Volaða þjóð? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 31. júlí 2024 09:01 Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga. Þar á meðal eru til dæmis hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Vægi ríkja innan sambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir innan þess, fer í dag í fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem eðli málsins samkvæmt hefur komið sér verst fyrir fámennustu ríkin. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið fengjum við þannig sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Þýzkaland eitt hefur til dæmis 96 þingmenn. Staðan væri enn verri í ráðherraráði sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eru þeir sem þar sitja einungis embættismenn sambandsins enda óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Með öðrum orðum er þannig afskaplega langur vegur frá því að Ísland sæti við sama borð og önnur ríki innan Evrópusambandsins og hvað þá að landið hefði sama vægi og Þýzkaland og Frakkland eins og Sigmundur Ernir Rúnarsson hélt fram í grein á Eyjunni um síðustu helgi. Raunar nefndi hann Bretland einnig í þeim efnum sem gekk eins og kunnugt er úr sambandinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. Með öðrum orðum hefur Sigmundur greinilega ekki fylgst nógu vel með þróun mála í fyrirheitna landinu undanfarin ár. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Fram kemur í grein Sigmundar að svara verði „áköfu ákalli“ þjóðarinnar eftir inngöngu í Evrópusambandið. Það sé Viðreisn að gera með áherzlu sinni á það að tekin verði skref í þá átt. Einhverra hluta vegna er flokkurinn þó góður ef hann mælist með 10% fylgi í skoðanakönnunum. Hvar er þá stóraukið fylgi eina flokksins sem leggur áherzlu á málið og var beinlínis stofnaður í kringum það? Á sama tíma stórjókst fylgi Samfylkingarinnar meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að ákveðið var að leggja áherzlu á málið til hliðar. Með áköfu ákalli vísar Sigmundur til skoðanakannana um afstöðu fólks til inngöngu í Evrópusambandið. Þó þær hafi vissulega sýnt fleiri hlynnta en andvíga inngöngu undanfarin misseri munar þar einungis 6,7 prósentustigum miðað við könnun Maskínu á dögunum sem er merkilega lítið miðað við þær kjöraðstæður sem verið hafa fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Þá eru aðeins 19,5% aðspurðra mjög hlynntir sem eru þeir sem mögulega hafa uppi einhvers konar ákall, færri en eru mjög andvígir. Fyrir vikið virðist Sigmundur eitthvað óviss um það hvar hann hafi þjóðina í raun í þessum efnum. Síðar í greininni segir hann þannig að Íslendingar verði að „átta sig“ á stöðu mála. „Annað hvort eru þeir partur af Evrópu [lesist Evrópusambandinu] eða upp á sjálfa sig komnir.“ Agalegt fyrir þau vel yfir 150 ríki sem standa eins og Ísland utan sambandsins og fyrir vikið algerlega ein á báti. Við lok greinarinnar kallar Sigmundur Íslendinga síðan „volaða þjóð“ fyrir að vilji ekki þar inn. Þessa sömu og var með ákaft ákall í upphafi hennar. Kjósendur eru þegar við stjórnvölinn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er vitanlega þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það. Annars verða vitanlega engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta lagði til að mynda þing sambandsins sjálfs ítrekað áherzlu á þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og VG var í gangi á sínum tíma: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna varðandi inngönguna í það.“ Dræmur áhugi á inngöngu í Evrópusambandið er ekki aðeins skiljanlegur í ljósi þess að vægi Íslands yrði lítið sem ekkert innan sambandsins heldur einnig og ekki síður til að mynda með tilliti til lokamarksmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi. Að til verði evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá veru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem mynduð er meðal annars af þýzkum systurflokkum Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Hitt er svo annað mál að það er alveg rétt hjá Sigmundi að aðild Íslands að EES-samningnum er engan veginn ásættanleg þó hún sé langtum skárri en innganga í Evrópusambandið. Lausnin í þeim efnum er þó ekki að fara úr öskunni í eldinn heldur þvert á móti að endurheimta þau völd yfir íslenzkum málum sem framseld hafa verið til sambandsins í gegnum samninginn og skipta honum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Þar á meðal og ekki sízt Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga. Þar á meðal eru til dæmis hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Vægi ríkja innan sambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir innan þess, fer í dag í fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem eðli málsins samkvæmt hefur komið sér verst fyrir fámennustu ríkin. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið fengjum við þannig sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Þýzkaland eitt hefur til dæmis 96 þingmenn. Staðan væri enn verri í ráðherraráði sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eru þeir sem þar sitja einungis embættismenn sambandsins enda óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Með öðrum orðum er þannig afskaplega langur vegur frá því að Ísland sæti við sama borð og önnur ríki innan Evrópusambandsins og hvað þá að landið hefði sama vægi og Þýzkaland og Frakkland eins og Sigmundur Ernir Rúnarsson hélt fram í grein á Eyjunni um síðustu helgi. Raunar nefndi hann Bretland einnig í þeim efnum sem gekk eins og kunnugt er úr sambandinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. Með öðrum orðum hefur Sigmundur greinilega ekki fylgst nógu vel með þróun mála í fyrirheitna landinu undanfarin ár. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Fram kemur í grein Sigmundar að svara verði „áköfu ákalli“ þjóðarinnar eftir inngöngu í Evrópusambandið. Það sé Viðreisn að gera með áherzlu sinni á það að tekin verði skref í þá átt. Einhverra hluta vegna er flokkurinn þó góður ef hann mælist með 10% fylgi í skoðanakönnunum. Hvar er þá stóraukið fylgi eina flokksins sem leggur áherzlu á málið og var beinlínis stofnaður í kringum það? Á sama tíma stórjókst fylgi Samfylkingarinnar meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að ákveðið var að leggja áherzlu á málið til hliðar. Með áköfu ákalli vísar Sigmundur til skoðanakannana um afstöðu fólks til inngöngu í Evrópusambandið. Þó þær hafi vissulega sýnt fleiri hlynnta en andvíga inngöngu undanfarin misseri munar þar einungis 6,7 prósentustigum miðað við könnun Maskínu á dögunum sem er merkilega lítið miðað við þær kjöraðstæður sem verið hafa fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Þá eru aðeins 19,5% aðspurðra mjög hlynntir sem eru þeir sem mögulega hafa uppi einhvers konar ákall, færri en eru mjög andvígir. Fyrir vikið virðist Sigmundur eitthvað óviss um það hvar hann hafi þjóðina í raun í þessum efnum. Síðar í greininni segir hann þannig að Íslendingar verði að „átta sig“ á stöðu mála. „Annað hvort eru þeir partur af Evrópu [lesist Evrópusambandinu] eða upp á sjálfa sig komnir.“ Agalegt fyrir þau vel yfir 150 ríki sem standa eins og Ísland utan sambandsins og fyrir vikið algerlega ein á báti. Við lok greinarinnar kallar Sigmundur Íslendinga síðan „volaða þjóð“ fyrir að vilji ekki þar inn. Þessa sömu og var með ákaft ákall í upphafi hennar. Kjósendur eru þegar við stjórnvölinn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er vitanlega þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það. Annars verða vitanlega engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta lagði til að mynda þing sambandsins sjálfs ítrekað áherzlu á þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og VG var í gangi á sínum tíma: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna varðandi inngönguna í það.“ Dræmur áhugi á inngöngu í Evrópusambandið er ekki aðeins skiljanlegur í ljósi þess að vægi Íslands yrði lítið sem ekkert innan sambandsins heldur einnig og ekki síður til að mynda með tilliti til lokamarksmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi. Að til verði evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá veru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem mynduð er meðal annars af þýzkum systurflokkum Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Hitt er svo annað mál að það er alveg rétt hjá Sigmundi að aðild Íslands að EES-samningnum er engan veginn ásættanleg þó hún sé langtum skárri en innganga í Evrópusambandið. Lausnin í þeim efnum er þó ekki að fara úr öskunni í eldinn heldur þvert á móti að endurheimta þau völd yfir íslenzkum málum sem framseld hafa verið til sambandsins í gegnum samninginn og skipta honum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Þar á meðal og ekki sízt Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun