Hefur tryggt sér nógu marga kjörmenn til að hljóta útnefninguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2024 06:53 Ekkert virðist geta stoppað Harris frá því að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Getty/Nathan Howard Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verður forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember að öllu óbreyttu en hún virðist hafa tryggt sér stuðning yfir 1.976 kjörmanna, sem er sá fjöldi sem þarf til að tryggja sér útnefninguna. Samkvæmt könnun Associated Press nýtur Harris stuðnings 2.668 kjörmanna, meðal annars kjörmanna Kaliforníu (318), Texas (237), Flórída (210), Pennsylvaníu (159) og New York (135). Þá greina erlendir miðlar frá því að allir aðrir sem helst þóttu koma til greina sem forsetaefni Demókrata hafi nú lýst yfir stuðningi við Harris en þar má meðal annars nefna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu. Síðastnefndi þykir koma sterklega til greina sem varaforsetaefni. Nancy Pelosi, sem var forseti neðri deildar þinhgsins í mörg ár, lýsti í gær yfir stuðningi við Harris. Það stendur enn til að útnefna forsetaefni Demókrata fyrir landsþingið sem hefst 19. ágúst.Getty/Win McNamee Harris staðfesti í gærkvöldi að hún hefði tryggt sér stuðning nógu margra kjörmanna til að hljóta útnefninguna og þá greindi framboð hennar frá því að metupphæð, 81 milljón dala, hefði safnast á fyrsta degi hennar sem væntanlegt forsetaefni Demókrata. Um var að ræða framlög frá samtals 880 þúsund aðilum. Harris sagði í yfirlýsingu sinni í gærkvöldi að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir skýru vali; Donald Trump vildi taka þjóðina aftur til tíma þar sem margir voru án fullra mannréttinda en hún horfði til framtíðar þar sem konur hefðu réttinn til að velja og þar sem fólk ætti möguleika á því að blómstra. I’m in Wilmington, Delaware at our campaign headquarters to speak with staff. Tune in now. https://t.co/HYuVc0BVnK— Kamala Harris (@KamalaHarris) July 22, 2024 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Samkvæmt könnun Associated Press nýtur Harris stuðnings 2.668 kjörmanna, meðal annars kjörmanna Kaliforníu (318), Texas (237), Flórída (210), Pennsylvaníu (159) og New York (135). Þá greina erlendir miðlar frá því að allir aðrir sem helst þóttu koma til greina sem forsetaefni Demókrata hafi nú lýst yfir stuðningi við Harris en þar má meðal annars nefna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu. Síðastnefndi þykir koma sterklega til greina sem varaforsetaefni. Nancy Pelosi, sem var forseti neðri deildar þinhgsins í mörg ár, lýsti í gær yfir stuðningi við Harris. Það stendur enn til að útnefna forsetaefni Demókrata fyrir landsþingið sem hefst 19. ágúst.Getty/Win McNamee Harris staðfesti í gærkvöldi að hún hefði tryggt sér stuðning nógu margra kjörmanna til að hljóta útnefninguna og þá greindi framboð hennar frá því að metupphæð, 81 milljón dala, hefði safnast á fyrsta degi hennar sem væntanlegt forsetaefni Demókrata. Um var að ræða framlög frá samtals 880 þúsund aðilum. Harris sagði í yfirlýsingu sinni í gærkvöldi að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir skýru vali; Donald Trump vildi taka þjóðina aftur til tíma þar sem margir voru án fullra mannréttinda en hún horfði til framtíðar þar sem konur hefðu réttinn til að velja og þar sem fólk ætti möguleika á því að blómstra. I’m in Wilmington, Delaware at our campaign headquarters to speak with staff. Tune in now. https://t.co/HYuVc0BVnK— Kamala Harris (@KamalaHarris) July 22, 2024
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira