„Þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. ágúst 2024 10:02 Guðlaug Edda gerði samlanda sína stolta í gær þegar hún sýndi mikla þrautseigju við erfiðar aðstæður. Lenti í slag í sundinu, datt af hjólinu en kláraði hlaupið af harðfylgi. Anne-Christine Poujoulat - Pool/Getty Images Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Hún kláraði keppnina þrátt fyrir meiðsli, er stolt af sínum afrekum þrátt fyrir að hafa viljað ná betri niðurstöðu og vonast til að geta byggt á því fyrir framtíðina. Mikil rigning undanfarna daga setti svip sinn á þríþrautarkeppnina og allt stefndi í að henni yrði frestað en sem betur fer þurfti þess ekki og keppendur syntu af stað í straumharðri Signu. „Út af þessum rigningum jókst streymi árinnar rosa mikið þannig að það var rosalega mikið útstreymi á leiðinni út og svo til baka var áin mikið að vinna á móti þér þannig að þetta var mjög erfitt og þungt sund,“ sagði Guðlaug. Gafst aldrei upp Að sundinu loknu var komið að hjólreiðum sem gengu vel og Guðlaug vann sig upp um sjö sæti en svo var svínað fyrir hana og hún datt af hjólinu. „Hún rykkir út úr beygjunni og ég, til að bregðast við, rykkti hjólinu örlítið of hratt. Var á hálu svæði og dekkin gáfu eftir, datt á vinstri hliðina og er með risa sár á mjöðminni, olnboganum og bakinu. En út af því að þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp.“ Jamie Squire/Getty ImagesNaomi Baker/Getty ImagesMaja Hitij/Getty Images Löng og erfið persónuleg vegferð Guðlaug kláraði keppnina þrátt fyrir meiðslin. Hún sýndi ótrúlega þrautseigju í hlaupinu sem er síðasti hluti keppninnar, kom síðust í mark í 51. sæti, en má svo sannarlega vera stolt af sínum afrekum í afskaplega erfiðum aðstæðum. „Búið að vera löng og erfið vegferð fyrir mig persónulega. Þó maður hefði viljað ná betri niðurstöðu þá endurspegla stundum niðurstöðurnar ekki, hvorki vegferðina né hvernig keppnin er. Sérstaklega í þríþraut, það getur svo mikið gerst. Ég reyni bara að vera stolt af því að vera fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut og verð bara að trúa því að það er miklu meira inni. Ég vonast til þess að núna að geta gefið mér smá tíma, tekið skref til baka og virkilega byggja heilbrigt og gott form aftur. Vonandi get ég byggt á því.“ Viðtalið við Guðlaugu og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þríþraut Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16 Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Mikil rigning undanfarna daga setti svip sinn á þríþrautarkeppnina og allt stefndi í að henni yrði frestað en sem betur fer þurfti þess ekki og keppendur syntu af stað í straumharðri Signu. „Út af þessum rigningum jókst streymi árinnar rosa mikið þannig að það var rosalega mikið útstreymi á leiðinni út og svo til baka var áin mikið að vinna á móti þér þannig að þetta var mjög erfitt og þungt sund,“ sagði Guðlaug. Gafst aldrei upp Að sundinu loknu var komið að hjólreiðum sem gengu vel og Guðlaug vann sig upp um sjö sæti en svo var svínað fyrir hana og hún datt af hjólinu. „Hún rykkir út úr beygjunni og ég, til að bregðast við, rykkti hjólinu örlítið of hratt. Var á hálu svæði og dekkin gáfu eftir, datt á vinstri hliðina og er með risa sár á mjöðminni, olnboganum og bakinu. En út af því að þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp.“ Jamie Squire/Getty ImagesNaomi Baker/Getty ImagesMaja Hitij/Getty Images Löng og erfið persónuleg vegferð Guðlaug kláraði keppnina þrátt fyrir meiðslin. Hún sýndi ótrúlega þrautseigju í hlaupinu sem er síðasti hluti keppninnar, kom síðust í mark í 51. sæti, en má svo sannarlega vera stolt af sínum afrekum í afskaplega erfiðum aðstæðum. „Búið að vera löng og erfið vegferð fyrir mig persónulega. Þó maður hefði viljað ná betri niðurstöðu þá endurspegla stundum niðurstöðurnar ekki, hvorki vegferðina né hvernig keppnin er. Sérstaklega í þríþraut, það getur svo mikið gerst. Ég reyni bara að vera stolt af því að vera fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut og verð bara að trúa því að það er miklu meira inni. Ég vonast til þess að núna að geta gefið mér smá tíma, tekið skref til baka og virkilega byggja heilbrigt og gott form aftur. Vonandi get ég byggt á því.“ Viðtalið við Guðlaugu og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þríþraut Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16 Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16
Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31