Ekki allir sammála því að ekki eigi að lækka vexti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 22:58 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Arnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi. „Já ég gef nú ekki mikið fyrir það þegar markaðurinn er að tjá sig, greiningaraðilar bankans. Það er vitað mál að fjármálakerfið hefur hag af háu vaxtastigi, og nægir að horfa í afkomutölur viðskiptabankanna þriggja til að sannreyna það,“ segir Vilhjálmur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að hreinar vaxtatekjur bankanna hafi verið að aukast mikið, og vaxtamunur hafi einnig verið að aukast. Hann segir að ekki séu allir sammála um að ekki eigi að lækka vexti á morgun. „Nægir að nefna í því samhengi Jón Sigurðsson, forstjóra Stoða, sem er afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans. Hann sagði nýlega í viðtali að hann sé þeirrar skoðunar að það gæti ákveðinnar meðvirkni í umræðunni hjá ýmsum álitsgjöfum um þá stefnu sem að bankinn hefur fylgt,“ segir Vilhjálmur. Kjarasamningarnir hafi átt að skapa skilyrði til vaxtalækkunar Vilhjálmur bendir á að nú sé eins árs afmæli 9,25 prósent stýrivaxta. Hann segir að þetta háa vaxtastig hafi verið eitt af aðalatriðunum sem urðu þess valdandi að verkalýðshreyfingin tók þá áhættu að ganga frá langtímasamningum til fjögurra ára með hófstilltum hætti, til að skapa skilyrði til þess að vextir myndu lækka. Verðbólgan ætti að fylgja þar niður á við. „Því miður hefur það ekki raungerst, eins og nýjustu tölur sýna svo sannarlega,“ segir hann. Hann segir þó að vegferðin sem verkalýðshreyfingin fór í sé tilraunarinnar virði. „Við tókum vissa áhættu í því að semja með þessum hætti. Við tókum áhættu sem var fólginn í því að við ákváðum að hlusta á Seðlabankann, hlusta á greiningaraðila sem hafa verið að tjá sig um þessi mál um mikilvægi þess að vinnumarkaðurinn myndi ganga frá langtímasamningum með hófstilltum hætti.“ Verkalýðshreyfingin hafi gert allt sem hún getur, og boltinn sé nú hjá öðrum aðilum, Seðlabankanum, stjórnvöldum og fyrirtækjum. Vill óháða úttekt á íslensku krónunni Vilhjálmur segist hafa klórað sér illilega í höfðinu yfir því hvað valdi þessu ástandi hér á landi. „Af hverju erum við alltaf eitt dýrasta land í heimi, af hverju erum við með verðtryggingu, og af hverju erum við ætíð með þrefalt hærri vaxtakjör heldur en löndin sem við erum að bera okkur saman við?“ Hann segist velta því fyrir sér hvort íslenska krónan geti verið sökudólgurinn, en kveðst sjálfur ekki hafa hugmynd um það. „Ég hef sagt, fáum erlenda óháða aðila til að rannsaka það og koma með ítarlega skýrslu. Það er ekki mikill hljómgrunnur fyrir því að fara þessa leið,“ segir hann. Lífeyrissjóðirnir umsvifamiklir í íslensku hagkerfi „Síðan hef ég líka velt því fyrir mér, getur það verið að það séu lífeyrissjóðirnir okkar sem eru að valda þessu?“ spyr Vilhjálmur. Hann segir að árið 1979 þegar verðtryggingin var sett á, hafi henni verið komið á laggirnar til að verja lífeyrissjóðakerfið. „Núna í dag eru heildareignir íslenska lífeyrissjóðskerfisins, 7.722 milljarðar. Samkvæmt nýjustu tölum frá Seðlabankanum. Takið eftir að af þessum 7.722 milljörðum eru rétt rúmir þrjú þúsund milljarðar í erlendum eignum. Restin er inni í íslensku hagkerfi, eða rúmlega fjögur þúsund milljarðar,“ segir Vilhjálmur. Þessir fjögur þúsund milljarðar séu í skuldabréfum, í hlutabréfum, „og takið eftir að lífeyrissjóðirnir eiga yfir 50 prósent í öllum skráðum félögum í kauphöllinni,“ segir Vilhjálmur. „Getur verið að samkeppnin verði fyrir vikið afskaplega takmörkuð, þegar lífeyriskerfið er svona stór þátttakandi í íslensku hagkerfi?“ spyr hann. Allar úttektir á íslenska lífeyriskerfinu segi þó að það sé eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi. Vilhjálmur segir það ekki nóg að lúberja sjóðsfélagana og neytendur hér á landi, til að fóðra lífeyrissóðskerfið. Norski olíusjóðurinn fjárfesti aðallega erlendis „Takið eftir að norski olíusjóðurinn, honum dettur ekki til hugar að ávaxta sína fjármuni inn í norsku hagkerfi,“ segir Vilhjálmur. Um 95 prósent af öllum tekjum og eignum norska sjóðsins sé ávöxtun erlendis, þar sem þeir fjárfesti fyrst og fremst. „Við eigum að ná í ávöxtunina út fyrir landsteinana, en ekki hér í litlu hagkerfi sem 400.000 manns búa, sem bitnar síðan fyrst og fremst á sjóðsfélögunum og heimilunum. Forsenduákvæði kjarasamninga ekki fyrr en á næsta ári Vilhjálmur segir að forsenduákvæði sem er í langtímakjarasamningunum virkist á næsta ári, en þar sé talað um að ef verðbólgan verði ekki komin undir 4,7 prósent verði samningarnir lausir. Hann minnir að það sé í september á næsta ári. Hann biðlar til allra að taka höndum saman um að sjá til þess að verðbólgan fari að hjaðna. „Og munum það sem Elliði Vignisson skrifaði um, þegar hann var að tala um glórulaust lóðabrask sveitarfélaganna, þar sem að lóðaverð hefur hækkað úr fjórum prósentum af byggingarkostnaði á árinu 2004 upp í tuttugu prósent,“ segir Vilhjálmur. Sé málið skoðað tíu ár aftur í tímann, sé 37 prósent af verðbólgunni á Íslandi vegna hækkunar á fasteignaverði. Viltu spá fyrir um ákvörðunina á morgun? „Þegar þú ert með svona klapplið, sem klappar seðlabankann upp í að gera ekki neitt, skal ég fúslega viðurkenna það að ég bý mig undir það versta en vona það besta,“ segir Vilhjálmur. Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
„Já ég gef nú ekki mikið fyrir það þegar markaðurinn er að tjá sig, greiningaraðilar bankans. Það er vitað mál að fjármálakerfið hefur hag af háu vaxtastigi, og nægir að horfa í afkomutölur viðskiptabankanna þriggja til að sannreyna það,“ segir Vilhjálmur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að hreinar vaxtatekjur bankanna hafi verið að aukast mikið, og vaxtamunur hafi einnig verið að aukast. Hann segir að ekki séu allir sammála um að ekki eigi að lækka vexti á morgun. „Nægir að nefna í því samhengi Jón Sigurðsson, forstjóra Stoða, sem er afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans. Hann sagði nýlega í viðtali að hann sé þeirrar skoðunar að það gæti ákveðinnar meðvirkni í umræðunni hjá ýmsum álitsgjöfum um þá stefnu sem að bankinn hefur fylgt,“ segir Vilhjálmur. Kjarasamningarnir hafi átt að skapa skilyrði til vaxtalækkunar Vilhjálmur bendir á að nú sé eins árs afmæli 9,25 prósent stýrivaxta. Hann segir að þetta háa vaxtastig hafi verið eitt af aðalatriðunum sem urðu þess valdandi að verkalýðshreyfingin tók þá áhættu að ganga frá langtímasamningum til fjögurra ára með hófstilltum hætti, til að skapa skilyrði til þess að vextir myndu lækka. Verðbólgan ætti að fylgja þar niður á við. „Því miður hefur það ekki raungerst, eins og nýjustu tölur sýna svo sannarlega,“ segir hann. Hann segir þó að vegferðin sem verkalýðshreyfingin fór í sé tilraunarinnar virði. „Við tókum vissa áhættu í því að semja með þessum hætti. Við tókum áhættu sem var fólginn í því að við ákváðum að hlusta á Seðlabankann, hlusta á greiningaraðila sem hafa verið að tjá sig um þessi mál um mikilvægi þess að vinnumarkaðurinn myndi ganga frá langtímasamningum með hófstilltum hætti.“ Verkalýðshreyfingin hafi gert allt sem hún getur, og boltinn sé nú hjá öðrum aðilum, Seðlabankanum, stjórnvöldum og fyrirtækjum. Vill óháða úttekt á íslensku krónunni Vilhjálmur segist hafa klórað sér illilega í höfðinu yfir því hvað valdi þessu ástandi hér á landi. „Af hverju erum við alltaf eitt dýrasta land í heimi, af hverju erum við með verðtryggingu, og af hverju erum við ætíð með þrefalt hærri vaxtakjör heldur en löndin sem við erum að bera okkur saman við?“ Hann segist velta því fyrir sér hvort íslenska krónan geti verið sökudólgurinn, en kveðst sjálfur ekki hafa hugmynd um það. „Ég hef sagt, fáum erlenda óháða aðila til að rannsaka það og koma með ítarlega skýrslu. Það er ekki mikill hljómgrunnur fyrir því að fara þessa leið,“ segir hann. Lífeyrissjóðirnir umsvifamiklir í íslensku hagkerfi „Síðan hef ég líka velt því fyrir mér, getur það verið að það séu lífeyrissjóðirnir okkar sem eru að valda þessu?“ spyr Vilhjálmur. Hann segir að árið 1979 þegar verðtryggingin var sett á, hafi henni verið komið á laggirnar til að verja lífeyrissjóðakerfið. „Núna í dag eru heildareignir íslenska lífeyrissjóðskerfisins, 7.722 milljarðar. Samkvæmt nýjustu tölum frá Seðlabankanum. Takið eftir að af þessum 7.722 milljörðum eru rétt rúmir þrjú þúsund milljarðar í erlendum eignum. Restin er inni í íslensku hagkerfi, eða rúmlega fjögur þúsund milljarðar,“ segir Vilhjálmur. Þessir fjögur þúsund milljarðar séu í skuldabréfum, í hlutabréfum, „og takið eftir að lífeyrissjóðirnir eiga yfir 50 prósent í öllum skráðum félögum í kauphöllinni,“ segir Vilhjálmur. „Getur verið að samkeppnin verði fyrir vikið afskaplega takmörkuð, þegar lífeyriskerfið er svona stór þátttakandi í íslensku hagkerfi?“ spyr hann. Allar úttektir á íslenska lífeyriskerfinu segi þó að það sé eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi. Vilhjálmur segir það ekki nóg að lúberja sjóðsfélagana og neytendur hér á landi, til að fóðra lífeyrissóðskerfið. Norski olíusjóðurinn fjárfesti aðallega erlendis „Takið eftir að norski olíusjóðurinn, honum dettur ekki til hugar að ávaxta sína fjármuni inn í norsku hagkerfi,“ segir Vilhjálmur. Um 95 prósent af öllum tekjum og eignum norska sjóðsins sé ávöxtun erlendis, þar sem þeir fjárfesti fyrst og fremst. „Við eigum að ná í ávöxtunina út fyrir landsteinana, en ekki hér í litlu hagkerfi sem 400.000 manns búa, sem bitnar síðan fyrst og fremst á sjóðsfélögunum og heimilunum. Forsenduákvæði kjarasamninga ekki fyrr en á næsta ári Vilhjálmur segir að forsenduákvæði sem er í langtímakjarasamningunum virkist á næsta ári, en þar sé talað um að ef verðbólgan verði ekki komin undir 4,7 prósent verði samningarnir lausir. Hann minnir að það sé í september á næsta ári. Hann biðlar til allra að taka höndum saman um að sjá til þess að verðbólgan fari að hjaðna. „Og munum það sem Elliði Vignisson skrifaði um, þegar hann var að tala um glórulaust lóðabrask sveitarfélaganna, þar sem að lóðaverð hefur hækkað úr fjórum prósentum af byggingarkostnaði á árinu 2004 upp í tuttugu prósent,“ segir Vilhjálmur. Sé málið skoðað tíu ár aftur í tímann, sé 37 prósent af verðbólgunni á Íslandi vegna hækkunar á fasteignaverði. Viltu spá fyrir um ákvörðunina á morgun? „Þegar þú ert með svona klapplið, sem klappar seðlabankann upp í að gera ekki neitt, skal ég fúslega viðurkenna það að ég bý mig undir það versta en vona það besta,“ segir Vilhjálmur.
Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira