Sextíu þúsund manns vilja ekki missa De Ligt til Man United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 11:30 Fjöldi stuðningsmanna Bayern München vill ekki missa Matthijs de Ligt frá liðinu. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Tæplega sextíu þúsund stuðningsmenn þýska stórveldisins hafa sett nöfn sín á undirskriftalista til að reyna að koma í veg fyrir að félagið selji varnarmanninn Matthijs de Ligt til Manchester United. De Ligt hefur verið sterklega orðaður við United í sumarglugganum og er Hollendingurinn sagður vilja komast frá þýska félaginu Bayern München. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að United hafi hafið viðræður við De Ligt um möguleg vistaskipti hans til félagsins. De Ligt hefur verið í herbúðum Bayern Münchern frá árinu 2022, en hefur ekki átt sjö dagana sæla og er nú orðaður frá félaginu þrátt fyrir að spila þrjátíu leiki í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. De Ligt vann sig þó betur og betur inn í byrjunarlið Bayern á síðasta tímabili, en yfirmenn hjá félaginu sögðu frá því að hann mætti yfirgefa herbúðir Bayern ef rétt tilboð myndi berast. Bayern hefur nú þegar fengið japanska miðvörðinn Hiroki Ito til liðs við sig í sumar og félagið er einnig langt komið með að næla í þýska miðvörðinn Jonathan Tah frá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen. Því gæti verið lítið pláss fyrir Matthijs de Ligt í liðinu. 🚨🔴 Hiroki Itō to Bayern, here we go! Agreement in place with the player on five year contract, next step medical tests.Bayern trigger €30m release clause from Stuttgart for 25 year old Japanese defender.Bayern also remain in talks for Jonathan Tah. pic.twitter.com/yFps2k2GEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Stuðningsmenn Bayern eru hins vegar margir hverjir ekki hrifnir af því að missa De Ligt úr herbúðum liðsins. Sky Sports í Þýskalandi greinir nú frá því að rétt tæplega sextíu þúsund manns hafi ritað nafn sitt á undirskriftalista sem kallar eftir því að Hollendingurinn fari ekki fet. Á undiskriftalistanum segir að Matthijs de Ligt, sem enn er aðeins 24 ára gamall, sé „heimsklassa varnarmaður, líklega sá besti í liðinu“ og að hann „eigi langan og farsælan feril frammi fyrir sér“. Þá er de Ligt einnig hrósað fyrir „aðdáunarverðan þroska og hugarfar“. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
De Ligt hefur verið sterklega orðaður við United í sumarglugganum og er Hollendingurinn sagður vilja komast frá þýska félaginu Bayern München. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að United hafi hafið viðræður við De Ligt um möguleg vistaskipti hans til félagsins. De Ligt hefur verið í herbúðum Bayern Münchern frá árinu 2022, en hefur ekki átt sjö dagana sæla og er nú orðaður frá félaginu þrátt fyrir að spila þrjátíu leiki í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. De Ligt vann sig þó betur og betur inn í byrjunarlið Bayern á síðasta tímabili, en yfirmenn hjá félaginu sögðu frá því að hann mætti yfirgefa herbúðir Bayern ef rétt tilboð myndi berast. Bayern hefur nú þegar fengið japanska miðvörðinn Hiroki Ito til liðs við sig í sumar og félagið er einnig langt komið með að næla í þýska miðvörðinn Jonathan Tah frá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen. Því gæti verið lítið pláss fyrir Matthijs de Ligt í liðinu. 🚨🔴 Hiroki Itō to Bayern, here we go! Agreement in place with the player on five year contract, next step medical tests.Bayern trigger €30m release clause from Stuttgart for 25 year old Japanese defender.Bayern also remain in talks for Jonathan Tah. pic.twitter.com/yFps2k2GEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Stuðningsmenn Bayern eru hins vegar margir hverjir ekki hrifnir af því að missa De Ligt úr herbúðum liðsins. Sky Sports í Þýskalandi greinir nú frá því að rétt tæplega sextíu þúsund manns hafi ritað nafn sitt á undirskriftalista sem kallar eftir því að Hollendingurinn fari ekki fet. Á undiskriftalistanum segir að Matthijs de Ligt, sem enn er aðeins 24 ára gamall, sé „heimsklassa varnarmaður, líklega sá besti í liðinu“ og að hann „eigi langan og farsælan feril frammi fyrir sér“. Þá er de Ligt einnig hrósað fyrir „aðdáunarverðan þroska og hugarfar“.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira