Bless Barkley, Shaq og félagar: TNT stöðin missir NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 10:00 Shaquille O'Neal, Ernie Johnson, Kenny Smith og Charles Barkley hafa farið lengi á kostum í Inside the NBA þáttunum á TNT. TNT Sports NBA deildin í körfubolta ætlar að segja skilið við margra áratuga samstarf sitt við TNT sjónvarpsstöðina en þetta varð endanlega ljóst þegar gengið var frá sjónvarpssamningum við Disney, NBC og Amazon Prime Video í gær. Þetta er ellefu ára samningur og mun færa deildinni um 76 milljarða Bandaríkjadala á þessum tíma eða meira en tíu þúsund og fimm hundruð milljarða íslenskra króna. Ótrúleg upphæð sem mun skila leikmönnum enn hærri launum á næstu árum. Discovery, eigandi TNT Sports, bauð 1,8 milljarða dala á ári til að halda áfram samstarfinu en því var ekki tekið. Næsta tímabil, 2024-25, verður því það síðasta sem NBA er á TNT Sports stöðinni. NBA hefur verið á TNT í næstum því fjóra áratugi. Turner Sports er mjög ósátt með þróun mála og telur að það hafi verið í samningi sínum við NBA að deildin yrði að taka þeirra tilboði. Eða eins og TNT orðaði það „NBA mistúlkaði alvarlega okkar samningarétt“. „Við höfum jafnað tilboðið frá Amazon eins og samningurinn hefur okkur leyfi til. Við teljum að NBA geti ekki hafnað því,“ sagði í tilkynningu frá TNT Sports. NBA svaraði með þessu með því að segja að tilboð TNT hafi í raun ekki verið jafngott og það frá hinum. Disney (ABC/ESPN), NBCU (NBC/Peacock) og Amazon munu nú skipta leikjunum á milli sína. Þetta þýðir jafnframt, sem margir telja að sé mesti skaðinn, er að hinn vinsæli þáttur á TNT, „Inside the NBA“, mun nú heyra sögunni til. Þar hafa þeir Charles Barkley, Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Ernie Johnson farið á kostum og aukið með því hróður deildarinnar. Barkley hefur talað mikið um þetta mál í fjölmiðlum og það er líklegast að hann hætti algjörlega afskiptum sínum að sjónvarpi sem yrði líka mikil synd. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) NBA Fjölmiðlar Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Þetta er ellefu ára samningur og mun færa deildinni um 76 milljarða Bandaríkjadala á þessum tíma eða meira en tíu þúsund og fimm hundruð milljarða íslenskra króna. Ótrúleg upphæð sem mun skila leikmönnum enn hærri launum á næstu árum. Discovery, eigandi TNT Sports, bauð 1,8 milljarða dala á ári til að halda áfram samstarfinu en því var ekki tekið. Næsta tímabil, 2024-25, verður því það síðasta sem NBA er á TNT Sports stöðinni. NBA hefur verið á TNT í næstum því fjóra áratugi. Turner Sports er mjög ósátt með þróun mála og telur að það hafi verið í samningi sínum við NBA að deildin yrði að taka þeirra tilboði. Eða eins og TNT orðaði það „NBA mistúlkaði alvarlega okkar samningarétt“. „Við höfum jafnað tilboðið frá Amazon eins og samningurinn hefur okkur leyfi til. Við teljum að NBA geti ekki hafnað því,“ sagði í tilkynningu frá TNT Sports. NBA svaraði með þessu með því að segja að tilboð TNT hafi í raun ekki verið jafngott og það frá hinum. Disney (ABC/ESPN), NBCU (NBC/Peacock) og Amazon munu nú skipta leikjunum á milli sína. Þetta þýðir jafnframt, sem margir telja að sé mesti skaðinn, er að hinn vinsæli þáttur á TNT, „Inside the NBA“, mun nú heyra sögunni til. Þar hafa þeir Charles Barkley, Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Ernie Johnson farið á kostum og aukið með því hróður deildarinnar. Barkley hefur talað mikið um þetta mál í fjölmiðlum og það er líklegast að hann hætti algjörlega afskiptum sínum að sjónvarpi sem yrði líka mikil synd. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
NBA Fjölmiðlar Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira