„Sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 09:37 Valur er Íslandsmeistari karla í körfubolta. Tekst Valsmönnum að vinna Bónus-deildina á næsta tímabili? vísir/anton Mikil ánægja ríkir hjá Körfuknattleikssambandi Íslands með nýja samninginn við Bónus. Efstu deildir karla og kvenna munu bera nafn Bónus næstu þrjú árin hið minnsta. „Þetta er samningur á svipuðum grunni og hefur verið við nafnarétthafa undanfarin ár. Það er mikið ánægjuefni að fá Bónus í lið með okkur. Að sama skapi þökkum við Subway fyrir gott og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Það er mikil eftirvænting eftir þessum nýja samningi,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í morgun. „Þeir koma líka inn í afreks- og landsliðsstarfið eins og þeir sem hafa verið með nafnaréttinn. Það er bara mikil eftirvænting hjá okkur fyrir þessu nýja samstarfi. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði og það er virkilega gaman að segja frá þessu og opinbera þetta; að við fáum að spila í Bónus-deildunum næstu árin.“ Eins og Hannes segir mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ og koma inn af enn meiri krafti þar en áður hefur verið gert. „Já, þeir koma meira inn almennt í landsliðs- og afreksstarfið en þeir sem hafa verið með nafnaréttinn hafa áður gert,“ sagði Hannes. Að hans sögn er samningur KKÍ við Bónus til þriggja ára en vonast er til að samstarfið verði enn lengra. „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þeirri vinnu sem hefur verið hjá okkur undanfarnar vikur. Svona samningar taka langan tíma og ýmsar pælingar sem eru í gangi. Ég held að það verði ýmislegt nýtt og skemmtilegt sem körfuboltafólk og landsmenn allir eiga eftir að sjá á næstu árum. Bónusdeildirnar verða stór og skemmtilegur þáttur í starfi KKÍ. Við erum mjög ánægð og sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp,“ sagði Hannes. En er þetta stærsti samningur sem KKÍ hefur gert? „Já, við getum alveg sagt það, að þetta sé stærsti samningur sem KKÍ hefur gert; þar sem hann er víðtækur og tekur á heildarstarfi sambandsins,“ svaraði framkvæmdastjórinn. Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
„Þetta er samningur á svipuðum grunni og hefur verið við nafnarétthafa undanfarin ár. Það er mikið ánægjuefni að fá Bónus í lið með okkur. Að sama skapi þökkum við Subway fyrir gott og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Það er mikil eftirvænting eftir þessum nýja samningi,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í morgun. „Þeir koma líka inn í afreks- og landsliðsstarfið eins og þeir sem hafa verið með nafnaréttinn. Það er bara mikil eftirvænting hjá okkur fyrir þessu nýja samstarfi. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði og það er virkilega gaman að segja frá þessu og opinbera þetta; að við fáum að spila í Bónus-deildunum næstu árin.“ Eins og Hannes segir mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ og koma inn af enn meiri krafti þar en áður hefur verið gert. „Já, þeir koma meira inn almennt í landsliðs- og afreksstarfið en þeir sem hafa verið með nafnaréttinn hafa áður gert,“ sagði Hannes. Að hans sögn er samningur KKÍ við Bónus til þriggja ára en vonast er til að samstarfið verði enn lengra. „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þeirri vinnu sem hefur verið hjá okkur undanfarnar vikur. Svona samningar taka langan tíma og ýmsar pælingar sem eru í gangi. Ég held að það verði ýmislegt nýtt og skemmtilegt sem körfuboltafólk og landsmenn allir eiga eftir að sjá á næstu árum. Bónusdeildirnar verða stór og skemmtilegur þáttur í starfi KKÍ. Við erum mjög ánægð og sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp,“ sagði Hannes. En er þetta stærsti samningur sem KKÍ hefur gert? „Já, við getum alveg sagt það, að þetta sé stærsti samningur sem KKÍ hefur gert; þar sem hann er víðtækur og tekur á heildarstarfi sambandsins,“ svaraði framkvæmdastjórinn.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira