„Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 08:00 Þórir Hergeirsson með Ólympíugullið. Hann hefur þó fengið þetta lánað frá einum leikmanni sínum því þjálfarar á Ólympíuleikum fá ekki verðlaun. @mariathorisdottir María Þórisdóttir var meðal áhorfanda í París um helgina þegar faðir hennar, Þórir Hergeirsson, gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum. María er mjög stolt af föður sínum sem hefur nú unnið tíu gullverðlaun á stórmótum sem aðalþjálfari norska liðsins. Norsku stelpurnar unnu þarna sitt fyrsta Ólympíugull frá árinu 2012 en í millitíðinni hafði liðið unnið tvo heimsmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla undir stjórn Þóris. Nú náðu þær aftur í Ólympíugullið. „Ólympíugullverðlaunahafi. Ég finn ekki orðin til að lýsa því hversu stolt ég er af þér. Leikmennirnir þínir og starfsfólkið þitt hafið náð þessu enn á ný. Þvílíkt afrek,“ skrifaði María. „Ég svo ánægð með að hafa fengið að upplifa þetta. Þvílík lífsreynsla,“ skrifaði María. „Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af sem er að veiða á Íslandi,“ skrifaði María. Hún birti myndir af föður sínum með gullverðlaunin og fjölskyldunni sem var komin til að horfa á Þóri landa gullinu. Þórir gaf ekkert upp um framtíðarplön sín eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleiknum. Hann er með lausan samning en ætlar að taka sér út ágúst til að meta stöðuna. Þórir sagði frá því eftir leikinn að hann væri á leiðinni til Íslands til að veiða í Veiðivötnum. Okkar sigursælasti stóramótaþjálfari mun því anda að sér íslenska fjallaloftinu og njóta kyrrðarinnar á hálendi Íslands til að finna út hvað sé best í stöðunni. Það er stór ákvörðun að halda áfram með norska liðið enda lykilmenn líklega að hætta að spila með landsliðinu auk þess að margir leikmenn liðsins eru komnar yfir þrítugt. Haldi Þórir áfram þá þarf hann að byggja upp nýtt lið eins og hann hefur gert svo oft áður. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir) Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
María er mjög stolt af föður sínum sem hefur nú unnið tíu gullverðlaun á stórmótum sem aðalþjálfari norska liðsins. Norsku stelpurnar unnu þarna sitt fyrsta Ólympíugull frá árinu 2012 en í millitíðinni hafði liðið unnið tvo heimsmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla undir stjórn Þóris. Nú náðu þær aftur í Ólympíugullið. „Ólympíugullverðlaunahafi. Ég finn ekki orðin til að lýsa því hversu stolt ég er af þér. Leikmennirnir þínir og starfsfólkið þitt hafið náð þessu enn á ný. Þvílíkt afrek,“ skrifaði María. „Ég svo ánægð með að hafa fengið að upplifa þetta. Þvílík lífsreynsla,“ skrifaði María. „Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af sem er að veiða á Íslandi,“ skrifaði María. Hún birti myndir af föður sínum með gullverðlaunin og fjölskyldunni sem var komin til að horfa á Þóri landa gullinu. Þórir gaf ekkert upp um framtíðarplön sín eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleiknum. Hann er með lausan samning en ætlar að taka sér út ágúst til að meta stöðuna. Þórir sagði frá því eftir leikinn að hann væri á leiðinni til Íslands til að veiða í Veiðivötnum. Okkar sigursælasti stóramótaþjálfari mun því anda að sér íslenska fjallaloftinu og njóta kyrrðarinnar á hálendi Íslands til að finna út hvað sé best í stöðunni. Það er stór ákvörðun að halda áfram með norska liðið enda lykilmenn líklega að hætta að spila með landsliðinu auk þess að margir leikmenn liðsins eru komnar yfir þrítugt. Haldi Þórir áfram þá þarf hann að byggja upp nýtt lið eins og hann hefur gert svo oft áður. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir)
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti