Mikill meirihluti landsmanna mótfallinn sjókvíaeldi Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 11:25 Samkvæmt nýrri könnun vilja sextíu prósent landsmanna hreinlega banna sjókvíaeldi. vísir/einar Í nýrri könnun Gallups kemur fram að rúm sextíu og fimm prósent þjóðarinnar er andsnúin sjókvíaeldi meðan tæp fjórtán prósent eru jákvæð. Í helstu niðurstöðum kemur fram að 65,4 prósent eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldi en 13,9 segjast jákvæð. Tæp sextíu prósent vilja ganga svo langt að banna sjókvíaeldi og þá telja tæp 62 prósent velferð eldislaxa í sjókvíaeldi slæma. Andstaðan hefur ekki mælst hærri í könnunum Gallups, fleiri vilja bann en áður og þessi nýja spurning um velferðarvandann í sjókvíaeldi sýnir að fólk er orðið vel meðvitað um að þá skuggahlið iðnaðarins. Þetta segir Jón Kaldal en könnunin er unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Úrtak könnunarinnar var 1948, fjöldi svarenda var 915 sem þýðir að þátttökuhlutfall mælist 47 prósent. Könnunina má finna í viðtengdum skjölum hér neðar. Jón fagnar niðurstöðu könnunarinnar og telur hana meðal annars lýsa því að auglýsingaherferð SFS nái ekki máli. Jón telur engan vafa leika á um að staða baráttu gegn laxeldi í opnum sjókvíum sé ótrúlega sterk. En óttast hann ekki að þeir sem eru hlynntir sjókvíaeldi muni afskrifa niðurstöðurnar á altari þess að könnunin er gerð að undirlagi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. „Nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Gallup vinnur könnunina eftir sinni viðurkenndu vísindalegu aðferðarfræði. Því til viðbótar hafa önnur könnunarfyrirtæki líka kannað afstöðu þjóðarinnar í þessum efnum að eigin frumkvæði og niðurstöðurnar nánast eins. Fjórum til fimm sinnum fleiri eru á móti þessum skaðlega iðnaði en styðja hann,“ segir Jón. Í könnuninni má lesa ríka andstöðu við sjókvíaeldi: Andstaðan við sjókvíaeldi er afgerandi - í öllum aldurs- og tekjuhópum - meðal karla og kvenna - í öllum kjördæmum - meðal kjósenda allra flokka Afstaða greind eftir flokkapólitík Neikvæðni í garð sjókvíaeldis er yfir 50 prósent meðal stuðningsfólks allra flokka nema Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þar er þó andstaðan mun meiri en stuðningurinn: Sjálfstæðisflokkur 43% neikvæð 22% jákvæð 35% hvorki né Framsóknarflokkur 39% neikvæð 32% jákvæð 29% hvorki né Mest er andstaðan meðal þeirra sem styðja Pírata og Samfylkinguna: Píratar 97% neikvæð 0% jákvæð 3% hvorki né Samfylkingin: 78% neikvæð 11% jákvæð 11%% hvorki né Auglýsingaherferð SFS skilar litlu Jón segir niðurstöðurnar sérlega gleðilegar í ljósi þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefur rekið nokkuð harða ímyndarauglýsingabaráttu að undanförnu. „SFS er líklega búið að láta framleiða og birta sjónvarps- og netauglýsingar sem kosta um það bil tvöfalt það sem kostar að reka Íslenska náttúruverndarsjóðinn á ári. Ánægjulegt að fá staðfest að þjóðin sér í gegnum þennan glansmyndar áróður SFS,“ segir Jón. Tengd skjöl 4035840_Sjókvíaeldi_170724PDF358KBSækja skjal Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lax Fiskeldi Stjórnsýsla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Í helstu niðurstöðum kemur fram að 65,4 prósent eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldi en 13,9 segjast jákvæð. Tæp sextíu prósent vilja ganga svo langt að banna sjókvíaeldi og þá telja tæp 62 prósent velferð eldislaxa í sjókvíaeldi slæma. Andstaðan hefur ekki mælst hærri í könnunum Gallups, fleiri vilja bann en áður og þessi nýja spurning um velferðarvandann í sjókvíaeldi sýnir að fólk er orðið vel meðvitað um að þá skuggahlið iðnaðarins. Þetta segir Jón Kaldal en könnunin er unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Úrtak könnunarinnar var 1948, fjöldi svarenda var 915 sem þýðir að þátttökuhlutfall mælist 47 prósent. Könnunina má finna í viðtengdum skjölum hér neðar. Jón fagnar niðurstöðu könnunarinnar og telur hana meðal annars lýsa því að auglýsingaherferð SFS nái ekki máli. Jón telur engan vafa leika á um að staða baráttu gegn laxeldi í opnum sjókvíum sé ótrúlega sterk. En óttast hann ekki að þeir sem eru hlynntir sjókvíaeldi muni afskrifa niðurstöðurnar á altari þess að könnunin er gerð að undirlagi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. „Nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Gallup vinnur könnunina eftir sinni viðurkenndu vísindalegu aðferðarfræði. Því til viðbótar hafa önnur könnunarfyrirtæki líka kannað afstöðu þjóðarinnar í þessum efnum að eigin frumkvæði og niðurstöðurnar nánast eins. Fjórum til fimm sinnum fleiri eru á móti þessum skaðlega iðnaði en styðja hann,“ segir Jón. Í könnuninni má lesa ríka andstöðu við sjókvíaeldi: Andstaðan við sjókvíaeldi er afgerandi - í öllum aldurs- og tekjuhópum - meðal karla og kvenna - í öllum kjördæmum - meðal kjósenda allra flokka Afstaða greind eftir flokkapólitík Neikvæðni í garð sjókvíaeldis er yfir 50 prósent meðal stuðningsfólks allra flokka nema Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þar er þó andstaðan mun meiri en stuðningurinn: Sjálfstæðisflokkur 43% neikvæð 22% jákvæð 35% hvorki né Framsóknarflokkur 39% neikvæð 32% jákvæð 29% hvorki né Mest er andstaðan meðal þeirra sem styðja Pírata og Samfylkinguna: Píratar 97% neikvæð 0% jákvæð 3% hvorki né Samfylkingin: 78% neikvæð 11% jákvæð 11%% hvorki né Auglýsingaherferð SFS skilar litlu Jón segir niðurstöðurnar sérlega gleðilegar í ljósi þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefur rekið nokkuð harða ímyndarauglýsingabaráttu að undanförnu. „SFS er líklega búið að láta framleiða og birta sjónvarps- og netauglýsingar sem kosta um það bil tvöfalt það sem kostar að reka Íslenska náttúruverndarsjóðinn á ári. Ánægjulegt að fá staðfest að þjóðin sér í gegnum þennan glansmyndar áróður SFS,“ segir Jón. Tengd skjöl 4035840_Sjókvíaeldi_170724PDF358KBSækja skjal
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lax Fiskeldi Stjórnsýsla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira