Ritúalið verður að Skjóli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2024 14:26 Sánan verður stækkuð og verður nú tvískipt. Stækkuð sauna er meðal þess sem verður hluti að upplifuninni Skjól í baðlóninu Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi. Upplifunin verður afhjúpuð á næstu dögum en samkvæmt tilkynningu er um að ræða dýpkun á því sem hingað til hefur verið kallað sjö skrefa Ritúal og notið hefur mikilla vinsælda gesta lónsins. Í tilkynningu frá Sky Lagoon kemur fram að markmiðið sé að bjóða öllum gestum inn í veröld íslenskrar baðmenningar og sögu og kynna hana enn betur fyrir umheiminum. Skjól verði innifalið í aðgangi allra gesta. Símalaus sauna Breytingarnar fela meðal annars í sér stækkun á saununni Yl, en nú verða þar í boði tvennskonar svæði, annað með enn stærri útsýnisglugga en áður og hitt verður sérstakt símalaust svæði kjósi gestir það til að ná enn betri slökun. Einnig munu breytingarnar fela í sér nýtt skref þar sem gestir munu ljúka ferðlaginu inn í torfbænum en þar verður boðið upp á frískandi og kalt krækiberjasaft í bland við íslenskt jurtate. „Frá opnun hefur kjarninn í ferðalagi okkar gesta verið sjö-skrefa Ritúalið og hafa viðtökurnar við því farið fram úr okkar björtustu vonum. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Eftir að hafa hlustað vandlega á endurgjöf gesta síðustu ára vildum við finna leiðir til að dýpka upplifunina enn frekar. Útkoman er Skjól þar sem gestir okkar geta átt upplifun sem er engri annarri lík og heimsótt stærri ævintýraheim en áður þar sem fyrri tímar mæta þeim nýju,” segir Helga María Albertsdóttir framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Sánan er ein sú þekkasta hér á landi. Þá segir Helga að nafnabreytingin sé liður í vegferð Sky Lagoon að því að gefa íslensku aukið ægi. Helga segir að forsvarsmönnum lónsins þyki vænt um nafnið Skjól. Það sé í taki við það sem gestum er lofað. „Að hér finni þau skjól frá daglegu amstri og geti gleymt sér í friðsælu lóninu. Einnig finnst okkur það tákna það sem baðmenning hefur verið fyrir Íslendinga í gegnum tíðina. Þá hefur umræðan um mikilvægi íslenskunnar ekki farið fram hjá okkur og viljum við nú stíga skref til að leggja okkar að mörkum. Bæði eykur það jákvæða upplifun Íslendinga en gefur erlendum gestum einnig skemmtilega innsýn inn í tungumálið okkar enda hefur markmið okkar frá opnun verið að upphefja íslenska baðmenningu, sögu og arfleið. Við hlökkum til að taka á móti gestum í stækkandi heim Sky Lagoon,” segir Helga María. Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Í tilkynningu frá Sky Lagoon kemur fram að markmiðið sé að bjóða öllum gestum inn í veröld íslenskrar baðmenningar og sögu og kynna hana enn betur fyrir umheiminum. Skjól verði innifalið í aðgangi allra gesta. Símalaus sauna Breytingarnar fela meðal annars í sér stækkun á saununni Yl, en nú verða þar í boði tvennskonar svæði, annað með enn stærri útsýnisglugga en áður og hitt verður sérstakt símalaust svæði kjósi gestir það til að ná enn betri slökun. Einnig munu breytingarnar fela í sér nýtt skref þar sem gestir munu ljúka ferðlaginu inn í torfbænum en þar verður boðið upp á frískandi og kalt krækiberjasaft í bland við íslenskt jurtate. „Frá opnun hefur kjarninn í ferðalagi okkar gesta verið sjö-skrefa Ritúalið og hafa viðtökurnar við því farið fram úr okkar björtustu vonum. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Eftir að hafa hlustað vandlega á endurgjöf gesta síðustu ára vildum við finna leiðir til að dýpka upplifunina enn frekar. Útkoman er Skjól þar sem gestir okkar geta átt upplifun sem er engri annarri lík og heimsótt stærri ævintýraheim en áður þar sem fyrri tímar mæta þeim nýju,” segir Helga María Albertsdóttir framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Sánan er ein sú þekkasta hér á landi. Þá segir Helga að nafnabreytingin sé liður í vegferð Sky Lagoon að því að gefa íslensku aukið ægi. Helga segir að forsvarsmönnum lónsins þyki vænt um nafnið Skjól. Það sé í taki við það sem gestum er lofað. „Að hér finni þau skjól frá daglegu amstri og geti gleymt sér í friðsælu lóninu. Einnig finnst okkur það tákna það sem baðmenning hefur verið fyrir Íslendinga í gegnum tíðina. Þá hefur umræðan um mikilvægi íslenskunnar ekki farið fram hjá okkur og viljum við nú stíga skref til að leggja okkar að mörkum. Bæði eykur það jákvæða upplifun Íslendinga en gefur erlendum gestum einnig skemmtilega innsýn inn í tungumálið okkar enda hefur markmið okkar frá opnun verið að upphefja íslenska baðmenningu, sögu og arfleið. Við hlökkum til að taka á móti gestum í stækkandi heim Sky Lagoon,” segir Helga María.
Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira