Þegar rökin skortir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júlí 2024 08:00 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Seint yrði samþykkt af ríkjum Evrópusambandsins að eitthvað allt annað gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjölda þess dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan sambandsins. Tilefni þessara skrifa er grein Einars Helgasonar á Vísir.is í gær þar sem hann kýs raunar fremur að veitast að mér persónulega en að svara mér efnislega. Vænir hann mig um það alls órökstutt að ég fái greitt fyrir það að skrifa greinar á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum, Morgunblaðinu! Einari til upplýsingar hef ég ekki fengið svo mikið sem krónu greidda fyrir þessi greinaskrif mín og hvað þá evrur eins og hann ýjar einnig að. Þá starfa ég ekki á blaðinu og hef ekki gert í á fimmta ár. Ýmislegt er reynt þegar rökin skortir. Hvað skrif mín annars varðar er ekkert af því sem ég hef skrifað um í greinum mínum eitthvað sem rætt yrði um við Evrópusambandið ef til þess kæmi að Ísland gengi þar inn. Líkt og til dæmis fyrirkomulag sambandsins þegar kemur að vægi ríkja innan þess. Raunar hafa Evrópusambandssinnar í seinni tíð haldið því fram að ekki þyrfti að semja um neitt. Regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika myndi þannig tryggja hagsmuni okkar í sjávarútvegsmálum og svonefndur heimskautalandbúnaður í landbúnaðarmálum. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Með öðrum orðum hefur málflutningur Evrópusambandssinna einfaldlega verið sá að við vitum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér. Sem er auðvitað rétt líkt og hinn mikli áhugamaður um inngöngu Íslands í sambandið, Uffe Ellemann-Jensen heitinn, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, sagði um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert.“ Hitt er svo annað mál að hvorki reglan um hlutfallslegan stöðugleika né heimskautalandbúnaðurinn myndu tryggja hagsmuni okkar innan Evrópusambandsins. Ekki sízt þar sem hvorugt breytti því að stjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarmála okkar færðist til stofnana þess. Reglunni um hlutfallslegan stöðugleika væri þess utan ekki einungis hægt að breyta eða jafnvel afnema án samþykkis Íslands þó landið væri innan sambandsins heldur er beinlínis stefnt að því enda hefur hún sætt mikilli og vaxandi gagnrýni innan þess. Heimskautalandbúnaðurinn felur í sér að ríkjum Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki sambandsins. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setur og ákveður hún öll skilyrði fyrir honum. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Marklaus gögn frá Evrópusambandinu? Ég hef annars skilning á því að erfitt sé fyrir Einar að svara skrifum mínum efnislega. Ekki sízt í ljósi þess að þau byggja einkum á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda um vægi ríkja innan sambandsins og reglu þess um hlutfallslegan stöðugleika. Ég hefði fyrirfram talið að Einar, sem talsmaður inngöngu í Evópusambandið, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka gögn frá Brussel vaknar vitanlega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hins vegar er rétt að nota tækifærið og hvetja Einar til þess að svara skrifum mínum efnislega og hrekja þau rök sem þar eru sett fram. Rök sem, líkt og áður segir, eru oftar en ekki reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Útskýra mætti í leiðinni hvernig það geti talizt meðmæli með inngöngu í sambandið að upplýsingar frá því séu óáreiðanlegar. Telji Einar á hinn bóginn frávik frá stefnum og regluverki Evrópusambandsins forsendu inngöngu í það hlýtur sú spurning eðlilega að vakna hvað við höfum þá að gera þangað inn? Við Íslendingar höfum annars alla burði til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum. Þar skiptir fámennið ekki máli. Hins vegar yrði raunin ljóslega önnur ef til þess kæmi að við myndum með lagalega bindandi hætti framselja valdið yfir flestum okkar málum, ekki einungis sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, í annarra hendur og samþykkja að vægi okkar, þegar teknar væru ákvarðanir í þeim efnum, færi eftirleiðis einkum eftir íbúafjölda landsins líkt og raunin yrði kæmi til inngöngu í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Seint yrði samþykkt af ríkjum Evrópusambandsins að eitthvað allt annað gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjölda þess dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan sambandsins. Tilefni þessara skrifa er grein Einars Helgasonar á Vísir.is í gær þar sem hann kýs raunar fremur að veitast að mér persónulega en að svara mér efnislega. Vænir hann mig um það alls órökstutt að ég fái greitt fyrir það að skrifa greinar á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum, Morgunblaðinu! Einari til upplýsingar hef ég ekki fengið svo mikið sem krónu greidda fyrir þessi greinaskrif mín og hvað þá evrur eins og hann ýjar einnig að. Þá starfa ég ekki á blaðinu og hef ekki gert í á fimmta ár. Ýmislegt er reynt þegar rökin skortir. Hvað skrif mín annars varðar er ekkert af því sem ég hef skrifað um í greinum mínum eitthvað sem rætt yrði um við Evrópusambandið ef til þess kæmi að Ísland gengi þar inn. Líkt og til dæmis fyrirkomulag sambandsins þegar kemur að vægi ríkja innan þess. Raunar hafa Evrópusambandssinnar í seinni tíð haldið því fram að ekki þyrfti að semja um neitt. Regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika myndi þannig tryggja hagsmuni okkar í sjávarútvegsmálum og svonefndur heimskautalandbúnaður í landbúnaðarmálum. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Með öðrum orðum hefur málflutningur Evrópusambandssinna einfaldlega verið sá að við vitum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér. Sem er auðvitað rétt líkt og hinn mikli áhugamaður um inngöngu Íslands í sambandið, Uffe Ellemann-Jensen heitinn, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, sagði um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert.“ Hitt er svo annað mál að hvorki reglan um hlutfallslegan stöðugleika né heimskautalandbúnaðurinn myndu tryggja hagsmuni okkar innan Evrópusambandsins. Ekki sízt þar sem hvorugt breytti því að stjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarmála okkar færðist til stofnana þess. Reglunni um hlutfallslegan stöðugleika væri þess utan ekki einungis hægt að breyta eða jafnvel afnema án samþykkis Íslands þó landið væri innan sambandsins heldur er beinlínis stefnt að því enda hefur hún sætt mikilli og vaxandi gagnrýni innan þess. Heimskautalandbúnaðurinn felur í sér að ríkjum Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki sambandsins. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setur og ákveður hún öll skilyrði fyrir honum. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Marklaus gögn frá Evrópusambandinu? Ég hef annars skilning á því að erfitt sé fyrir Einar að svara skrifum mínum efnislega. Ekki sízt í ljósi þess að þau byggja einkum á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda um vægi ríkja innan sambandsins og reglu þess um hlutfallslegan stöðugleika. Ég hefði fyrirfram talið að Einar, sem talsmaður inngöngu í Evópusambandið, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka gögn frá Brussel vaknar vitanlega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hins vegar er rétt að nota tækifærið og hvetja Einar til þess að svara skrifum mínum efnislega og hrekja þau rök sem þar eru sett fram. Rök sem, líkt og áður segir, eru oftar en ekki reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Útskýra mætti í leiðinni hvernig það geti talizt meðmæli með inngöngu í sambandið að upplýsingar frá því séu óáreiðanlegar. Telji Einar á hinn bóginn frávik frá stefnum og regluverki Evrópusambandsins forsendu inngöngu í það hlýtur sú spurning eðlilega að vakna hvað við höfum þá að gera þangað inn? Við Íslendingar höfum annars alla burði til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum. Þar skiptir fámennið ekki máli. Hins vegar yrði raunin ljóslega önnur ef til þess kæmi að við myndum með lagalega bindandi hætti framselja valdið yfir flestum okkar málum, ekki einungis sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, í annarra hendur og samþykkja að vægi okkar, þegar teknar væru ákvarðanir í þeim efnum, færi eftirleiðis einkum eftir íbúafjölda landsins líkt og raunin yrði kæmi til inngöngu í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun