Gengur ekki að fólk sé að rústa húsum á Þjóðhátíð Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 12:09 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Viktor Freyr Íbúi í Vestmannaeyjum kom að heimili sínu í rúst eftir að hafa leigt það út til tíu ungra manna á Þjóðhátíð í ár. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir mörg ár síðan hann hafi séð frágang í húsi svo slæman eftir Þjóðhátíð. Skæringur Óli Þórarinsson, Eyjamaður, leigði heimili sitt í Vestmannaeyjum út á meðan hátíðin fór fram síðustu helgi. Leigjendurnir voru tíu ungir menn sem hann taldi vera fínustu stráka. Öll samskipti gengu vel en þegar Skæringur kom heim að hátíð lokinni var heimilið í rúst. Þar var búið að brjóta myndaramma, veggklukku, glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul og fleira. Notaðir nikótínpokar lágu um allt hús og inn á milli mátti finna tuggðar tyggjóklessur, glerbrot og annað rusl sem hafði ekki ratað í ruslafötur. Skæringur réði fólk til að koma og þrífa íbúðina og tók það sex klukkutíma fyrir fimm manns að græja allt og gera. Endaði hann með tjón upp á 200 þúsund krónur en fékk leigjendurna til að greiða 150 þúsund af þeim kostnaði. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir þetta vera atvik sem enginn vill sjá gerast. „Okkur finnst það mjög leiðinlegt. Það er ákveðinn hópur fólks sem vill ekki gista í tjöldum eða gistiheimilum og leigir sér hús. Við verðum að treysta því að fólk gangi vel um og sé ekki að rústa húsum, það gengur ekki,“ segir Jónas. Hann segir svipuð atvik hafa komið upp áður, en ansi mörg ár séu síðan þá. „Flestir gestir Þjóðhátíðar á þessu ári voru til fyrirmyndar og alls staðar þar sem maður kom virtist allt vera í góðu. Þannig maður var smá hissa þegar maður heyrði þetta,“ segir Jónas. Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Skæringur Óli Þórarinsson, Eyjamaður, leigði heimili sitt í Vestmannaeyjum út á meðan hátíðin fór fram síðustu helgi. Leigjendurnir voru tíu ungir menn sem hann taldi vera fínustu stráka. Öll samskipti gengu vel en þegar Skæringur kom heim að hátíð lokinni var heimilið í rúst. Þar var búið að brjóta myndaramma, veggklukku, glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul og fleira. Notaðir nikótínpokar lágu um allt hús og inn á milli mátti finna tuggðar tyggjóklessur, glerbrot og annað rusl sem hafði ekki ratað í ruslafötur. Skæringur réði fólk til að koma og þrífa íbúðina og tók það sex klukkutíma fyrir fimm manns að græja allt og gera. Endaði hann með tjón upp á 200 þúsund krónur en fékk leigjendurna til að greiða 150 þúsund af þeim kostnaði. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir þetta vera atvik sem enginn vill sjá gerast. „Okkur finnst það mjög leiðinlegt. Það er ákveðinn hópur fólks sem vill ekki gista í tjöldum eða gistiheimilum og leigir sér hús. Við verðum að treysta því að fólk gangi vel um og sé ekki að rústa húsum, það gengur ekki,“ segir Jónas. Hann segir svipuð atvik hafa komið upp áður, en ansi mörg ár séu síðan þá. „Flestir gestir Þjóðhátíðar á þessu ári voru til fyrirmyndar og alls staðar þar sem maður kom virtist allt vera í góðu. Þannig maður var smá hissa þegar maður heyrði þetta,“ segir Jónas.
Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52