Aftur að hjálmskviðu ríkislögreglustjóra Indriði Stefánsson skrifar 19. ágúst 2024 07:01 Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Gagnrýnin snerist um efasemdir hvað varðar getu seljanda til að standa að viðskiptum í þessu magni og þjónusta hjálmana. Þessari grein fylgdi ég eftir með fyrirspurn til dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn hefur nú verið svarað. 175 hjálmar en ekki 700 Þar sem það kom ekki fram í fréttum af þessum kaupum hversu margir hjálmar voru keyptir þurfti ég að geta í eyðurnar. Þar sem verið var að kaupa búnað fyrir 650 lögreglumenn gaf ég mér að fjöldinn væri nálægt þeirri tölu. Nú kemur í ljós að svo er ekki því hefur verið tekin ákvörðun um að einungis hluti lögregluþjónanna þyrftu hjálm nú eða að þeir skiptust á. Gagnrýnin snýst heldur ekki um fjöldann, ég treysti ríkislögreglustjóra fullkomlega til að meta hversu marga hjálma lögreglan þurfti til að sinna öryggisgæslunni. Erfiður afhendingartími Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að afhendingartíminn sé langur eða 12-18 mánuðir, miðað við að ákvörðun um fundin var tekin með aðeins um 6 mánaða fyrirvara, er ljóst að sá tímarammi leyfir enga bið. Það skýrir hins vegar ekki hvers vegna þessi söluaðili var valinn. Miðað við ársreikninga fyrirtækisins og staðsetningu var fyrirtækið ekki með neina aðstöðu til að halda lager eða þjónusta hjálmana og hvað varðar afhendingartíma vekur það ekki færri spurningar hvers vegna fyrirtæki með svo til enga starfsemi eigi kost á skemmri afhendingartíma frá framleiðanda en aðrir birgjar, nú eða íslenska ríkið beint. TST Protection Limited Embætti ríkislögreglustjóra keypti hjálmana af TST Protection Limited sem samkvæmt Company House er með aðsetur í Shepton Mallet á Englandi, miðað við ársreikninga fyrirtækisins fyrir síðasta ár á það nú eignir upp á um það bil 100 þúsund pund. Þannig að þrátt fyrir að eignir hafi stóraukist er varla hægt að telja fyrirtækið umsvifamikið. Því er enn furðulegra að örfyrirtæki rekið úr smábæ í Englandi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Svarið snerist ekki um fyrirspurnina Þrátt fyrir að svar við fyrirspurninni hafi borist, var henni raunverulega ekki svarað. Svarið tilgreindi fjölda hjálma sem keyptir voru og rökstuddi þörfina fyrir að kaupa þá og sagði engar vísbendingar hafa borist um að kaupin hafi farið í bága við lög reglur eða góða viðskiptahætti og vék ráðherra sér því undan því að svara því hvort viðskiptin stæðust góða viðskiptahætti. Það er rétt að ítreka aftur að gagnrýnin hvorki snerist né snýst að neinu leyti um að lögreglan fengi hjálma, né hvaða hjálmar urðu fyrir valinu. Gagnrýnin snýst um hvers vegna velur ríkislögreglustjóri þennan birgja? Sem er ekki sá eini sem selur vörurnar. Hvað varðar afhendingartíma hlýtur að vekja athygli að fyrirtæki með svo takmarkaða starfsemi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Ég velti líka enn fyrir mér hvernig þjónustu og ábyrgðarskilmálar kaupana eru. Þar sem ljóst er að starfsemi fyrirtækisins býður hvorki upp á lager né þjónustu við vörurnar og efast enn að það standist viðmið um góða viðskiptahætti að eiga í viðskiptum af þessari stærðargráðu við fyrirtæki með svo til enga starfsemi. Höfundur er varaþingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Gagnrýnin snerist um efasemdir hvað varðar getu seljanda til að standa að viðskiptum í þessu magni og þjónusta hjálmana. Þessari grein fylgdi ég eftir með fyrirspurn til dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn hefur nú verið svarað. 175 hjálmar en ekki 700 Þar sem það kom ekki fram í fréttum af þessum kaupum hversu margir hjálmar voru keyptir þurfti ég að geta í eyðurnar. Þar sem verið var að kaupa búnað fyrir 650 lögreglumenn gaf ég mér að fjöldinn væri nálægt þeirri tölu. Nú kemur í ljós að svo er ekki því hefur verið tekin ákvörðun um að einungis hluti lögregluþjónanna þyrftu hjálm nú eða að þeir skiptust á. Gagnrýnin snýst heldur ekki um fjöldann, ég treysti ríkislögreglustjóra fullkomlega til að meta hversu marga hjálma lögreglan þurfti til að sinna öryggisgæslunni. Erfiður afhendingartími Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að afhendingartíminn sé langur eða 12-18 mánuðir, miðað við að ákvörðun um fundin var tekin með aðeins um 6 mánaða fyrirvara, er ljóst að sá tímarammi leyfir enga bið. Það skýrir hins vegar ekki hvers vegna þessi söluaðili var valinn. Miðað við ársreikninga fyrirtækisins og staðsetningu var fyrirtækið ekki með neina aðstöðu til að halda lager eða þjónusta hjálmana og hvað varðar afhendingartíma vekur það ekki færri spurningar hvers vegna fyrirtæki með svo til enga starfsemi eigi kost á skemmri afhendingartíma frá framleiðanda en aðrir birgjar, nú eða íslenska ríkið beint. TST Protection Limited Embætti ríkislögreglustjóra keypti hjálmana af TST Protection Limited sem samkvæmt Company House er með aðsetur í Shepton Mallet á Englandi, miðað við ársreikninga fyrirtækisins fyrir síðasta ár á það nú eignir upp á um það bil 100 þúsund pund. Þannig að þrátt fyrir að eignir hafi stóraukist er varla hægt að telja fyrirtækið umsvifamikið. Því er enn furðulegra að örfyrirtæki rekið úr smábæ í Englandi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Svarið snerist ekki um fyrirspurnina Þrátt fyrir að svar við fyrirspurninni hafi borist, var henni raunverulega ekki svarað. Svarið tilgreindi fjölda hjálma sem keyptir voru og rökstuddi þörfina fyrir að kaupa þá og sagði engar vísbendingar hafa borist um að kaupin hafi farið í bága við lög reglur eða góða viðskiptahætti og vék ráðherra sér því undan því að svara því hvort viðskiptin stæðust góða viðskiptahætti. Það er rétt að ítreka aftur að gagnrýnin hvorki snerist né snýst að neinu leyti um að lögreglan fengi hjálma, né hvaða hjálmar urðu fyrir valinu. Gagnrýnin snýst um hvers vegna velur ríkislögreglustjóri þennan birgja? Sem er ekki sá eini sem selur vörurnar. Hvað varðar afhendingartíma hlýtur að vekja athygli að fyrirtæki með svo takmarkaða starfsemi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Ég velti líka enn fyrir mér hvernig þjónustu og ábyrgðarskilmálar kaupana eru. Þar sem ljóst er að starfsemi fyrirtækisins býður hvorki upp á lager né þjónustu við vörurnar og efast enn að það standist viðmið um góða viðskiptahætti að eiga í viðskiptum af þessari stærðargráðu við fyrirtæki með svo til enga starfsemi. Höfundur er varaþingmaður
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar