Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 08:35 Giorgia Meloni er forsætisráðherra Ítaliu en sat í stjórnarandstöðunni þegar blaðakonan tísti um hana. Getty/Corbis/Alessandra Benedetti Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að tvö tíst blaðakonunnar Giuliu Cortese hefðu verið meiðandi og jafngilt líkamssmánun. Málið má rekja aftur til ársins 2021, þegar Meloni sat enn í stjórnarandstöðu. Cortese birti þá mynd af Meloni þar sem hún stóð fyrir framan bókahillu og hafði mynd af Benito Mussolini verið klippt inn á myndina. Meloni tjáði sig um málið á Facebook, sagði það alvarlegt og að hún myndi grípa til lagalegra úrræða. Seinna sama dag sagði Cortese að hún hefði eytt myndinni þegar hún áttaði sig á því að hún var fölsuð en sakaði Meloni á sama tíma um ófrægingarherferð gegn sér og að Facebook-færsla hennar sýndi að hún væri „lítil kona“. „Þú hræðir mig ekki, Giorgia Meloni. Eftir allt þá ertu bara 1,2 m. Ég get ekki einu sinni séð þig,“ sagði Cortese svo í annarri færslu. Hið rétta er að Meloni er 1,63 m á hæð. Cortese hefur ekki gefið út hvort hún hyggst áfrýja dómnum. Hún sagði hins vegar á X að stjórnvöld ættu afar erfitt með tjáningar- og fjölmiðlafrelsið. Italy's government has a serious problem with freedom of expression and journalistic dissent. This country seems to get closer to Orbán's Hungary: these are bad times for independent Journalists and opinion leaders. Let's hope for better days ahead. We won't give up!@Reuters https://t.co/sWojOlMJz1— Giulia Cortese (@GiuliaCortese1) July 18, 2024 Ítalía Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Dómari komst að þeirri niðurstöðu að tvö tíst blaðakonunnar Giuliu Cortese hefðu verið meiðandi og jafngilt líkamssmánun. Málið má rekja aftur til ársins 2021, þegar Meloni sat enn í stjórnarandstöðu. Cortese birti þá mynd af Meloni þar sem hún stóð fyrir framan bókahillu og hafði mynd af Benito Mussolini verið klippt inn á myndina. Meloni tjáði sig um málið á Facebook, sagði það alvarlegt og að hún myndi grípa til lagalegra úrræða. Seinna sama dag sagði Cortese að hún hefði eytt myndinni þegar hún áttaði sig á því að hún var fölsuð en sakaði Meloni á sama tíma um ófrægingarherferð gegn sér og að Facebook-færsla hennar sýndi að hún væri „lítil kona“. „Þú hræðir mig ekki, Giorgia Meloni. Eftir allt þá ertu bara 1,2 m. Ég get ekki einu sinni séð þig,“ sagði Cortese svo í annarri færslu. Hið rétta er að Meloni er 1,63 m á hæð. Cortese hefur ekki gefið út hvort hún hyggst áfrýja dómnum. Hún sagði hins vegar á X að stjórnvöld ættu afar erfitt með tjáningar- og fjölmiðlafrelsið. Italy's government has a serious problem with freedom of expression and journalistic dissent. This country seems to get closer to Orbán's Hungary: these are bad times for independent Journalists and opinion leaders. Let's hope for better days ahead. We won't give up!@Reuters https://t.co/sWojOlMJz1— Giulia Cortese (@GiuliaCortese1) July 18, 2024
Ítalía Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira