Hvar er restin af könnuninni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2024 07:30 Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentustig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí. Samkvæmt þeim eru 42,5% hlynnt inngöngu en 35,7% andvíg. Kjöraðstæður hafa þó verið fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Stríð í Evrópu, háir vextir hér á landi og há verðbólga sem er að vísu á niðurleið. Til að mynda hefur Evrópusambandið orðið að leggja traust sitt á Bandaríkin og NATO vegna stríðsins í Úkraínu. Þá hafa lægri vextir á evrusvæðinu ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar um langt árabil. Jafnvel á uppgangstímum. Markmiðið með þeim hefur verið að reyna að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Fyrir vikið hefur svæðið meðal annars þurft að glíma við verðhjöðnun sem er erfiðari viðureignar en verðbólga og birtingarmynd verra efnahagsástands. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Hins vegar er talsvert áhugaverðara að fleiri séu mjög andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en mjög hlynntir henni samkvæmt könnuninni. Þannig eru 22,5% mjög andvíg því að gengið verði í sambandið en 19,5% mjög hlynnt því. Þetta eru þeir hópar sem eru líklegastir til þess að láta málið stýra atkvæði sínu í þingkosningum en forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Þá verður ekki síður að teljast áhugavert að einungis 50,4% telji að hagur heimilanna myndi verða betri með inngöngu í Evrópusambandið en 49,6% að svo yrði ekki. Þar af um 25% að hagur þeirra yrði verri og hliðstætt hlutfall að staðan yrði óbreytt. Þessar niðurstöður eru óneitanlega afar athyglisverðar í ljósi þess hvernig aðstæður hafa verið í þjóðfélaginu og linnulítils áróðurs Evrópusambandssinna þess efnis að allt yrði miklu betra ef gengið yrði í sambandið og evran tekin upp sem gjaldmiðill í stað krónunnar. Vantar hinn helminginn af könnuninni Hitt er svo annað mál að einungis helmingur niðurstaðna könnunarinnar hefur af einhverjum ástæðum verið birtur. Einnig var þannig spurt hvort afstaða fólks til sambands Íslands við Evrópusambandið hefði mikil, lítil eða engin áhrif á það hvaða flokk það hefði í hyggju að kjósa í næstu alþingiskosningum, hvort fólk hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur inngöngu Íslands í sambandið og hvort það hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í það. Könnunin var gerð 12.-20. júní og niðurstöðurnar birtar 4. júlí. Það er að segja fyrir utan niðurstöðurnar varðandi áðurnefndar þrjár spurningar. Þær hafa sem fyrr segir ekki enn verið birtar. Þó er rúmur mánuður liðinn frá því að fyrri niðurstöðurnar voru birtar og fyrir vikið ekki beinlínis nýjar upplýsingar lengur. Kostnaðurinn við þrjár spurningar getur hæglega verið nokkur hundruð þúsund krónur. Teldi Evrópuhreyfingin sig hafa pólitískan hag af því að birta niðurstöður þeirra má gera ráð fyrir að þær hefðu þegar verið birtar. Verður restin af könnuninni birt núna? Mögulega verða niðurstöðurnar birtar í kjölfar þessarar greinar þó seint og um síðir yrði. Vonandi. Hafa má í huga í því sambandi þá staðreynd sem áður hefur verið komið inn á að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að Evrópusambandinu er þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um það. Einungis einn flokkur leggur áherzlu á málið, Viðreisn, sem hefur verið að mælast með á bilinu 7-10% fylgi sem aftur bendir ekki beinlínis til þess að málið sé mjög ofarlega á forgangslista kjósenda eða yfir höfuð að finna á honum. Hugsanlega er þar að finna ástæðuna fyrir því að afgangurinn af könnuninni hefur ekki enn verið birtur en þar var sem áður segir fjallað um það að hvaða marki afstaða fólks til inngöngu í Evrópusambandið hefði áhrif á það hvernig það gerði ráð fyrir að verja atkvæði sínu í næstu þingkosningum. Niðurstöðurnar hafi þannig mögulega sýnt að stuðningur við inngöngu í sambandið hefði mjög takmörkuð áhrif í þeim efnum ef einhver. Að minnsta kosti ekki þau áhrif sem forystumenn Evrópuhreyfingarinnar hafi vonazt eftir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu ekki svo mikill Rúmlega 55 prósent landsmanna vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. 5. júlí 2024 11:22 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentustig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí. Samkvæmt þeim eru 42,5% hlynnt inngöngu en 35,7% andvíg. Kjöraðstæður hafa þó verið fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Stríð í Evrópu, háir vextir hér á landi og há verðbólga sem er að vísu á niðurleið. Til að mynda hefur Evrópusambandið orðið að leggja traust sitt á Bandaríkin og NATO vegna stríðsins í Úkraínu. Þá hafa lægri vextir á evrusvæðinu ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar um langt árabil. Jafnvel á uppgangstímum. Markmiðið með þeim hefur verið að reyna að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Fyrir vikið hefur svæðið meðal annars þurft að glíma við verðhjöðnun sem er erfiðari viðureignar en verðbólga og birtingarmynd verra efnahagsástands. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Hins vegar er talsvert áhugaverðara að fleiri séu mjög andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en mjög hlynntir henni samkvæmt könnuninni. Þannig eru 22,5% mjög andvíg því að gengið verði í sambandið en 19,5% mjög hlynnt því. Þetta eru þeir hópar sem eru líklegastir til þess að láta málið stýra atkvæði sínu í þingkosningum en forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Þá verður ekki síður að teljast áhugavert að einungis 50,4% telji að hagur heimilanna myndi verða betri með inngöngu í Evrópusambandið en 49,6% að svo yrði ekki. Þar af um 25% að hagur þeirra yrði verri og hliðstætt hlutfall að staðan yrði óbreytt. Þessar niðurstöður eru óneitanlega afar athyglisverðar í ljósi þess hvernig aðstæður hafa verið í þjóðfélaginu og linnulítils áróðurs Evrópusambandssinna þess efnis að allt yrði miklu betra ef gengið yrði í sambandið og evran tekin upp sem gjaldmiðill í stað krónunnar. Vantar hinn helminginn af könnuninni Hitt er svo annað mál að einungis helmingur niðurstaðna könnunarinnar hefur af einhverjum ástæðum verið birtur. Einnig var þannig spurt hvort afstaða fólks til sambands Íslands við Evrópusambandið hefði mikil, lítil eða engin áhrif á það hvaða flokk það hefði í hyggju að kjósa í næstu alþingiskosningum, hvort fólk hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur inngöngu Íslands í sambandið og hvort það hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í það. Könnunin var gerð 12.-20. júní og niðurstöðurnar birtar 4. júlí. Það er að segja fyrir utan niðurstöðurnar varðandi áðurnefndar þrjár spurningar. Þær hafa sem fyrr segir ekki enn verið birtar. Þó er rúmur mánuður liðinn frá því að fyrri niðurstöðurnar voru birtar og fyrir vikið ekki beinlínis nýjar upplýsingar lengur. Kostnaðurinn við þrjár spurningar getur hæglega verið nokkur hundruð þúsund krónur. Teldi Evrópuhreyfingin sig hafa pólitískan hag af því að birta niðurstöður þeirra má gera ráð fyrir að þær hefðu þegar verið birtar. Verður restin af könnuninni birt núna? Mögulega verða niðurstöðurnar birtar í kjölfar þessarar greinar þó seint og um síðir yrði. Vonandi. Hafa má í huga í því sambandi þá staðreynd sem áður hefur verið komið inn á að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að Evrópusambandinu er þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um það. Einungis einn flokkur leggur áherzlu á málið, Viðreisn, sem hefur verið að mælast með á bilinu 7-10% fylgi sem aftur bendir ekki beinlínis til þess að málið sé mjög ofarlega á forgangslista kjósenda eða yfir höfuð að finna á honum. Hugsanlega er þar að finna ástæðuna fyrir því að afgangurinn af könnuninni hefur ekki enn verið birtur en þar var sem áður segir fjallað um það að hvaða marki afstaða fólks til inngöngu í Evrópusambandið hefði áhrif á það hvernig það gerði ráð fyrir að verja atkvæði sínu í næstu þingkosningum. Niðurstöðurnar hafi þannig mögulega sýnt að stuðningur við inngöngu í sambandið hefði mjög takmörkuð áhrif í þeim efnum ef einhver. Að minnsta kosti ekki þau áhrif sem forystumenn Evrópuhreyfingarinnar hafi vonazt eftir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Meirihluti sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu ekki svo mikill Rúmlega 55 prósent landsmanna vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. 5. júlí 2024 11:22
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun