Framhaldsskólanemar fagna gjaldfrjálsum námsgögnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 12:27 Forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir að framkvæmdastjórnin taki hugmynd menntamálaráðherra fagnandi. Hann hyggst leggja fram ný heildarlög um námsgögn á fyrstu dögum þingsins. Aðsend Forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema fagnar fyrirætlunum barna- og menntamálaráðherra um að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema sem eru undir átján ára. Hún hefur ekki áhyggjur af því að nemendur fari illa með námsgögnin verði þau gjaldfrjáls en það sé mikilvægt að skólayfirvöld séu skýr með það sem þau ætlist til af nemendum. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, tilkynnti í gær heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna en í lagafrumvarpinu er boðað að námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum skuli verða gjaldfrjáls að átján ára aldri en hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir framlögum hins opinbera til námsgagna í framhaldsskólum. Lagt er til að innleiðing verði áfangaskipt til nokkurra ára og að fyrst í stað verði lögð áhersla á kjarnagreinará borð við íslensku og stærðfræði. Embla María Möller Atladóttir er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. „Okkur í stjórninni líst ótrúlega vel um það. Við höfum verið að tala aðeins um það eftir að þessi frétt kom út að ráðherra ákvað að gera þetta og við að sjálfsögðu sjáum bara enga kvilla við þessa hugmynd hjá honum.“ Hún segir ljóst að ekki allir hafi efni á framhaldsskólanámi og öllu sem því fylgir. Gjaldfrjáls námsgögn muni koma framhaldskólanemum vel sem alla jafna hafi ekki mikið á milli handanna. „Sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólans, þá hefur verið þjappað saman námi og þá er mjög erfitt fyrir hinn hefðbundna framhaldsskólanema að geta tekið þátt í félagslífinu, að geta sinnt náminu sómasamlega og líka vinna kannski eitt, tvö, þrjú kvöld í viku bara til að geta farið og fengið sér ís með vinum sínum eða eitthvað álíka.“ Embla er ósammála háskólaráðherra sem sagði í Morgunblaðspistli á dögunum hætta væri á því að tilfinningin fyrir því að passa vel upp á námsgögn hyrfi þegar þau væru gjaldfrjáls. Embla segir að mikilvægt sé að skólayfirvöld segi skýrt til hvers þau ætlist af nemendum sem séu að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsár og liður í því sé að öðlast og axla meiri ábyrgð. „Svo eru skiptibókamarkaðir innan skólans fyrir alla framhaldsskóla og ég hef persónulega séð bækur þar sem eru ótrúlega illa farnar þannig að þetta er ekki mál um hvort bækurnar séu gjaldfrjálsar eða ekki, það eru bara sumir sem fara verr með dótið sitt heldur en aðrir,“ segir forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Skóla- og menntamál Bókaútgáfa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, tilkynnti í gær heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna en í lagafrumvarpinu er boðað að námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum skuli verða gjaldfrjáls að átján ára aldri en hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir framlögum hins opinbera til námsgagna í framhaldsskólum. Lagt er til að innleiðing verði áfangaskipt til nokkurra ára og að fyrst í stað verði lögð áhersla á kjarnagreinará borð við íslensku og stærðfræði. Embla María Möller Atladóttir er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. „Okkur í stjórninni líst ótrúlega vel um það. Við höfum verið að tala aðeins um það eftir að þessi frétt kom út að ráðherra ákvað að gera þetta og við að sjálfsögðu sjáum bara enga kvilla við þessa hugmynd hjá honum.“ Hún segir ljóst að ekki allir hafi efni á framhaldsskólanámi og öllu sem því fylgir. Gjaldfrjáls námsgögn muni koma framhaldskólanemum vel sem alla jafna hafi ekki mikið á milli handanna. „Sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólans, þá hefur verið þjappað saman námi og þá er mjög erfitt fyrir hinn hefðbundna framhaldsskólanema að geta tekið þátt í félagslífinu, að geta sinnt náminu sómasamlega og líka vinna kannski eitt, tvö, þrjú kvöld í viku bara til að geta farið og fengið sér ís með vinum sínum eða eitthvað álíka.“ Embla er ósammála háskólaráðherra sem sagði í Morgunblaðspistli á dögunum hætta væri á því að tilfinningin fyrir því að passa vel upp á námsgögn hyrfi þegar þau væru gjaldfrjáls. Embla segir að mikilvægt sé að skólayfirvöld segi skýrt til hvers þau ætlist af nemendum sem séu að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsár og liður í því sé að öðlast og axla meiri ábyrgð. „Svo eru skiptibókamarkaðir innan skólans fyrir alla framhaldsskóla og ég hef persónulega séð bækur þar sem eru ótrúlega illa farnar þannig að þetta er ekki mál um hvort bækurnar séu gjaldfrjálsar eða ekki, það eru bara sumir sem fara verr með dótið sitt heldur en aðrir,“ segir forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skóla- og menntamál Bókaútgáfa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06
Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12
Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?