klæðast, svo fátt eitt sé nefnt. Á vef sinum óskar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Írisi góðs gengis og skemmtunar á Ólympíuleikunum sem fram undan eru. Það er hægt að taka undir það. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá því að Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, sé á leið á Ólympíuleikana í París. Hlutverk Írisar verður þó öðruvísi en annarra í íslenska hópnum því Íris sótti um að vera sjálfboðaliði og var valin úr stórum hópi umsækjenda til að hjálpa til við leikana. Um 45 þúsund sjálfboðaliða þarf til að vinna við ýmis störf á Ólympíuleikunum en margar hendur þarf til þess að tryggja að allt gangi sem eðlilegast fyrir sig á svo stórum viðburði. Verður á leikunum í tólf daga Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttaviðburður heims og munu þeir laða að þúsundir áhorfenda víðs vegar að úr heiminum. Íris mun vera í París í tólf daga af þeim sextán sem leikarnir standa yfir en setning leikanna fer fram föstudaginn 26. júlí og lokahátíðin sunnudaginn 11. ágúst. Það kemur fram á vef ÍSÍ að það hafi verið gamall draumur hjá Írisi að fara á Ólympíuleikana en hún æfði lengi frjálsíþróttir og fylgist í dag vel með öllum íþróttum. Hún er í skýjunum yfir að hafa verið valin og fá að upplifa Ólympíuleikana af eigin raun. Talar góða frönsku Íris talar góða frönsku og verður hennar hlutverk meðal annars að túlka og þýða fyrir íslenska hópinn, aðstoða starfsfólk ÍSÍ og aðra í kringum íslenska liðið og reyna að gera upplifun íþróttafólksins sem allra besta. Hennar starfsstöð verður í Ólympíuþorpinu. Í lok mars fór Íris á ráðstefnu í París fyrir sjálfboðaliða sem var einskonar prufukeyrslu fyrir leikana. Þar hafi hennar undirbúningur hafist en á ráðstefnunni var verið að prófa ýmsa verkferla sem notast á við á leikunum, sýna sjálfboðaliðunum medalíurnar og Ólympíukyndilinn og kynna fatnaðinn sem sjálfboðaliðarnir munu klæðast, svo fátt eitt sé nefnt. Á vef sinum óskar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Írisi góðs gengis og skemmtunar á Ólympíuleikunum sem fram undan eru. Það er hægt að taka undir það. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira