Sandra mætir sjóðheit: „Treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 13:33 Sandra María Jessen var mætt á landsliðsæfingu í morgun, á Laugardalsvelli, þar sem Ísland mætir stórliði Þýskalands á föstudag. Stöð 2/Bjarni Sandra María Jessen mætir stútfull sjálfstrausts í komandi landsleiki við Þýskaland og Pólland í undankeppni EM í fótbolta. Þetta eru síðustu leikirnir í undankeppninni og Ísland getur á föstudag tryggt sér sæti á EM í Sviss næsta sumar. Ísland tekur á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og mögulega verður EM-sæti fagnað um kvöldið. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Sandra María skoraði þrennu í Laugardalnum á sunnudaginn, í sigri Þórs/KA á Þrótti, og hefur farið algjörlega á kostum í Bestu deildinni í sumar, með 15 mörk í 12 leikjum. Hún segist þó enga kröfu gera um að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stilli henni upp framarlega gegn Þýskalandi á föstudaginn: „Ég kem klárlega fersk og það er mjög gott að vera búin að spila mikið af leikjum. Auðvitað fylgir því ákveðið álag en það er gott að spila og maður vill það. Vonandi getur maður nýtt það sem er að ganga vel í deildinni og tekið það með sér inn í verkefnið með landsliðinu. Ég treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir [um hvort að hún spili frammi]. Það hvort maður spilar eða ekki er allt undir honum komið. Maður treystir þeim ákvörðunum sem hann tekur, og þá einnig hvort maður spilar sem bakvörður eða á kanti. Þetta er allt sama íþróttin og maður tekur því sem kemur,“ segir Sandra María sem var á æfingu landsliðsins í morgun. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María ætlar að koma Íslandi á EM Ísland er sem fyrr segir einum sigri frá því að tryggja sér sæti á EM: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að nýta þennan glugga til að tryggja okkur inn á EM. Við förum inn í leikinn á föstudaginn fullar af sjálfstrausti og vonandi náum við að klára dæmið þar. Liðið er í góðu standi, leikmenn líta vel út og það er alltaf stemning þegar hópurinn kemur saman. Við höfum fulla trú á þessu,“ segir Sandra María. Hún kom inn á sem varamaður þegar Ísland spilaði útileikinn við Þýskaland, í apríl, en þar unnu Þjóðverjar 3-1 sigur eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins: „Við erum búnar að spila svolítið oft við þær núna undanfarið svo við vitum hverjum við erum að mæta. Við þekkjum vel styrkleikana og veikleikana, hvar við ætlum að sækja og nýta þeirra veikleika, og ég er klárlega bjartsýn. Þær þýsku vita að leikirnir við okkar eru alltaf hörkuleikir, við munum bjóða þeim alvöru baráttu og stefnum bara á sigur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 16:15 á föstudaginn, á Laugardalsvelli. Miðasala er á tix.is. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hommafóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira
Ísland tekur á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og mögulega verður EM-sæti fagnað um kvöldið. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Sandra María skoraði þrennu í Laugardalnum á sunnudaginn, í sigri Þórs/KA á Þrótti, og hefur farið algjörlega á kostum í Bestu deildinni í sumar, með 15 mörk í 12 leikjum. Hún segist þó enga kröfu gera um að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stilli henni upp framarlega gegn Þýskalandi á föstudaginn: „Ég kem klárlega fersk og það er mjög gott að vera búin að spila mikið af leikjum. Auðvitað fylgir því ákveðið álag en það er gott að spila og maður vill það. Vonandi getur maður nýtt það sem er að ganga vel í deildinni og tekið það með sér inn í verkefnið með landsliðinu. Ég treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir [um hvort að hún spili frammi]. Það hvort maður spilar eða ekki er allt undir honum komið. Maður treystir þeim ákvörðunum sem hann tekur, og þá einnig hvort maður spilar sem bakvörður eða á kanti. Þetta er allt sama íþróttin og maður tekur því sem kemur,“ segir Sandra María sem var á æfingu landsliðsins í morgun. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María ætlar að koma Íslandi á EM Ísland er sem fyrr segir einum sigri frá því að tryggja sér sæti á EM: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að nýta þennan glugga til að tryggja okkur inn á EM. Við förum inn í leikinn á föstudaginn fullar af sjálfstrausti og vonandi náum við að klára dæmið þar. Liðið er í góðu standi, leikmenn líta vel út og það er alltaf stemning þegar hópurinn kemur saman. Við höfum fulla trú á þessu,“ segir Sandra María. Hún kom inn á sem varamaður þegar Ísland spilaði útileikinn við Þýskaland, í apríl, en þar unnu Þjóðverjar 3-1 sigur eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins: „Við erum búnar að spila svolítið oft við þær núna undanfarið svo við vitum hverjum við erum að mæta. Við þekkjum vel styrkleikana og veikleikana, hvar við ætlum að sækja og nýta þeirra veikleika, og ég er klárlega bjartsýn. Þær þýsku vita að leikirnir við okkar eru alltaf hörkuleikir, við munum bjóða þeim alvöru baráttu og stefnum bara á sigur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 16:15 á föstudaginn, á Laugardalsvelli. Miðasala er á tix.is.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hommafóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira