Skilur gagnrýni á háa orlofsgreiðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 12:21 Dagur B. Eggertsson hætti sem borgarstjóri um áramótin. Vísir/Arnar Fyrrverandi borgarstjóri segist ekki hafa tekið fullt orlof í tíu ár sem útskýri tíu milljóna króna greiðslu til hans. Sömu reglur gildi um borgarstjóra og alla aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar um miðjan júní þess efnis að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara væru hækkaðar um 25 milljónir króna vegna breytinga á launa - og starfsmannakostnaði. Ekki voru gefnar aðrar skýringar. Borgarritari upplýsti svo Morgunblaðið í júní að hækkunin væri vegna borgarstjórnaskipta. Uppgjörið væri vegna ráðningarbréfs fyrrverandi borgarstjóra og fyrrverandi aðstoðarmanns. Þar var svo greint frá því í morgun að hluti greiðslunnar eða tíu milljónir króna væri vegna orlofs fyrrverandi borgarstjóra. Borgin skipti greiðslunni í tvennt Fréttastofa óskaði eftir skýringum frá borginni í morgun á greiðslum til fyrrverandi borgarstjóra og fékk staðfest að orlofsuppgjör nemi tæpum tíu milljónum króna. Það sé vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hafi ekki átt tök á að nýta sér þann tíma eða þau tíu ár sem hann var borgarstjóri. Þá hafi hann fengið orlofið greitt í tveimur greiðslum. Erfitt að taka fullt frí sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri kveðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí. „Ég reyndi að taka sumarfrí öll árin sem ég starfaði en náði aldrei að fullnýta það. Ég átti yfirleitt eftir eina til tvær vikur af sumarfríinu. Þess vegna safnast þetta upp. Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ segir Dagur. Hann segir að sömu regur hafi gilt um aðra starfmenn og stjórnendur borgarinnar. „Það eru nákvæmlega sömu reglur sem gilda um borgarstjóra og aðra starfsmenn borgarinnar. Það er gert upp orlof við starfslok. Þetta er samkvæmt kjarasamningi Sameykis í ráðningarbréfi borgarstjóra,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort hann viti til þess að starfsmenn borgarinnar hafi við starfslok fengið greiðslur svo langt aftur í tímann svarar Dagur: „Ég þekki ekki orlofsgreiðslur aftur í tímann.“ Hefur skilning á gagnrýni Hann segir eðlilegt að fólk gagnrýni upphæð greiðslunnar og hversu langt aftur hún nær. „Ég skil slíka gagnrýni vel. En þegar fólk áttar sig á að þessi upphæð hefur safnast upp á tíu árum og inn í tölunni eru launatengd gjöld þá ætti það að skilja málið betur,“ segir hann. Aðspurður um hvort honum þyki eðlilegt að starfsfólk geti safnað slíkum greiðslum upp svara Dagur: „Það hefur lengi verið til viðræðu milli aðila vinnumarkaðarins og í vor var samið um að skipta um kerfi.“ Greiðslan nær óvenju langt aftur Samkvæmt upplýsingum frá Sameyki stéttarfélagi er uppgjör af þessu tagi í samræmi við kröfur stéttarfélagsins. Það sé hins vegar óvenjulegt að slíkar greiðslur nái svo langt aftur í tímann. Borgarstjórn Dagur B. Eggertsson Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Borgarstjórn lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar um miðjan júní þess efnis að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara væru hækkaðar um 25 milljónir króna vegna breytinga á launa - og starfsmannakostnaði. Ekki voru gefnar aðrar skýringar. Borgarritari upplýsti svo Morgunblaðið í júní að hækkunin væri vegna borgarstjórnaskipta. Uppgjörið væri vegna ráðningarbréfs fyrrverandi borgarstjóra og fyrrverandi aðstoðarmanns. Þar var svo greint frá því í morgun að hluti greiðslunnar eða tíu milljónir króna væri vegna orlofs fyrrverandi borgarstjóra. Borgin skipti greiðslunni í tvennt Fréttastofa óskaði eftir skýringum frá borginni í morgun á greiðslum til fyrrverandi borgarstjóra og fékk staðfest að orlofsuppgjör nemi tæpum tíu milljónum króna. Það sé vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hafi ekki átt tök á að nýta sér þann tíma eða þau tíu ár sem hann var borgarstjóri. Þá hafi hann fengið orlofið greitt í tveimur greiðslum. Erfitt að taka fullt frí sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri kveðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí. „Ég reyndi að taka sumarfrí öll árin sem ég starfaði en náði aldrei að fullnýta það. Ég átti yfirleitt eftir eina til tvær vikur af sumarfríinu. Þess vegna safnast þetta upp. Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ segir Dagur. Hann segir að sömu regur hafi gilt um aðra starfmenn og stjórnendur borgarinnar. „Það eru nákvæmlega sömu reglur sem gilda um borgarstjóra og aðra starfsmenn borgarinnar. Það er gert upp orlof við starfslok. Þetta er samkvæmt kjarasamningi Sameykis í ráðningarbréfi borgarstjóra,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort hann viti til þess að starfsmenn borgarinnar hafi við starfslok fengið greiðslur svo langt aftur í tímann svarar Dagur: „Ég þekki ekki orlofsgreiðslur aftur í tímann.“ Hefur skilning á gagnrýni Hann segir eðlilegt að fólk gagnrýni upphæð greiðslunnar og hversu langt aftur hún nær. „Ég skil slíka gagnrýni vel. En þegar fólk áttar sig á að þessi upphæð hefur safnast upp á tíu árum og inn í tölunni eru launatengd gjöld þá ætti það að skilja málið betur,“ segir hann. Aðspurður um hvort honum þyki eðlilegt að starfsfólk geti safnað slíkum greiðslum upp svara Dagur: „Það hefur lengi verið til viðræðu milli aðila vinnumarkaðarins og í vor var samið um að skipta um kerfi.“ Greiðslan nær óvenju langt aftur Samkvæmt upplýsingum frá Sameyki stéttarfélagi er uppgjör af þessu tagi í samræmi við kröfur stéttarfélagsins. Það sé hins vegar óvenjulegt að slíkar greiðslur nái svo langt aftur í tímann.
Borgarstjórn Dagur B. Eggertsson Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira