„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 19:30 Rigel Rivas og Betsy Contreras eru hælisleitendur frá Venesúela. Vísir/Ragnar Dagur Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. Mikil óánægja hefur ríkt í Venesúela eftir að forseti landsins, Nicolas Maduro, var endurkjörinn í kosningum en margir hverjir telja niðurstöðu þeirra ólögmætar. Í útgönguspám var mótframbjóðanda hans spáð öruggum sigri. Kjörstjórn lýsti þó yfir að Maduro hafi hlotið 51 prósent atkvæða gegn 44 prósentum mótframbjóðandans Edmundo Gonzalez. Embættismenn í einhverjum kjördæmum hafa neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæðanna. Mótmælt hefur verið víða um landið vegna þessa og fjöldi fólks handtekinn fyrir það eða fyrir að tala gegn Maduro. Samkvæmt tölum frá samtökunum Foro Penal hafa 1303 verið handteknir, þar af 116 börn. Jón Sigurðsson, lögfræðingur og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að samt sem áður taki útlendingayfirvöld lítið tillit til þess sem hefur átt sér stað í landinu eftir kosningar. „Staðan er líklega verri núna heldur en hún var fyrir. Ég hef kynnt mér það sem hefur birst frá mannréttindasamtökum og það er talið að þetta sé líklega það versta sem hefur átt sér stað í Venesúela,“ segir Jón. Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.Vísir/Örvar Flóttamenn sem sendir verða til baka séu í hættu bara fyrir það að hafa reynt að flýja. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að senda hóp Venesúelamanna úr landi í kvöld. „Það væri eðlilegt að taka þetta í reikninginn og hafa varann á. Gæta þess að senda fólk ekki í einhverjar hræðilega ótryggar aðstæður. Að minnsta kosti ganga úr skugga um að við séum ekki að senda fólk út í einhvern hrylling,“ segir Jón. Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu segir að yfirvöld meti aðstæður þannig að það sé ekki hættulegt fyrir alla að vera þar. Stofnunin hafi fylgst náið með þróun mála eftir kosningar en að framkvæmd þeirra og aðgerðir stjórnvalda eftir þær hafi ekki breytt mati stofnunarinnar á almennum aðstæðum í landinu. Þó verður áfram fylgst náið með þróuninni. Hælisleitendur frá Venesúela hér á landi óttast þó um líf sitt verði þeir sendir til baka. „Ríkisstjórn Íslands tekur ekki ástandið í Venesúela alvarlega. Hún tekur það ekki alvarlega að eftir kosningarnar er líf okkar í hættu í Venesúela,“ segir Betsy Contreras, hælisleitandi frá Venesúela. Fólki bíði ekkert nema kúgun og slæmt líf verði það sent til baka. „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er. Það er fólk... vinur minn er í fangelsi, bara fyrir að hafa talað gegn ríkisstjórninni. Hann býr beint á móti húsinu mínu. Þeir handtaka fólk bara fyrir að segja sannleikann,“ segir Rigel Rivas, einnig hælisleitandi frá Venesúela. Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Mikil óánægja hefur ríkt í Venesúela eftir að forseti landsins, Nicolas Maduro, var endurkjörinn í kosningum en margir hverjir telja niðurstöðu þeirra ólögmætar. Í útgönguspám var mótframbjóðanda hans spáð öruggum sigri. Kjörstjórn lýsti þó yfir að Maduro hafi hlotið 51 prósent atkvæða gegn 44 prósentum mótframbjóðandans Edmundo Gonzalez. Embættismenn í einhverjum kjördæmum hafa neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæðanna. Mótmælt hefur verið víða um landið vegna þessa og fjöldi fólks handtekinn fyrir það eða fyrir að tala gegn Maduro. Samkvæmt tölum frá samtökunum Foro Penal hafa 1303 verið handteknir, þar af 116 börn. Jón Sigurðsson, lögfræðingur og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að samt sem áður taki útlendingayfirvöld lítið tillit til þess sem hefur átt sér stað í landinu eftir kosningar. „Staðan er líklega verri núna heldur en hún var fyrir. Ég hef kynnt mér það sem hefur birst frá mannréttindasamtökum og það er talið að þetta sé líklega það versta sem hefur átt sér stað í Venesúela,“ segir Jón. Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.Vísir/Örvar Flóttamenn sem sendir verða til baka séu í hættu bara fyrir það að hafa reynt að flýja. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að senda hóp Venesúelamanna úr landi í kvöld. „Það væri eðlilegt að taka þetta í reikninginn og hafa varann á. Gæta þess að senda fólk ekki í einhverjar hræðilega ótryggar aðstæður. Að minnsta kosti ganga úr skugga um að við séum ekki að senda fólk út í einhvern hrylling,“ segir Jón. Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu segir að yfirvöld meti aðstæður þannig að það sé ekki hættulegt fyrir alla að vera þar. Stofnunin hafi fylgst náið með þróun mála eftir kosningar en að framkvæmd þeirra og aðgerðir stjórnvalda eftir þær hafi ekki breytt mati stofnunarinnar á almennum aðstæðum í landinu. Þó verður áfram fylgst náið með þróuninni. Hælisleitendur frá Venesúela hér á landi óttast þó um líf sitt verði þeir sendir til baka. „Ríkisstjórn Íslands tekur ekki ástandið í Venesúela alvarlega. Hún tekur það ekki alvarlega að eftir kosningarnar er líf okkar í hættu í Venesúela,“ segir Betsy Contreras, hælisleitandi frá Venesúela. Fólki bíði ekkert nema kúgun og slæmt líf verði það sent til baka. „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er. Það er fólk... vinur minn er í fangelsi, bara fyrir að hafa talað gegn ríkisstjórninni. Hann býr beint á móti húsinu mínu. Þeir handtaka fólk bara fyrir að segja sannleikann,“ segir Rigel Rivas, einnig hælisleitandi frá Venesúela.
Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira