Afstaða Sjálfstæðismanna á skjön við lýðheilsustefnu stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 11:27 Ljóst er að stjórnarflokkarnir eru langt í frá sammála um fyrirkomulag áfengissölu. „Standa þarf vörð um íslenska forvarnarmódelið og gagnreynda áfengisstefnu sem m.a. felst í takmörkun á aðgengi með því að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins,“ segir í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára. Skýrslan endurspeglar afstöðu ráðherrans og Framsóknarmannsins Willum Þórs Þórissonar og þann ágreining sem er uppi um fyrirkomulag áfengissölu á Ísland innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Sjálfstæðismenn hafa löngum barist fyrir því að einkaréttur ríkisins verði afnuminn. „Íslenskt forvarnarstarf er í fremstu röð og hefur árangur í áfengis-, tóbaks- og vímuforvörnum ungmenna hér á landi vakið athygli út fyrir landsteinana. Íslenska forvarnarmódelið hefur verið viðurkennt fyrir árangur sinn í að draga úr áfengis- og vímuefnanotkun meðal ungs fólks,“ segir meðal annars í skýrslunni. Rannsóknir hafi sýnt fram á að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. „Þennan árangur má ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag.“ Starfshópur og þingmannanefnd um áfengis- og vímuvarnir Í skýrslunni segir að í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sé lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna og ráðherra hafi þegar skipað starfshóp sem sé ætlað að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá hafi verið skipuð þingmannanefnd sem muni funda með hópnum. Willum hefur sjálfur sagt að með netsölu áfengis sé grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum ógnað en yfirvöld virðast hins vegar haft afar lítinn áhuga á að stöðva slíka sölu. Hún er nú þegar stunduð af einyrkjum en Hagkaup er meðal stórfyrirtækja sem hyggja á netsölu á næstu misserum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram frumvörp til að binda enda á einkarétt ríkisins á áfengissölu en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af heilbrigðiskerfinu í heild sinni, meðal annars fagfélögum heilbrigðisstarfsmanna, og aldrei náð í gegn. Netsalan hefur hins vegar reynst leið framhjá boðum og bönnum og fengið að þrífast svo til óáreitt þar til Sigurður Ingi Jóhannsson, sem varð fjármála- og efnahagsráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna málsins í júní síðastliðnum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, brást við með því að ítreka að ráðherrar ættu ekki að skipta sér af ákvörðunum lögreglu. Áður hafði hún boðað að frumvarp um að netsala með áfengi yrði heimiluð yrði lagt fram í upphafi þessa árs. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Skýrslan endurspeglar afstöðu ráðherrans og Framsóknarmannsins Willum Þórs Þórissonar og þann ágreining sem er uppi um fyrirkomulag áfengissölu á Ísland innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Sjálfstæðismenn hafa löngum barist fyrir því að einkaréttur ríkisins verði afnuminn. „Íslenskt forvarnarstarf er í fremstu röð og hefur árangur í áfengis-, tóbaks- og vímuforvörnum ungmenna hér á landi vakið athygli út fyrir landsteinana. Íslenska forvarnarmódelið hefur verið viðurkennt fyrir árangur sinn í að draga úr áfengis- og vímuefnanotkun meðal ungs fólks,“ segir meðal annars í skýrslunni. Rannsóknir hafi sýnt fram á að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. „Þennan árangur má ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag.“ Starfshópur og þingmannanefnd um áfengis- og vímuvarnir Í skýrslunni segir að í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sé lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna og ráðherra hafi þegar skipað starfshóp sem sé ætlað að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá hafi verið skipuð þingmannanefnd sem muni funda með hópnum. Willum hefur sjálfur sagt að með netsölu áfengis sé grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum ógnað en yfirvöld virðast hins vegar haft afar lítinn áhuga á að stöðva slíka sölu. Hún er nú þegar stunduð af einyrkjum en Hagkaup er meðal stórfyrirtækja sem hyggja á netsölu á næstu misserum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram frumvörp til að binda enda á einkarétt ríkisins á áfengissölu en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af heilbrigðiskerfinu í heild sinni, meðal annars fagfélögum heilbrigðisstarfsmanna, og aldrei náð í gegn. Netsalan hefur hins vegar reynst leið framhjá boðum og bönnum og fengið að þrífast svo til óáreitt þar til Sigurður Ingi Jóhannsson, sem varð fjármála- og efnahagsráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna málsins í júní síðastliðnum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, brást við með því að ítreka að ráðherrar ættu ekki að skipta sér af ákvörðunum lögreglu. Áður hafði hún boðað að frumvarp um að netsala með áfengi yrði heimiluð yrði lagt fram í upphafi þessa árs.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira