Of lítið fjármagn til viðhalds hafi kostað mannslíf Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 09:03 Bifhjólafólk hefur áhyggjur af tíðum bikblæðingum á vegum landsins. Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa miklar áhyggjur af tíðum bikblæðingum sem hafa verið í klæðningu á vegum landsins undanfarin ár. Haldinn var kynningarfundur á vegum Vegagerðarinnar 10. júlí þar sem meðal annars kom fram að ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára sé vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta með auknu fjárframlagi. Í fréttatilkynningu Snigla segir að á kynningarfundinum 10. júlí hafi lagning tilraunamalbiks á Reykjanesbraut verið til umfjöllunar. Samkvæmt fulltrúum Vegagerðarinnar er tilraunakaflinn með þremur gerðum malbiks, sem er hefðbundið malbik, malbik með lífbindiefni úr pappírsvinnslu og malbik með lífbindiefni úr grænmetisolíum. „Hemlunarviðnám hefur verið betra á þessum köflum en áður og fylgst verður með þróun þess og myndun hjólafara á tilraunakaflanum,“ segir í tilkynningu. Vinnuferlum breytt eftir banaslys 2020 Einnig hafi breytingar í lagningu klæðningar á undanförnum misserum verið kynntar. Breyting hafi verið gerð á íblöndunarefnum og steinastærð minnkuð. „Tekið var fram að notkun hvítspíra hefur verið hætt fyrir nokkru en var það einmitt vegna blæðinga sem það var gert.“ Þá kom fram að eftirlit með framkvæmdum hafi verið bætt, m.a. með gátlistum með það markmið að framkvæmdir uppfylli kröfur um öryggi og gæði. „Voru þessum vinnuferlum breytt í kjölfarið af slysinu sem að átti sér stað upp á Kjalarnesi þann 28.06.2020 sem varð 2 bifhjólamönnum að bana.“ Viðhaldsskuld í vegakerfinu 130 milljarðar Að sögn talsmanna Vegagerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. Bifhjólafólk benti á að víða væru merkingar við framkvæmdir í ólagi, sem geti reynst þeim lífshættulegt. Þess var m.a. krafist að sú vinnuregla yrði tekin upp að nota blikkljós þar sem fram færi vegklæðning, og að settar yrðu skýrar merkingar áður en komið væri inn á tilraunasvæði. Vegagerðin mun svara því erindi á næstunni. „Bifreiðagjöld voru lögð á árið 1988 og áttu þau að vera í skamman tíma og fara í viðhald og endurbyggingu á vegum landsins. Okkur þætti áhugavert að fá að vita hversu há þessi tala er á hverju ári og hversu mikið fer í vegakerfið okkar frá ríkisstjórn okkar,“ segir í tilkynningunni. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta , „því slæmir vegir hafa meiri áhrif á akstur bifhjóla en annarra ökutækja.“ Óskað er eftir því að Alþingismenn bregðist við með auknu fjárframlagi. „Mannslíf eru ómetanleg og ekki er hægt að taka til baka það sem að búið er og gert.“ Samgöngur Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Í fréttatilkynningu Snigla segir að á kynningarfundinum 10. júlí hafi lagning tilraunamalbiks á Reykjanesbraut verið til umfjöllunar. Samkvæmt fulltrúum Vegagerðarinnar er tilraunakaflinn með þremur gerðum malbiks, sem er hefðbundið malbik, malbik með lífbindiefni úr pappírsvinnslu og malbik með lífbindiefni úr grænmetisolíum. „Hemlunarviðnám hefur verið betra á þessum köflum en áður og fylgst verður með þróun þess og myndun hjólafara á tilraunakaflanum,“ segir í tilkynningu. Vinnuferlum breytt eftir banaslys 2020 Einnig hafi breytingar í lagningu klæðningar á undanförnum misserum verið kynntar. Breyting hafi verið gerð á íblöndunarefnum og steinastærð minnkuð. „Tekið var fram að notkun hvítspíra hefur verið hætt fyrir nokkru en var það einmitt vegna blæðinga sem það var gert.“ Þá kom fram að eftirlit með framkvæmdum hafi verið bætt, m.a. með gátlistum með það markmið að framkvæmdir uppfylli kröfur um öryggi og gæði. „Voru þessum vinnuferlum breytt í kjölfarið af slysinu sem að átti sér stað upp á Kjalarnesi þann 28.06.2020 sem varð 2 bifhjólamönnum að bana.“ Viðhaldsskuld í vegakerfinu 130 milljarðar Að sögn talsmanna Vegagerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. Bifhjólafólk benti á að víða væru merkingar við framkvæmdir í ólagi, sem geti reynst þeim lífshættulegt. Þess var m.a. krafist að sú vinnuregla yrði tekin upp að nota blikkljós þar sem fram færi vegklæðning, og að settar yrðu skýrar merkingar áður en komið væri inn á tilraunasvæði. Vegagerðin mun svara því erindi á næstunni. „Bifreiðagjöld voru lögð á árið 1988 og áttu þau að vera í skamman tíma og fara í viðhald og endurbyggingu á vegum landsins. Okkur þætti áhugavert að fá að vita hversu há þessi tala er á hverju ári og hversu mikið fer í vegakerfið okkar frá ríkisstjórn okkar,“ segir í tilkynningunni. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta , „því slæmir vegir hafa meiri áhrif á akstur bifhjóla en annarra ökutækja.“ Óskað er eftir því að Alþingismenn bregðist við með auknu fjárframlagi. „Mannslíf eru ómetanleg og ekki er hægt að taka til baka það sem að búið er og gert.“
Samgöngur Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira