Úkraínumenn hafa náð valdi yfir Súdsja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 15:18 Hart er tekist á í Kúrskhéraði og hafa um 120 þúsund íbúar svæðisins þurft að yfirgefa heimili sín. EPA/Rússneska varnamálaráðuneytið Úkraínumenn hafa náð völdum yfir bænum Súdsja í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þetta segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlum. Rússneski herinn mun senda aukinn herafla til svæðisins til að verjast árásum Úkraínumanna. Selenskí lýsir því yfir í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum X að herforingjar hafi tilkynnt honum að rússneski bærinn Súdsja væri nú undir yfirráðum úkraínska hersins. Þar eigi að koma upp sérstakri skrifstofu herstjórnarinnar í Kúrskhéraði. Fyrir stríð bjuggu um fimm þúsund manns í bænum. Today at the Staff meeting, I received a report from Commander-in-Chief Syrskyi. Our key defense directions at the frontline: Toretsk, Pokrovsk, and others. These areas are currently facing the most intense Russian assaults and are receiving our utmost defensive attention.… pic.twitter.com/uL3Oe4wL0n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 15, 2024 Rússnesk yfirvöld hafa lýst innrás Úkraínumanna inn í Rússland, sem hófst fyrir rúmri viku síðan, sem „hryðjuverkaárás“ og að Úkraínumenn hafi haft borgaralega innviði að skotmörkum. Úkraínsk yfirvöld þvertaka fyrir þessar fullyrðingar. Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að Úkraínumönnum bíði vegleg málagjöld fyrir árásina en að fyrsta mál á dagskrá sé að koma úkraínsku herliði inn fyrir eigin landamæri. Úkraínsk heryfirvöld hafa ekki tjáð sig um hve lengi þau hyggjast halda landsvæðum innan rússnesku landamæranna en hafa sagt að þau hafi ekki í hyggju innlima rússneskt landsvæði. Úkraínski herinn gerði innrás í Kúrskhérað 6. ágúst.Vísir/Hjalti „Okkar helstu varnarlínur við víglínuna eru við Toretsk, Pokrovsk og á fleiri stöðum. Þessi svæði sæta linnulausum rússneskum árásum og beinist athygli okkar hvað vörn varðar þangað. Forgangsbirðir, allt sem þarft er, verður sent þangað,“ segir hann meðal annars í myndbandinu. Að sögn Selenskís hefur úkraínski herinn náð valdi yfir rúmlega áttatíu byggðum í Kúrskhéraði eða „frelsað“ eins og hann orðar það. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Selenskí lýsir því yfir í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum X að herforingjar hafi tilkynnt honum að rússneski bærinn Súdsja væri nú undir yfirráðum úkraínska hersins. Þar eigi að koma upp sérstakri skrifstofu herstjórnarinnar í Kúrskhéraði. Fyrir stríð bjuggu um fimm þúsund manns í bænum. Today at the Staff meeting, I received a report from Commander-in-Chief Syrskyi. Our key defense directions at the frontline: Toretsk, Pokrovsk, and others. These areas are currently facing the most intense Russian assaults and are receiving our utmost defensive attention.… pic.twitter.com/uL3Oe4wL0n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 15, 2024 Rússnesk yfirvöld hafa lýst innrás Úkraínumanna inn í Rússland, sem hófst fyrir rúmri viku síðan, sem „hryðjuverkaárás“ og að Úkraínumenn hafi haft borgaralega innviði að skotmörkum. Úkraínsk yfirvöld þvertaka fyrir þessar fullyrðingar. Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að Úkraínumönnum bíði vegleg málagjöld fyrir árásina en að fyrsta mál á dagskrá sé að koma úkraínsku herliði inn fyrir eigin landamæri. Úkraínsk heryfirvöld hafa ekki tjáð sig um hve lengi þau hyggjast halda landsvæðum innan rússnesku landamæranna en hafa sagt að þau hafi ekki í hyggju innlima rússneskt landsvæði. Úkraínski herinn gerði innrás í Kúrskhérað 6. ágúst.Vísir/Hjalti „Okkar helstu varnarlínur við víglínuna eru við Toretsk, Pokrovsk og á fleiri stöðum. Þessi svæði sæta linnulausum rússneskum árásum og beinist athygli okkar hvað vörn varðar þangað. Forgangsbirðir, allt sem þarft er, verður sent þangað,“ segir hann meðal annars í myndbandinu. Að sögn Selenskís hefur úkraínski herinn náð valdi yfir rúmlega áttatíu byggðum í Kúrskhéraði eða „frelsað“ eins og hann orðar það.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira