Ætlar Akureyrarbær að snuða íbúa? Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir skrifa 14. ágúst 2024 12:30 Allt útlit er fyrir að meirihluti Sjálfstæðisfokks, Miðflokks og L-list í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ætli sér að snuða launþega um kjarabót sem flestir íbúar landsins hafa nú þegar fengið. Fólk sem samþykkti kjarasamninga með mjög hóflegum launahækkunum, í þeirri trú að þeirra sveitarfélag myndi standa við gefin loforð og lækka gjaldskrár sveitarfélaga er varðar barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Í mars samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að lækka gjaldskrár sínar í samræmi við umrætt samkomulag, en slíkar lækkanir hafa þó enn ekki orðið að veruleika. Í hverjum einasta mánuði verða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu því af þeim kjarabótum sem um var samið. Gjaldskrár Akureyrarbæjar hækkuð mikið um síðustu áramót Um liðin áramót hækkuðu gjaldskrár Akureyrarbæjar almennt um 7,5%-9%, einstaka gjaldskrá hækkaði þó enn meira s.s. gjaldskrá fyrir leikskóla í 8,5 tíma með fæði sem hækkaði um 13,2%. Þegar meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þessar miklu hækkanir bókaði bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi: „Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.“ Þetta var að sjálfsögðu gert þar sem líklegt þótti að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, myndu þurfa að koma að einhvers konar samkomulagi til að skapa sátt á vinnumarkaði og kveða niður verðbólguna. Sú varð síðar reyndin að slíkt samkomulag var gert. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn þann 19.mars tillögu Hildu Jönu Gísladóttir, oddvita Samfylkingarinnar, en í henni sagði m.a. „...Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%...“ Í þá samþykktu tillögu vísaði síðan bæjarráð í á fundi sínum þann 21.mars. Enn engar gjaldskrár lækkað Mörg sveitarfélög sem hækkuðu gjaldskrár sínar umfram þessi 3,5% um liðin áramót lækkað gjaldskrár sínar aftur í samræmi við áðurnefnt samkomulag. Það hefur hins vegar ekki verið reyndin hjá Akureyrarbæ. Við oddvitar Framsóknar og Samfylkingar, höfum í þrígang óskað eftir umræðu í bæjarráði um það hvernig eigi að framfylgja þessari ákvörðun bæjarstjórnar, en í tvígang aðeins fengið loðin og óskýr svör, en í þriðja sinn er málið til umfjöllunar í fyrramálið. Enn hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar og reyndar þvert á móti samþykkti fræðslu- og lýðheilsuráð í vikunni gjaldskrár fyrir leikskóla, frístund og ávaxta- og mjólkuráskrift þar sem engar lækkanir á gjaldskrám er að finna og vísuðu málinu til bæjarráðs til loka samþykktar. Formaður þeirrar nefndar er jafnframt formaður bæjarráðs og því varla hægt að ætla annað en að meirihlutinn ætli sér einfaldlega ekki að standa við það samkomulag sem gert var og bæjarstjórn samþykkti. Við skorum á meirihlutann að sjá sóma sinn í því að snuða ekki barnafjölskyldur og fólk í viðvæmri stöðum með þessum hætti. Það er enn tími til að bregðast við og tryggja að gjaldskrárnar lækki síðustu fjóra mánuði ársins. Skaðinn er hins vegar sannarlega skeður, nema að ætlunin sé að lækka gjaldskrárnar þeim mun meira og tryggja að í heildina verði gjaldskrárhækkanir ársins 2024 ekki umfram þessi 3,5% yfir árið, sem sannarlega væri eðlilegt að gera. Hilda Jana er oddviti Samfylkingar og Sunna Hlín oddviti Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að meirihluti Sjálfstæðisfokks, Miðflokks og L-list í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ætli sér að snuða launþega um kjarabót sem flestir íbúar landsins hafa nú þegar fengið. Fólk sem samþykkti kjarasamninga með mjög hóflegum launahækkunum, í þeirri trú að þeirra sveitarfélag myndi standa við gefin loforð og lækka gjaldskrár sveitarfélaga er varðar barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Í mars samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að lækka gjaldskrár sínar í samræmi við umrætt samkomulag, en slíkar lækkanir hafa þó enn ekki orðið að veruleika. Í hverjum einasta mánuði verða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu því af þeim kjarabótum sem um var samið. Gjaldskrár Akureyrarbæjar hækkuð mikið um síðustu áramót Um liðin áramót hækkuðu gjaldskrár Akureyrarbæjar almennt um 7,5%-9%, einstaka gjaldskrá hækkaði þó enn meira s.s. gjaldskrá fyrir leikskóla í 8,5 tíma með fæði sem hækkaði um 13,2%. Þegar meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þessar miklu hækkanir bókaði bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi: „Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.“ Þetta var að sjálfsögðu gert þar sem líklegt þótti að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, myndu þurfa að koma að einhvers konar samkomulagi til að skapa sátt á vinnumarkaði og kveða niður verðbólguna. Sú varð síðar reyndin að slíkt samkomulag var gert. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn þann 19.mars tillögu Hildu Jönu Gísladóttir, oddvita Samfylkingarinnar, en í henni sagði m.a. „...Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%...“ Í þá samþykktu tillögu vísaði síðan bæjarráð í á fundi sínum þann 21.mars. Enn engar gjaldskrár lækkað Mörg sveitarfélög sem hækkuðu gjaldskrár sínar umfram þessi 3,5% um liðin áramót lækkað gjaldskrár sínar aftur í samræmi við áðurnefnt samkomulag. Það hefur hins vegar ekki verið reyndin hjá Akureyrarbæ. Við oddvitar Framsóknar og Samfylkingar, höfum í þrígang óskað eftir umræðu í bæjarráði um það hvernig eigi að framfylgja þessari ákvörðun bæjarstjórnar, en í tvígang aðeins fengið loðin og óskýr svör, en í þriðja sinn er málið til umfjöllunar í fyrramálið. Enn hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar og reyndar þvert á móti samþykkti fræðslu- og lýðheilsuráð í vikunni gjaldskrár fyrir leikskóla, frístund og ávaxta- og mjólkuráskrift þar sem engar lækkanir á gjaldskrám er að finna og vísuðu málinu til bæjarráðs til loka samþykktar. Formaður þeirrar nefndar er jafnframt formaður bæjarráðs og því varla hægt að ætla annað en að meirihlutinn ætli sér einfaldlega ekki að standa við það samkomulag sem gert var og bæjarstjórn samþykkti. Við skorum á meirihlutann að sjá sóma sinn í því að snuða ekki barnafjölskyldur og fólk í viðvæmri stöðum með þessum hætti. Það er enn tími til að bregðast við og tryggja að gjaldskrárnar lækki síðustu fjóra mánuði ársins. Skaðinn er hins vegar sannarlega skeður, nema að ætlunin sé að lækka gjaldskrárnar þeim mun meira og tryggja að í heildina verði gjaldskrárhækkanir ársins 2024 ekki umfram þessi 3,5% yfir árið, sem sannarlega væri eðlilegt að gera. Hilda Jana er oddviti Samfylkingar og Sunna Hlín oddviti Framsóknar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun