Walker var sá níundi í nýliðavalinu 2009 eftir að hafa orðið háskólameistari með UConn og gekk til liðs við Charlotte Bobcats, sem heita nú Hornets. Þar lék hann við góðan orðstír í átta ár og var þrívegis valinn í stjörnulið NBA deildarinnar
"I'm not 6-3, 6-4, but I got a big heart."
— Nick Carboni (@NickCarboniWCNC) July 3, 2024
That was Kemba Walker on draft night in 2011.
He poured that heart out in Charlotte for 8 seasons. Congrats on a great career #15. #hornets #nba #KembaWalker pic.twitter.com/TRgcU9wZBW
Honum var svo skipt til Boston Celtics árið 2019, þar hélt hann áfram að vera stjörnuleikmaður næstu tvö árin áður en hann fór til New York Knicks.
Leiðin lá niður á við eftir það, hann spilaði aðeins eitt tímabil með Knicks, síðan eitt tímabil hjá Dallas Mavericks og var að lokum lítið notaður á nýafstöðnu tímabili hjá frönsku meisturunum AS Monaco.
Strax og Walker tilkynnti ferilslokin var hann fenginn í þjálfarateymi Charlotte Hornets. Þar verður hann hluti af þjálfarateymi nýja aðalþjálfarans Charles Lee, sem hefur tvisvar orðið meistari sem aðstoðarþjálfari en verður í fyrsta sinn aðalþjálfari á næsta tímabili.