„Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu í dag hafði ég rangt eftir. Þar er ég með stæla um að Samfylkingin segist hafa komið á 12 mánaða fæðingarorlofi þegar það hefði alls ekki gerst,“ skrifar Hildur.
Það reyndist ekki vera rétt hjá henni eins og hún fúslega viðurkennir í færslu sem hún birti á Facebook fyrr í dag. Samfylkingin hafi áformað að koma á tólf mánaða fæðingarorlofi í þrepum til ársins 2016 en þau áform hafi verið metin ófjármögnuð vegna stöðu ríkissjóðs af ríkisstjórninni sem tók við. Í staðinn hafi hámarksupphæð orlofins verið hækkuð.
„Það er oft sem manni hleypur kapp í kinn í pólitíkinni og nú gerðist ég sek um að ganga ekki nógu vel úr skugga um staðreyndir. Ég bið Samfylkinguna afsökunar á því og hef óskað eftir því að þetta sé leiðrétt á vef Morgunblaðsins,“ segir Hildur.