Frægir kynnar á ráðstefnu Demókrata Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2024 23:25 Mindy Kaling, Kerry Washington, Tony Goldwyn verða öll kynnar á ráðstefnu Demókrataflokksins. Vísir/EPA Kerry Washington, Tony Goldwyn, Mindy Kaling og Ana Navarro verða kynnar á ráðstefnu Demókrataflokksins sem hefst í Chicago í Illinois á morgun. Ráðstefnan stendur alla vikuna og mun hvert þeirra vera kynnir eina kvöldstund. Á vef bandaríska miðilsins CNN segir að hlutverk þeirra sé að miklu leyti eins og kynnis á verðlaunaafhendingu. Þau muni eiga nokkra innkomur þann dag sem þau eru kynnar og leiða áhorfendur í gegnum dagskrána þann daginn. Í frétt CNN segir að öll eigi þau það sameiginlegt að hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við flokkinn og að hafa opinberlega stutt frambjóðendur flokksins. Goldwyn verður annað kvöld, Navarro á þriðjudagskvöldið, Kaling á miðvikudaginn og Washington á fimmtudaginn. Á fimmtudaginn tekur Kamala Harris formlega við tilnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þeirra í kosningunum í nóvember. Washington og Goldwyn léku saman í þáttunum Scandal. Kaling hefur áður stutt Harris opinberlega en Navarro er Repúblikani en hefur stutt Demókrataflokkinn frá því að Trump tók við forystu í Repúblikanaflokknum. Fimmtíu þúsund gestir Búist er við allt að fimmtíu þúsund gestum á ráðstefnuna sem hefst á morgun. Fjölmargir þekktir Demókratar munu taka til máls á ráðstefnunni. Obama og Clinton hjónin munu bæði halda ræðu en núverandi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, opnar ráðstefnuna á morgun. Kamala Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz eru á leið á ráðstefnuna saman í rútu. Í dag voru þau, ásamt mökum, í Pennsylvaníu þar sem þau héldu ræður og ræddu við almenning. Í umfjöllun AP um málið segir að ríkið sé Demókrötum afar mikilvægt og því hafi Harris sem dæmi heimsótt það átta sinnum á þessu ári, tvisvar í þessum mánuði. Trump fór með sigur í ríkinu árið 2016 en Biden vann þar árið 2020. Bandaríkin Hollywood Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Á vef bandaríska miðilsins CNN segir að hlutverk þeirra sé að miklu leyti eins og kynnis á verðlaunaafhendingu. Þau muni eiga nokkra innkomur þann dag sem þau eru kynnar og leiða áhorfendur í gegnum dagskrána þann daginn. Í frétt CNN segir að öll eigi þau það sameiginlegt að hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við flokkinn og að hafa opinberlega stutt frambjóðendur flokksins. Goldwyn verður annað kvöld, Navarro á þriðjudagskvöldið, Kaling á miðvikudaginn og Washington á fimmtudaginn. Á fimmtudaginn tekur Kamala Harris formlega við tilnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þeirra í kosningunum í nóvember. Washington og Goldwyn léku saman í þáttunum Scandal. Kaling hefur áður stutt Harris opinberlega en Navarro er Repúblikani en hefur stutt Demókrataflokkinn frá því að Trump tók við forystu í Repúblikanaflokknum. Fimmtíu þúsund gestir Búist er við allt að fimmtíu þúsund gestum á ráðstefnuna sem hefst á morgun. Fjölmargir þekktir Demókratar munu taka til máls á ráðstefnunni. Obama og Clinton hjónin munu bæði halda ræðu en núverandi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, opnar ráðstefnuna á morgun. Kamala Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz eru á leið á ráðstefnuna saman í rútu. Í dag voru þau, ásamt mökum, í Pennsylvaníu þar sem þau héldu ræður og ræddu við almenning. Í umfjöllun AP um málið segir að ríkið sé Demókrötum afar mikilvægt og því hafi Harris sem dæmi heimsótt það átta sinnum á þessu ári, tvisvar í þessum mánuði. Trump fór með sigur í ríkinu árið 2016 en Biden vann þar árið 2020.
Bandaríkin Hollywood Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira