„Viðbrögð lögreglu óásættanleg“ eftir líkamsárás á Þjóðhátíð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 20:41 Áverkar ungu mannanna. Sá sem er vinstra meginn fékk 38 spor í andlitið og sá sem er hægra meginn nefbrotnaði og hlaut brot í ennisholi. Aðsendar Foreldrar tveggja ungra manna sem urðu hvor fyrir sig fyrir stórfelldri líkamsárás á Þjóðhátíð segja viðbrögð lögreglunnar í kjölfar árásanna óásættanleg. Hvorugur þeirra var sendur á spítala til frekari aðhlynningar, þrátt fyrir að bera augljós merki um alvarlega áverka. Enga skýrslu um árásirnar var að finna í skrám lögreglunnar. Sonur Péturs Hafliðasonar var á leið á klósettið þegar maður grípur um háls hans og höfuð, og kýlir í andlit sonarins þangað til hann er stöðvaður af fólki sem var þarna nálægt. „Það er bara hamrað á hann,“ segir Pétur. Sendur í dauðagáminn eftir aðhlynningu Syninum var svo skutlað í sjúkratjaldið, þar sem gert var að sárum hans. Að því loknu var hann beðinn um að fara út ásamt kærustu sinni, sem spurði hvort það ætti ekki að skoða hann neitt betur. „Hann er alveg að sofna þarna, en það var ítrekað að þau ættu að fara út. Hann leggst þá bara í grasið fyrir utan sjúkratjaldið,“ segir Pétur. Þá hafi þeim verið bent á að betra væri fyrir hann að vera í dauðagámnum. „Hann er þarna nýbúinn að fá alvarlegt höfuðhögg að gera sig líklegan til að sofna. Það er náttúrulega stórhættulegt að láta svoleiðis fólk óafskipt,“ segir Pétur. Sonurinn fór svo upp á spítala um hádegisbil daginn eftir, þar sem tekin var mynd af hausnum. Þegar liðið var á daginn og hann kominn um borð í Herjólf, fékk hann símtal frá spítalanum í Eyjum. Honum var sagt að fara rakleiðis upp á bráðamóttökuna í Fossvogi. Þar kom í ljós að hann væri nefbrotinn og með brot í ennisholi, en hann er á leið í stóra aðgerð í fyrramálið til að laga þetta. Laminn ítrekað með glerflösku Nítján ára sonur konu sem vildi ekki láta nafns síns getið, var að labba í gengum mannmergðina í dalnum þegar hann var sleginn í höfuðið með flösku. Hann rotast samstundis. „Svo er hann keyrður á sexhjóli í sjúkratjaldið. Þar er hann saumaður, fékk 38 spor í andlitið. Svo er hann bara sendur aftur út í dal, og 22 ára bróðir hans átti að bera ábyrgð á honum. „Ég bara átti ekki til orð yfir því að hann hefði ekki farið í sjúkrabíl upp á spítala,“ segir móðir hans. Hún segir að þegar hún fór með hann upp á spítala í Fossvogi, hafi starfsfólkið þar verið algjörlega gáttað á því að hann hafi ekki verið sendur á spítala í myndatöku í Vestmannaeyjum. Engin skýrsla hjá lögreglunni Lögregla tók í hvorugu tilfellinu skýrslu á vettvangi. Móðirin segir að þegar hún hafi ætlað að leita upplýsinga hjá þeim á mánudeginum hafi þeir komið af fjöllum, enginn hafi tilkynnt neitt. „Bróðir hans hafði talað við lögregluna um kvöldið, spurt hvort það ætti ekki að taka skýrslu. Þá var honum sagt að ef það ætti að gefa skýrslu þyrfti að fara niður á lögreglustöð eða bara á höfuðborgarsvæðinu seinna,“ segir móðirin. „Við erum bara gáttuð á því að svo alvarleg líkamsárás geti átt sér stað án þess að nokkur skráning sé neinstaðar,“ segir hún. Fengu viðtal í kærumóttöku mánuði seinna Báðir foreldrarnir lýsa því hvernig þeir þurftu að hafa mikið fyrir því að fá viðtal í kærumóttöku. Fyrsta baráttan var að fá viðtalið, og seinni baráttan var að fá því flýtt, en upphaflega fengu þau bæði boð í viðtal í upphafi septembermánaðar, sem þau segja bæði óásættanlegt. Pétur Hafliðason lýsti því hvernig hann þurfti að hringja í ólíka aðila lögreglunnar sem vísuðu hver á annan og gáfu misvísandi svör, en hann hafi svo loksins fengið tíma í viðtal í kærumóttöku í byrjun september. Það taldi hann óásættanlegt, og fékk því sem betur fer flýtt til þriðjudagsins 13. ágúst. „Það er þetta ferli sem er eitthvað skrítið. Það er svo svekkjandi hvað það tekur langan tíma að fá að gera skýrslu til að fá að kæra. Það er eitthvað verklag í gangi, og það er eins og það vanti einhvern human factor inn í þetta,“ segir Pétur. Hann kveðst þó trúa því að enginn sé að gera neitt viljandi rangt, og það sé brjálað að gera hjá lögreglunni. „En þetta hefði ekki þurft að taka þennan tíma. Við hefðum viljað fá að kæra strax eða daginn eftir,“ segir Pétur. Hinn drengurinn og móðir hans fengu einnig boð í kærumóttöku mánuði eftir árásina. Móðir drengsins hafði óskað eftir kærumóttöku á þriðjudeginum eftir helgina, og fengið svar á föstudeginum þar sem þeim bauðst viðtal 5. september. „Ég fer þá að ýta á eftir hlutunum, var dugleg að pönkast og þá var kærumóttökunni flýtt,“ segir móðir drengsins. Engar tilkynningar borist Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir í samtali við RÚV, að lögregla í Vestmannaeyjum hafi ekki fengið neinar upplýsingar um málin fyrr en á mánudeginum. Ekkert hafi verið skráð í dagbólk lögreglu og engar tilkynningar borist. Karl segir að lögreglan hafi ekki fengið upplýsingar um málin fyrr en á mánudeginum, þegar aðstandendur höfðu samband.Vísir/Viktor Freyr Hann segir að fyrsta viðbragð lögreglu þegar henni bárust upplýsingar um árásirnar hafi verið að bjóða þolendum til Vestmannaeyja til að gefa skýrslu. Bæði málin séu til rannsóknar. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Sonur Péturs Hafliðasonar var á leið á klósettið þegar maður grípur um háls hans og höfuð, og kýlir í andlit sonarins þangað til hann er stöðvaður af fólki sem var þarna nálægt. „Það er bara hamrað á hann,“ segir Pétur. Sendur í dauðagáminn eftir aðhlynningu Syninum var svo skutlað í sjúkratjaldið, þar sem gert var að sárum hans. Að því loknu var hann beðinn um að fara út ásamt kærustu sinni, sem spurði hvort það ætti ekki að skoða hann neitt betur. „Hann er alveg að sofna þarna, en það var ítrekað að þau ættu að fara út. Hann leggst þá bara í grasið fyrir utan sjúkratjaldið,“ segir Pétur. Þá hafi þeim verið bent á að betra væri fyrir hann að vera í dauðagámnum. „Hann er þarna nýbúinn að fá alvarlegt höfuðhögg að gera sig líklegan til að sofna. Það er náttúrulega stórhættulegt að láta svoleiðis fólk óafskipt,“ segir Pétur. Sonurinn fór svo upp á spítala um hádegisbil daginn eftir, þar sem tekin var mynd af hausnum. Þegar liðið var á daginn og hann kominn um borð í Herjólf, fékk hann símtal frá spítalanum í Eyjum. Honum var sagt að fara rakleiðis upp á bráðamóttökuna í Fossvogi. Þar kom í ljós að hann væri nefbrotinn og með brot í ennisholi, en hann er á leið í stóra aðgerð í fyrramálið til að laga þetta. Laminn ítrekað með glerflösku Nítján ára sonur konu sem vildi ekki láta nafns síns getið, var að labba í gengum mannmergðina í dalnum þegar hann var sleginn í höfuðið með flösku. Hann rotast samstundis. „Svo er hann keyrður á sexhjóli í sjúkratjaldið. Þar er hann saumaður, fékk 38 spor í andlitið. Svo er hann bara sendur aftur út í dal, og 22 ára bróðir hans átti að bera ábyrgð á honum. „Ég bara átti ekki til orð yfir því að hann hefði ekki farið í sjúkrabíl upp á spítala,“ segir móðir hans. Hún segir að þegar hún fór með hann upp á spítala í Fossvogi, hafi starfsfólkið þar verið algjörlega gáttað á því að hann hafi ekki verið sendur á spítala í myndatöku í Vestmannaeyjum. Engin skýrsla hjá lögreglunni Lögregla tók í hvorugu tilfellinu skýrslu á vettvangi. Móðirin segir að þegar hún hafi ætlað að leita upplýsinga hjá þeim á mánudeginum hafi þeir komið af fjöllum, enginn hafi tilkynnt neitt. „Bróðir hans hafði talað við lögregluna um kvöldið, spurt hvort það ætti ekki að taka skýrslu. Þá var honum sagt að ef það ætti að gefa skýrslu þyrfti að fara niður á lögreglustöð eða bara á höfuðborgarsvæðinu seinna,“ segir móðirin. „Við erum bara gáttuð á því að svo alvarleg líkamsárás geti átt sér stað án þess að nokkur skráning sé neinstaðar,“ segir hún. Fengu viðtal í kærumóttöku mánuði seinna Báðir foreldrarnir lýsa því hvernig þeir þurftu að hafa mikið fyrir því að fá viðtal í kærumóttöku. Fyrsta baráttan var að fá viðtalið, og seinni baráttan var að fá því flýtt, en upphaflega fengu þau bæði boð í viðtal í upphafi septembermánaðar, sem þau segja bæði óásættanlegt. Pétur Hafliðason lýsti því hvernig hann þurfti að hringja í ólíka aðila lögreglunnar sem vísuðu hver á annan og gáfu misvísandi svör, en hann hafi svo loksins fengið tíma í viðtal í kærumóttöku í byrjun september. Það taldi hann óásættanlegt, og fékk því sem betur fer flýtt til þriðjudagsins 13. ágúst. „Það er þetta ferli sem er eitthvað skrítið. Það er svo svekkjandi hvað það tekur langan tíma að fá að gera skýrslu til að fá að kæra. Það er eitthvað verklag í gangi, og það er eins og það vanti einhvern human factor inn í þetta,“ segir Pétur. Hann kveðst þó trúa því að enginn sé að gera neitt viljandi rangt, og það sé brjálað að gera hjá lögreglunni. „En þetta hefði ekki þurft að taka þennan tíma. Við hefðum viljað fá að kæra strax eða daginn eftir,“ segir Pétur. Hinn drengurinn og móðir hans fengu einnig boð í kærumóttöku mánuði eftir árásina. Móðir drengsins hafði óskað eftir kærumóttöku á þriðjudeginum eftir helgina, og fengið svar á föstudeginum þar sem þeim bauðst viðtal 5. september. „Ég fer þá að ýta á eftir hlutunum, var dugleg að pönkast og þá var kærumóttökunni flýtt,“ segir móðir drengsins. Engar tilkynningar borist Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir í samtali við RÚV, að lögregla í Vestmannaeyjum hafi ekki fengið neinar upplýsingar um málin fyrr en á mánudeginum. Ekkert hafi verið skráð í dagbólk lögreglu og engar tilkynningar borist. Karl segir að lögreglan hafi ekki fengið upplýsingar um málin fyrr en á mánudeginum, þegar aðstandendur höfðu samband.Vísir/Viktor Freyr Hann segir að fyrsta viðbragð lögreglu þegar henni bárust upplýsingar um árásirnar hafi verið að bjóða þolendum til Vestmannaeyja til að gefa skýrslu. Bæði málin séu til rannsóknar.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira