Segir heimsmetið ómögulegt afrek og líkir við lyfjamisnotkun Austur-Þjóðverja Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2024 11:31 Brett Hawke keppti fyrir hönd Ástralíu á Ólympíuleikunum 2000 og 2004. Hann starfar í dag sem sundþjálfari og sérfræðingur um íþróttina í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Mark Nolan/Getty Images Ástralski sundþjálfarinn og fyrrum Ólympíufarinn Brett Hawke sakar kínverska sundmanninn Pan Zhanle um lyfjamisnotkun eftir að hann stórbætti eigið heimsmet í hundrað metra skriðsundi og synti sekúndu hraðar en næsti maður í lauginni. „Ég ætla bara að vera hreinskilinn. Ég er reiður eftir þetta sund, af nokkrum ástæðum. Hlustið nú, meðal minna vina eru nokkrir af bestu sundköppum allra tíma; Rowdy Gaines, Alex Popov, Gary Hall Jr., Anthony Ervin og King Kyle Chalmers. Í sögu sinni líkti Brett Hawke heimsmetinu við lyfjasvindl í Austur-Þýskalandi og sagði alþjóðaólympíusambandið ekki standa sig í prófunum. Ég þekki þetta fólk persónulega og hef fylgst rækilega með þeim í þrjátíu ár. Ég hef rýnt í þessa íþrótt og skil hana vel, ég er sérfræðingur í henni. Ástæðan fyrir því að ég er reiður er að þú vinnur einfaldlega ekki hundrað metra skriðsund á þessu sviði með heilli líkamslengd. Þú bara gerir það ekki, það er ekki mögulegt fyrir nokkurn mann“ sagði Brett í þrumuræðu á Instagram síðu sinni í gær. Brett er ekki sá fyrsti sem sakar kínverska sundfólkið á Ólympíuleikunum um lyfjamisnotkun. Eftir að greint var frá því að 23 af 30 manna sundliði Kína hafi fallið á lyfjaprófi fyrir ÓL í Tókýó 2021 hafa þær ásakanir borist úr ýmsum áttum. Samlandi Brett sem lýsir sundi í áströlsku sjónvarpi, Neil Mitchell, olli miklu fjaðrafoki þegar hann sagði afrek Kínverja í sundi byggt á svindli. Pan Zhanle var ekki einn af þeim sem féll á lyfjaprófi fyrir síðustu ÓL en hefur samt sem áður mátt sæta þeim ásökunum ítrekað að hann sé að misnota lyf, svo ótrúleg þykja afrek hans í lauginni. Sjálfur ber hann fyrir sig að hafa aldrei innbyrt ólögleg efni og segir keppinauta sína ekki bera virðingu fyrir sér. View this post on Instagram A post shared by Brett Hawke (@hawkebr) Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30 Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
„Ég ætla bara að vera hreinskilinn. Ég er reiður eftir þetta sund, af nokkrum ástæðum. Hlustið nú, meðal minna vina eru nokkrir af bestu sundköppum allra tíma; Rowdy Gaines, Alex Popov, Gary Hall Jr., Anthony Ervin og King Kyle Chalmers. Í sögu sinni líkti Brett Hawke heimsmetinu við lyfjasvindl í Austur-Þýskalandi og sagði alþjóðaólympíusambandið ekki standa sig í prófunum. Ég þekki þetta fólk persónulega og hef fylgst rækilega með þeim í þrjátíu ár. Ég hef rýnt í þessa íþrótt og skil hana vel, ég er sérfræðingur í henni. Ástæðan fyrir því að ég er reiður er að þú vinnur einfaldlega ekki hundrað metra skriðsund á þessu sviði með heilli líkamslengd. Þú bara gerir það ekki, það er ekki mögulegt fyrir nokkurn mann“ sagði Brett í þrumuræðu á Instagram síðu sinni í gær. Brett er ekki sá fyrsti sem sakar kínverska sundfólkið á Ólympíuleikunum um lyfjamisnotkun. Eftir að greint var frá því að 23 af 30 manna sundliði Kína hafi fallið á lyfjaprófi fyrir ÓL í Tókýó 2021 hafa þær ásakanir borist úr ýmsum áttum. Samlandi Brett sem lýsir sundi í áströlsku sjónvarpi, Neil Mitchell, olli miklu fjaðrafoki þegar hann sagði afrek Kínverja í sundi byggt á svindli. Pan Zhanle var ekki einn af þeim sem féll á lyfjaprófi fyrir síðustu ÓL en hefur samt sem áður mátt sæta þeim ásökunum ítrekað að hann sé að misnota lyf, svo ótrúleg þykja afrek hans í lauginni. Sjálfur ber hann fyrir sig að hafa aldrei innbyrt ólögleg efni og segir keppinauta sína ekki bera virðingu fyrir sér. View this post on Instagram A post shared by Brett Hawke (@hawkebr)
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30 Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30
Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31