Eldglæringar milli VG og Sjálfstæðisflokks Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 12:24 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði að mati prófessors í stjórnmálafræði. Gríðarleg missklíð og jafnvel eldglæringar séu milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Búast megi við algjörri biðstöðu á Alþingi í vetur ákveði ríkisstjórnin að halda samstarfinu áfram. Í síðustu viku kom fram gjörólík afstaða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins til eignarhalds á vindorkuverum. Formaður Vinstri grænna telur að tryggja þurfi að vindorka haldist í höndum þjóðarinnar. Á flokksráðsfundi Vinstri grænna um helgina kom fram ályktun um að tryggja þurfi að auðlindagjald af vindorkuvirkjunum renni til samfélagsins og að fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang við úthlutun nýtingarleyfa. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfisráðherra sem leggur stefnumótun í málaflokknum fyrir Alþingi í haust svaraði þegar hann var inntur álits á afstöðu formanns Vinstri grænna fyrir helgi, að ef koma eigi í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfi að fara í mjög róttækar breytingar. Þá hefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar. Formaður Viðreisnar benti á í gær á að ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Það sé hagsmunamál að ganga sem fyrst til kosninga. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir sífellt stærri gjá milli ríkisstjórnarflokkanna. „Það er augljóslega komin gríðarleg misklíð milli stjórnarflokkanna sérstaklega Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks. Það eru bara eldglæringar þarna á milli og verður væntanlega stál í stál allan næsta vetur. Flokkarnir eru að stilla sér upp í nýja kosningabaráttu,“ segir Eiríkur.Augljóst sé að stjórnarsamstarfinu sé að ljúka. „Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Hún mun ekki halda samstarfi áfram eftir næstu kosningar. Nú er bara spurning hvenær þær verða. Það er það sem við vitum ekki alveg nákvæmlega,“ segir hann. Eiríkur segir að ef ríkisstjórnarflokkarnir haldi samstarfi áfram næsta vetur muni það hafa mikil áhrif á framgang mála á Alþingi. „Þingið verður til þess að gera nokkuð stíflað ef ríkisstjórnin ákveður að halda samstarfinu áfram þangað til næsta vor. Það mun þýða biðstöðu í þjóðmálunum,“ segir Eiríkur. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Í síðustu viku kom fram gjörólík afstaða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins til eignarhalds á vindorkuverum. Formaður Vinstri grænna telur að tryggja þurfi að vindorka haldist í höndum þjóðarinnar. Á flokksráðsfundi Vinstri grænna um helgina kom fram ályktun um að tryggja þurfi að auðlindagjald af vindorkuvirkjunum renni til samfélagsins og að fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang við úthlutun nýtingarleyfa. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfisráðherra sem leggur stefnumótun í málaflokknum fyrir Alþingi í haust svaraði þegar hann var inntur álits á afstöðu formanns Vinstri grænna fyrir helgi, að ef koma eigi í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfi að fara í mjög róttækar breytingar. Þá hefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar. Formaður Viðreisnar benti á í gær á að ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Það sé hagsmunamál að ganga sem fyrst til kosninga. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir sífellt stærri gjá milli ríkisstjórnarflokkanna. „Það er augljóslega komin gríðarleg misklíð milli stjórnarflokkanna sérstaklega Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks. Það eru bara eldglæringar þarna á milli og verður væntanlega stál í stál allan næsta vetur. Flokkarnir eru að stilla sér upp í nýja kosningabaráttu,“ segir Eiríkur.Augljóst sé að stjórnarsamstarfinu sé að ljúka. „Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Hún mun ekki halda samstarfi áfram eftir næstu kosningar. Nú er bara spurning hvenær þær verða. Það er það sem við vitum ekki alveg nákvæmlega,“ segir hann. Eiríkur segir að ef ríkisstjórnarflokkarnir haldi samstarfi áfram næsta vetur muni það hafa mikil áhrif á framgang mála á Alþingi. „Þingið verður til þess að gera nokkuð stíflað ef ríkisstjórnin ákveður að halda samstarfinu áfram þangað til næsta vor. Það mun þýða biðstöðu í þjóðmálunum,“ segir Eiríkur.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira