„Glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 18:57 Sveinn Rúnar er heiðursborgari í Palestínu og þekkti Ismail Haniyeh persónulega. AP Sveinn Rúnar Hauksson læknir og heiðursborgari í Palestínu minnist Ismail Haniyeh, pólitísks leiðtoga Hamas sem var ráðinn af dögum í Íran í nótt, í samfélagsmiðlafærslu. Þar segir hann Haniyeh hafa verið öflugan leiðtoga andspyrnuhreyfingar en í leið maður sátta og friðar. Haniyeh var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian þegar hann var drepinn. Drápið hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar og óttast er að stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fari vaxandi vegna þess. Stjarna samkvæmisins „Ég kynntist Ismail persónulega í október 2010 og átti við hann langt, upplýsandi og ánægjulegt samtal. Ismail var einstaklega kurteis, hlýr og viðræðugóður. Ég hafði þá um árabil eignast að vinum og kunningjum menn úr hinum ólíku flokkum og vildi reyna að skilja hvað stæði í vegi fyrir samvinnu þeirra. Ég hitti Ismail stuttu síðar í garðveislu sem haldin var til heiðurs alþjóðlegum hópi sjálfboðaliða, Viva Palestina, sem komið höfðu í 150 sjúkra- og sendibílum, hlöðnum hjálpartækjum og lyfjum. Ismail var stjarna samkvæmisins,“ skrifar Sveinn Rúnar á Facebook. Þá fer hann yfir feril Haniyeh í andspyrnuhreyfingu Palestínumanna, sem teygir sig aftur til árs 2006, þegar hann leiddi Breytingar og umbætur, lista Hamas í þingkosningunum. Listinn hlaut 44 prósent atkvæða, og myndaði stóran þingmeirihluta. Að auki var Haniyeh falið að mynda ríkisstjórn. Morðið muni efla styrk Hamas „Um leið og Haniyeh var öflugur leiðtogi andspyrnuhreyfingar, var hann maður sátta og friðar. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn og lagði sig alla tíð fram um að fá hinar ólíku stjórnmálafylkingar til samstarfs. Haniyeh var friðarins maður, réttláts friðar og líkt og forveri hans, Sheik Yassin stofnandi Hamas-samtakanna (desember 1987), var hann reiðubúinn að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1967,“ segir í færslu Sveins. „Illvirki Ísraelsstjórna virðast óendanleg. Það eru ekki margir mánuðir síðan tveir synir Ismails og tvö barnabörn sem voru í leið í jólaboð til frænku sinnar voru sprengdir í loft upp. Hann segir Haniyeh hafi haldið áfram að þjóna sinni þjóð til síðasta dags þrátt fyrir áföll eins og þetta. Hugur hans hafi greinilega verið bundinn við örlög alþýðumanna á Gasa, þar sem tugir þúsunda hafa verið myrtir af Ísraelsher og enn fleiri verið særðir. „Haniyeh lagði sig allan fram í friðarumleitunum í því skyni að stöðva mætti blóðbaðið á Gaza. Nú hefur hann fallið fyrir hendi þeirra sem vilja ekki varanlegt vopnahlé, vilja ekki réttlátan frið, og ætla ekkert að sætta sig við minna en yfirráð yfir allri sögulegri Palestínu, frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs. Dauði Haniyeh er mikið áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu. Hann var glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér. En eins og segir í yfirlýsingu Hamas í morgun: „Morðið á Haniyeh mun aðeins efla okkar styrk“.“ segir í færslu Sveins. Átök í Ísrael og Palestínu Íran Palestína Ísrael Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Haniyeh var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian þegar hann var drepinn. Drápið hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar og óttast er að stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fari vaxandi vegna þess. Stjarna samkvæmisins „Ég kynntist Ismail persónulega í október 2010 og átti við hann langt, upplýsandi og ánægjulegt samtal. Ismail var einstaklega kurteis, hlýr og viðræðugóður. Ég hafði þá um árabil eignast að vinum og kunningjum menn úr hinum ólíku flokkum og vildi reyna að skilja hvað stæði í vegi fyrir samvinnu þeirra. Ég hitti Ismail stuttu síðar í garðveislu sem haldin var til heiðurs alþjóðlegum hópi sjálfboðaliða, Viva Palestina, sem komið höfðu í 150 sjúkra- og sendibílum, hlöðnum hjálpartækjum og lyfjum. Ismail var stjarna samkvæmisins,“ skrifar Sveinn Rúnar á Facebook. Þá fer hann yfir feril Haniyeh í andspyrnuhreyfingu Palestínumanna, sem teygir sig aftur til árs 2006, þegar hann leiddi Breytingar og umbætur, lista Hamas í þingkosningunum. Listinn hlaut 44 prósent atkvæða, og myndaði stóran þingmeirihluta. Að auki var Haniyeh falið að mynda ríkisstjórn. Morðið muni efla styrk Hamas „Um leið og Haniyeh var öflugur leiðtogi andspyrnuhreyfingar, var hann maður sátta og friðar. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn og lagði sig alla tíð fram um að fá hinar ólíku stjórnmálafylkingar til samstarfs. Haniyeh var friðarins maður, réttláts friðar og líkt og forveri hans, Sheik Yassin stofnandi Hamas-samtakanna (desember 1987), var hann reiðubúinn að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1967,“ segir í færslu Sveins. „Illvirki Ísraelsstjórna virðast óendanleg. Það eru ekki margir mánuðir síðan tveir synir Ismails og tvö barnabörn sem voru í leið í jólaboð til frænku sinnar voru sprengdir í loft upp. Hann segir Haniyeh hafi haldið áfram að þjóna sinni þjóð til síðasta dags þrátt fyrir áföll eins og þetta. Hugur hans hafi greinilega verið bundinn við örlög alþýðumanna á Gasa, þar sem tugir þúsunda hafa verið myrtir af Ísraelsher og enn fleiri verið særðir. „Haniyeh lagði sig allan fram í friðarumleitunum í því skyni að stöðva mætti blóðbaðið á Gaza. Nú hefur hann fallið fyrir hendi þeirra sem vilja ekki varanlegt vopnahlé, vilja ekki réttlátan frið, og ætla ekkert að sætta sig við minna en yfirráð yfir allri sögulegri Palestínu, frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs. Dauði Haniyeh er mikið áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu. Hann var glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér. En eins og segir í yfirlýsingu Hamas í morgun: „Morðið á Haniyeh mun aðeins efla okkar styrk“.“ segir í færslu Sveins.
Átök í Ísrael og Palestínu Íran Palestína Ísrael Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira