Williams-systur skutu föstum skotum að karlrembunni Butker Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2024 10:01 Systurnar báru sig vel á rauða dreglinum í gær. Serena til vinstri og Venus hægra megin. Kevin Mazur/Getty Images Systurnar Serena og Venus Williams sendu NFL-leikmanninum Harrison Butker væna pillu á ESPY-verðlaunahátíðinni vestanhafs í gærkvöld. Butker lét umdeild ummæli falla um hlutverk kvenna fyrir skemmstu. ESPY verðlaunahátíðin er haldin árlega vestanhafs hvar bandarískt íþróttafólk er heiðrað. Leikstjórnandinn Patrick Mahomes var valinn íþróttamaður ársins í karlaflokki og körfuboltakonan A'ja Wilson kvennamegin. Serena Williams var kynnir á hátíðinni og jafnframt fyrsta svarta konan til að sinna því hlutverki. Hún var ásamt systur sinni Venus Williams og leikkonunni Quintu Brunson á sviðinu þegar Harrison Butker, liðsfélagi Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs, barst í tal í tengslum við íþróttir kvenna. Serena and Venus Williams took a shot at #Chiefs K Harrison Butker during tonight's ESPY Awards:pic.twitter.com/7jhacDECV7— Ari Meirov (@MySportsUpdate) July 12, 2024 „Svo njótið kvennaíþrótta líkt og þið mynduð njóta allra aðra íþrótta, vegna þess að þær eru íþróttir“ sagði Venus Williams. „Nema þú Harrison Butker. Við viljum þig ekki,“ sagði Serena. „Ekki á neinn hátt, nokkurn tímann,“ botnaði Brunson. Þær uppskáru mikinn hlátur en Butker hefur verið milli tannana á fólki í sumar vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt við útskriftarathöfn í háskóla í Kansas-fylki í maí. Butker fór þar mikinn. Hann lét gamminn geysa um fóstureyðingar, Covid-faraldurinn og gerði lítið úr baráttu hinsegin fólks. Þá sagði Butker flestar konur dreyma um að vera húsmæður og þóttu skoðanirnar sem hann viðraði um hlutverk kynjanna vera heldur forneskjulegar. Aðspurður um ræðuna í kjölfarið stendur Butker heilshugar við orðræðu sína og fékk því að heyra það á verðlaunahátíð gærkvöldsins. Atvikið má sjá í spilaranum að ofan. Bandaríkin NFL Tennis Tengdar fréttir Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00 Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01 NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira
ESPY verðlaunahátíðin er haldin árlega vestanhafs hvar bandarískt íþróttafólk er heiðrað. Leikstjórnandinn Patrick Mahomes var valinn íþróttamaður ársins í karlaflokki og körfuboltakonan A'ja Wilson kvennamegin. Serena Williams var kynnir á hátíðinni og jafnframt fyrsta svarta konan til að sinna því hlutverki. Hún var ásamt systur sinni Venus Williams og leikkonunni Quintu Brunson á sviðinu þegar Harrison Butker, liðsfélagi Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs, barst í tal í tengslum við íþróttir kvenna. Serena and Venus Williams took a shot at #Chiefs K Harrison Butker during tonight's ESPY Awards:pic.twitter.com/7jhacDECV7— Ari Meirov (@MySportsUpdate) July 12, 2024 „Svo njótið kvennaíþrótta líkt og þið mynduð njóta allra aðra íþrótta, vegna þess að þær eru íþróttir“ sagði Venus Williams. „Nema þú Harrison Butker. Við viljum þig ekki,“ sagði Serena. „Ekki á neinn hátt, nokkurn tímann,“ botnaði Brunson. Þær uppskáru mikinn hlátur en Butker hefur verið milli tannana á fólki í sumar vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt við útskriftarathöfn í háskóla í Kansas-fylki í maí. Butker fór þar mikinn. Hann lét gamminn geysa um fóstureyðingar, Covid-faraldurinn og gerði lítið úr baráttu hinsegin fólks. Þá sagði Butker flestar konur dreyma um að vera húsmæður og þóttu skoðanirnar sem hann viðraði um hlutverk kynjanna vera heldur forneskjulegar. Aðspurður um ræðuna í kjölfarið stendur Butker heilshugar við orðræðu sína og fékk því að heyra það á verðlaunahátíð gærkvöldsins. Atvikið má sjá í spilaranum að ofan.
Bandaríkin NFL Tennis Tengdar fréttir Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00 Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01 NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira
Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00
Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01
NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01