Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2024 13:17 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar er einnig í hópnum, annar frá hægri á mynd. Aðsend Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands blés til þingkosninga með skömmum fyrirvara á dögunum. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun og verður svo lokað klukkan tíu í kvöld. Fastlega er búist við sigri Verkamannaflokksins með Keir Starmer í broddi fylkingar og jafnvel búist við stórsigri. Bjartsýnustu spár benda jafnvel til þess að flokkurinn gæti náð stærsta meirihluta á breska þinginu frá árinu 1832. Síðasta skoðannakönnun sem gerð var fyrir kjördag bendir til þess að sextán núverandi ráðherrar Íhaldsflokksins muni detta út af þingi. Þá er sjálfur forsætisráðherrann í hættu á því að komast ekki á þing. Nýr flokkur, hægriflokkurinn Reform, eða Umbótaflokkurinn er einnig að mælast vel á landsvísu. Mikil eftirvænting í loftinu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er stödd í London ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna. „Það er fyrst og fremst mikil eftirvænting í loftinu og fólk að vonast eftir breytingum. Við erum auðvitað að horfa upp á óvinsæla ríkisstjórn og mikil valdþreyta eftir fjórtán ár af forystu Íhaldsflokksins. En það er líka áþreifanlegt að fólk sér að það hafa orðið miklar breytingar á Verkamannaflokknum undir forystu Keirs Starmers,“ segir Kristrún. Fulltrúar Ungra jafnaðarmanna hafa einnig gert sér ferð til Bretlands og aðstoða þar yngri deild systurflokks síns, eins og Ryan Bogle hjá Ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins greinir frá á X. Excellent to welcome @aufnorge from Norway and @ungjofn from Iceland to London this evening. 🇳🇴 🤝 🇮🇸 🤝 🇬🇧The world is looking to the UK tomorrow. With your help, we can deliver change! Get out, vote Labour, and help us make history. 🌹 pic.twitter.com/J4Uo5ZWwDP— Ryan Bogle (@RyanJBogle) July 3, 2024 Kristrún hefur ekki rekist á Starmer sjálfan, ekki enn þá að minnsta kosti, en hefur hitt aðra frambjóðendur á lykilsvæðum og rætt við fólk sem vinnur við stefnumótun Verkamannaflokksins. „Og við erum að fara í kvöld í kosningaveislu og vonandi vera þar sem Starmer verður í kvöld. En það er auðvitað mikið að gera hjá forystumanninum. Við erum líka búin að vera að hitta fólkið í landinu hérna, banka á dyr, hjálpa til við að sækja atkvæði heim og eiga samtalið við fólkið sem býr hérna. Og ekki bara í London heldur fólk líka í bæjum hérna á svæðinu.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Samfylkingin Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53 Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15 Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands blés til þingkosninga með skömmum fyrirvara á dögunum. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun og verður svo lokað klukkan tíu í kvöld. Fastlega er búist við sigri Verkamannaflokksins með Keir Starmer í broddi fylkingar og jafnvel búist við stórsigri. Bjartsýnustu spár benda jafnvel til þess að flokkurinn gæti náð stærsta meirihluta á breska þinginu frá árinu 1832. Síðasta skoðannakönnun sem gerð var fyrir kjördag bendir til þess að sextán núverandi ráðherrar Íhaldsflokksins muni detta út af þingi. Þá er sjálfur forsætisráðherrann í hættu á því að komast ekki á þing. Nýr flokkur, hægriflokkurinn Reform, eða Umbótaflokkurinn er einnig að mælast vel á landsvísu. Mikil eftirvænting í loftinu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er stödd í London ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna. „Það er fyrst og fremst mikil eftirvænting í loftinu og fólk að vonast eftir breytingum. Við erum auðvitað að horfa upp á óvinsæla ríkisstjórn og mikil valdþreyta eftir fjórtán ár af forystu Íhaldsflokksins. En það er líka áþreifanlegt að fólk sér að það hafa orðið miklar breytingar á Verkamannaflokknum undir forystu Keirs Starmers,“ segir Kristrún. Fulltrúar Ungra jafnaðarmanna hafa einnig gert sér ferð til Bretlands og aðstoða þar yngri deild systurflokks síns, eins og Ryan Bogle hjá Ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins greinir frá á X. Excellent to welcome @aufnorge from Norway and @ungjofn from Iceland to London this evening. 🇳🇴 🤝 🇮🇸 🤝 🇬🇧The world is looking to the UK tomorrow. With your help, we can deliver change! Get out, vote Labour, and help us make history. 🌹 pic.twitter.com/J4Uo5ZWwDP— Ryan Bogle (@RyanJBogle) July 3, 2024 Kristrún hefur ekki rekist á Starmer sjálfan, ekki enn þá að minnsta kosti, en hefur hitt aðra frambjóðendur á lykilsvæðum og rætt við fólk sem vinnur við stefnumótun Verkamannaflokksins. „Og við erum að fara í kvöld í kosningaveislu og vonandi vera þar sem Starmer verður í kvöld. En það er auðvitað mikið að gera hjá forystumanninum. Við erum líka búin að vera að hitta fólkið í landinu hérna, banka á dyr, hjálpa til við að sækja atkvæði heim og eiga samtalið við fólkið sem býr hérna. Og ekki bara í London heldur fólk líka í bæjum hérna á svæðinu.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Samfylkingin Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53 Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15 Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53
Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15
Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08