„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2024 19:01 María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun. Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma; útsendingar Sky News í Bretlandi duttu út og greiðslukerfi lágu víða niðri. Flugferðum var aflýst í þúsundatali, bláir villumeldingarskjáir blöstu við hvert sem litið var, og allt var raunar í hers höndum á flugvöllum um allan heim. „Öllum flugferðum United, Delta og Air France var aflýst. Allir hér bíða í röð eftir flugmiðum sínum en eru í raun að bíða eftir hótelherbergi. Þau vita það ekki. Klikkað,“ sagði Trent, strandaglópur á Rómarflugvelli. Strandaglópar í Edinborg, sem hugðu á ferðalag í tilefni afmælis annars þeirra, reiknuðu með að tapa um þrjú hundruð þúsund krónum eftir að flugi þeirra var aflýst. Fimm tilkynningar til CERT-IS Áhrifa bilunarinnar gætti einnig hér heima. Netforrit Landsbankans og smáforrit lágu niðri um tíma, auk þess sem bilunar varð vart í hraðbönkum. Gegnir bókasafnskerfi lá einnig niðri og því varð röskun á starfsemi bókasafna fram til klukkan tvö í dag, þegar kerfið hrökk í gang. Þá varð uppi fótur og fit á húðmeðferðarstöðinni Húðfegrun varð uppi fótur og fit í morgun þegar bókunarkerfi hætti að virka. „Við vorum bara eins og blindur köttur, sáum ekki neitt. Fólk að koma í meðferðir og við vissum ekkert hvað það væri að fara að gera eða hjá hverjum. Já, þetta var bara ansi hressilegt en sem betur fer er vant fólk hérna inni þannig að við leystum þetta saman,“ segir María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun húðmeðferðarstöð. Íslensk fyrirtæki og stofnanir virðast þó almennt hafa sloppið vel. Fimm tilkynningar höfðu borist netöryggissveitinni Certis síðdegis, engin alvarleg. Bilunin er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn fyrirtækisins Crowdstrike, sem olli hruni í kerfum Microsoft. Dagurinn hefur reynst Crowdstrike erfiður, virði hlutabréfa í fyrirtækinu rýrnaði um marga milljarða og þó að kerfi virðist að mestu komin í lag viðurkennir forstjórinn að langt gæti liðið þar til eðlileg virkni fáist að fullu. Þá lýsti Elon Musk, auðjöfur og risi í tækniheiminum, biluninni sem þeirri mestu og vandræðalegustu í sögunni. Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma; útsendingar Sky News í Bretlandi duttu út og greiðslukerfi lágu víða niðri. Flugferðum var aflýst í þúsundatali, bláir villumeldingarskjáir blöstu við hvert sem litið var, og allt var raunar í hers höndum á flugvöllum um allan heim. „Öllum flugferðum United, Delta og Air France var aflýst. Allir hér bíða í röð eftir flugmiðum sínum en eru í raun að bíða eftir hótelherbergi. Þau vita það ekki. Klikkað,“ sagði Trent, strandaglópur á Rómarflugvelli. Strandaglópar í Edinborg, sem hugðu á ferðalag í tilefni afmælis annars þeirra, reiknuðu með að tapa um þrjú hundruð þúsund krónum eftir að flugi þeirra var aflýst. Fimm tilkynningar til CERT-IS Áhrifa bilunarinnar gætti einnig hér heima. Netforrit Landsbankans og smáforrit lágu niðri um tíma, auk þess sem bilunar varð vart í hraðbönkum. Gegnir bókasafnskerfi lá einnig niðri og því varð röskun á starfsemi bókasafna fram til klukkan tvö í dag, þegar kerfið hrökk í gang. Þá varð uppi fótur og fit á húðmeðferðarstöðinni Húðfegrun varð uppi fótur og fit í morgun þegar bókunarkerfi hætti að virka. „Við vorum bara eins og blindur köttur, sáum ekki neitt. Fólk að koma í meðferðir og við vissum ekkert hvað það væri að fara að gera eða hjá hverjum. Já, þetta var bara ansi hressilegt en sem betur fer er vant fólk hérna inni þannig að við leystum þetta saman,“ segir María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun húðmeðferðarstöð. Íslensk fyrirtæki og stofnanir virðast þó almennt hafa sloppið vel. Fimm tilkynningar höfðu borist netöryggissveitinni Certis síðdegis, engin alvarleg. Bilunin er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn fyrirtækisins Crowdstrike, sem olli hruni í kerfum Microsoft. Dagurinn hefur reynst Crowdstrike erfiður, virði hlutabréfa í fyrirtækinu rýrnaði um marga milljarða og þó að kerfi virðist að mestu komin í lag viðurkennir forstjórinn að langt gæti liðið þar til eðlileg virkni fáist að fullu. Þá lýsti Elon Musk, auðjöfur og risi í tækniheiminum, biluninni sem þeirri mestu og vandræðalegustu í sögunni.
Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51
Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56
Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06