Tíundu gullverðlaun Þóris sem þjálfara Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2024 14:30 Stine Oftedal skoraði fimm mörk í síðasta leik sínum á ferlinum. getty/Alex Davidson Noregur varð í dag Ólympíumeistari í handbolta kvenna í þriðja sinn og annað í sinn undir stjórn Þóris Hergeirssonar eftir sigur á heimaliði Frakkalands í úrslitaleiknum, 29-21. Selfyssingurinn hefur stýrt Noregi á nítján stórmótum síðan hann tók við liðinu 2009. Á þeim hafa Norðmenn unnið tíu gull, þrjú silfur og þrjú brons. Undir stjórn Þóris hefur Noregur fimm sinnum orðið Evrópumeistarar, þrisvar sinnum heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari. Frakkar voru ívið sterkari framan af úrslitaleiknum í Lille í dag þrátt fyrir stórgóða frammistöðu hinnar 44 ára Katrine Lunde í marki Norðmanna. Frakkland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og leiddi fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo. En í stöðunni 9-11 fyrir heimakonur breyttist gangur mála. Noregur skoraði sex mörk gegn tveimur og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Norðmenn nýttu meðbyrinn í byrjun seinni hálfleiks, skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hans og komust sex mörkum yfir, 21-15. Noregur var þá búinn að skora tólf mörk gegn fjórum frá því staðan var 9-11 fyrir Frakkland. Draumaendir á ferlinum Norska vörnin var frábær í seinni hálfleik og Lunde varði vel í markinu. Stine Oftedal, sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag, stýrði svo norsku sókninni af stakri snilld. Oftedal skoraði fimm mörk fyrir norska liðið og Kari Brattsett Dale sex auk þess að vera stórkostleg í vörninni. Henny Reistad hjá Noregi var markahæst með átta mörk. Lunde varði fjórtán skot í norska markinu. Orlane Kanor skoraði fimm mörk fyrir Frakkland og Tamara Horacek fjögur. Eftir frábæra byrjun Norðmanna á seinni hálfleik varð róður Frakka þungur. Norska liðið komst sjö mörkum yfir, 24-17, það franska svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 24-20. Þá sögðu Norðmenn hingað og ekki lengra, skoruðu fjögur mörk í röð og þá var björninn unninn. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Noregur tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en vann alla sex leikina eftir það og norska liðið er vel að gullinu komið. Og enn ein rósin bættist í hlaðið hnappagat Þóris. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira
Selfyssingurinn hefur stýrt Noregi á nítján stórmótum síðan hann tók við liðinu 2009. Á þeim hafa Norðmenn unnið tíu gull, þrjú silfur og þrjú brons. Undir stjórn Þóris hefur Noregur fimm sinnum orðið Evrópumeistarar, þrisvar sinnum heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari. Frakkar voru ívið sterkari framan af úrslitaleiknum í Lille í dag þrátt fyrir stórgóða frammistöðu hinnar 44 ára Katrine Lunde í marki Norðmanna. Frakkland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og leiddi fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo. En í stöðunni 9-11 fyrir heimakonur breyttist gangur mála. Noregur skoraði sex mörk gegn tveimur og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Norðmenn nýttu meðbyrinn í byrjun seinni hálfleiks, skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hans og komust sex mörkum yfir, 21-15. Noregur var þá búinn að skora tólf mörk gegn fjórum frá því staðan var 9-11 fyrir Frakkland. Draumaendir á ferlinum Norska vörnin var frábær í seinni hálfleik og Lunde varði vel í markinu. Stine Oftedal, sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag, stýrði svo norsku sókninni af stakri snilld. Oftedal skoraði fimm mörk fyrir norska liðið og Kari Brattsett Dale sex auk þess að vera stórkostleg í vörninni. Henny Reistad hjá Noregi var markahæst með átta mörk. Lunde varði fjórtán skot í norska markinu. Orlane Kanor skoraði fimm mörk fyrir Frakkland og Tamara Horacek fjögur. Eftir frábæra byrjun Norðmanna á seinni hálfleik varð róður Frakka þungur. Norska liðið komst sjö mörkum yfir, 24-17, það franska svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 24-20. Þá sögðu Norðmenn hingað og ekki lengra, skoruðu fjögur mörk í röð og þá var björninn unninn. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Noregur tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en vann alla sex leikina eftir það og norska liðið er vel að gullinu komið. Og enn ein rósin bættist í hlaðið hnappagat Þóris.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira