„Ég hafði í raun engar áhyggjur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2024 22:27 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, hafði engar áhyggjar þó hans menn væru undir í einvíginu þegar flautað var til hálfleiks. vísir / PAWEL „Auðvitað [líður mér] mjög vel, frábærlega. Við eigum líka leik aftur á sunnudaginn þannig að ég var feginn að þetta fór ekki í framlengingu,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sætan sigur gegn Tikvesh í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 3-2 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Liðið lenti undir í kvöld og útlitið var svart en það tókst að snúa taflinu og 3-1 varð niðurstaða leiks, 5-4 samanlagður sigur Breiðabliks í einvíginu. „Ótrúlega glaður með frammistöðuna, auðvitað grófum við okkur holu með því að fá mark á okkur eftir örfáar mínútur en alvöru karakter. Vorum þolinmóðir, komum mörkunum inn, einu í einu, og kláruðum þetta gegn liði sem ætlaði að grinda þetta út og tefja en það bara fór þeim ekki vel. Þeir eru ágætis fótboltalið þegar þeir koma ofar og spila en mér fannst þeir ekki góðir í blokkinni og ég hafði í raun engar áhyggjur.“ Það voru skiptingar Halldórs sem skiluðu Breiðabliki sigrinum í kvöld. Alltaf ánægjuleg sjón fyrir þjálfara að sjá. „Ég held að þeir hafi verið inn á í þrjátíu sekúndur. Benjamín gefur á Patrik sem gefur á Kristófer sem skorar, það er auðvitað bara draumaskipting. Frábær innkoma, svona viltu að þeir sem komi inn á svari kallinu. Breidd hópsins að skila sér.“ Fara næst til Kósovó Breiðablik mun mæta Drita frá Kósovó í næstu umferð undankeppninnar. Nokkuð kunnugar slóðir fyrir Breiðablik sem hefur oft dregist gegn austur-evrópskum liðum undanfarin ár. „Þessi lið frá Kósovó hafa verið að standa sig vel í Evrópukeppnum og þeir eru bara með hörkulið. Kannski ekkert ósvipuð þessum liðum sem við höfum verið að spila við síðustu ár frá Bosníu, Makedóníu og þessum löndum. Mikið af góðum leikmönnum og öðruvísi leikstíll, sem er alltaf skemmtilegt.“ Þurfa að vinna þrjú einvígi enn til að komast aftur í Sambandsdeildina Breiðablik þarf að vinna tvö einvígi til viðbótar áður en komið verður að umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. „Auðvitað er leiðin lengri þegar þú ferð þessa Main Path en út af árangri okkar síðustu ára þá erum við í efri styrkleikaflokki, sem eykur möguleika okkur töluvert. Þannig að já, við ætlum auðvitað að gera alvöru atlögu að því að komast í Sambandsdeildina aftur,“ sagði Halldór að lokum. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leiknum 3-2 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Liðið lenti undir í kvöld og útlitið var svart en það tókst að snúa taflinu og 3-1 varð niðurstaða leiks, 5-4 samanlagður sigur Breiðabliks í einvíginu. „Ótrúlega glaður með frammistöðuna, auðvitað grófum við okkur holu með því að fá mark á okkur eftir örfáar mínútur en alvöru karakter. Vorum þolinmóðir, komum mörkunum inn, einu í einu, og kláruðum þetta gegn liði sem ætlaði að grinda þetta út og tefja en það bara fór þeim ekki vel. Þeir eru ágætis fótboltalið þegar þeir koma ofar og spila en mér fannst þeir ekki góðir í blokkinni og ég hafði í raun engar áhyggjur.“ Það voru skiptingar Halldórs sem skiluðu Breiðabliki sigrinum í kvöld. Alltaf ánægjuleg sjón fyrir þjálfara að sjá. „Ég held að þeir hafi verið inn á í þrjátíu sekúndur. Benjamín gefur á Patrik sem gefur á Kristófer sem skorar, það er auðvitað bara draumaskipting. Frábær innkoma, svona viltu að þeir sem komi inn á svari kallinu. Breidd hópsins að skila sér.“ Fara næst til Kósovó Breiðablik mun mæta Drita frá Kósovó í næstu umferð undankeppninnar. Nokkuð kunnugar slóðir fyrir Breiðablik sem hefur oft dregist gegn austur-evrópskum liðum undanfarin ár. „Þessi lið frá Kósovó hafa verið að standa sig vel í Evrópukeppnum og þeir eru bara með hörkulið. Kannski ekkert ósvipuð þessum liðum sem við höfum verið að spila við síðustu ár frá Bosníu, Makedóníu og þessum löndum. Mikið af góðum leikmönnum og öðruvísi leikstíll, sem er alltaf skemmtilegt.“ Þurfa að vinna þrjú einvígi enn til að komast aftur í Sambandsdeildina Breiðablik þarf að vinna tvö einvígi til viðbótar áður en komið verður að umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. „Auðvitað er leiðin lengri þegar þú ferð þessa Main Path en út af árangri okkar síðustu ára þá erum við í efri styrkleikaflokki, sem eykur möguleika okkur töluvert. Þannig að já, við ætlum auðvitað að gera alvöru atlögu að því að komast í Sambandsdeildina aftur,“ sagði Halldór að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira