Þróun á húsnæðismarkaði ólíkleg til að breytast Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2024 12:50 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Einar Vísbendingar eru um að tekið sé að draga sundur milli leigjenda á almennum markaði og þeirra sem leigja hjá óhagnaðardrifnum félögum. Samkvæmt nýrri skýrslu er ekki útlit fyrir að draga fari úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá því að töluverð eftirspurnarspenna sé á húsnæðismarkaði. Fasteigna- og leiguverð hafi hækkað umfram verðbólgu, og markaðsleiga hafi ekki hækkað jafnmikið umfram verðbólgu í sjö ár. „Og við sjáum ekki vísbendingar um að þróunin muni snúast við neitt á næstunni,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS. Hóparnir fjarlægjast hvor annan Í skýrslunni kemur fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur, og miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð. Þegar leiguvísitala er mæld er aðeins litið til markaðsleigunnar. Þar er átt við leigusamninga um leiguíbúðir í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna félaga. „En stór hluti af leigumarkaðnum er í leiguíbúðum sem eru reknar á félagslegum forsendum. Þarna erum við að tala um félagslegar leiguíbúðir og námsmannaíbúðir. Leiguverðið á þeim íbúðum fylgir öðrum lögmálum, og helst ekki oft í hendur við markaðsleigu.“ Á höfuðborgarsvæðinu sé um helmingur leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum. Svo stór hlutdeild valdi miklum mun á markaðsleigu og meðaltali leigugreiðslna. Því sé að draga í sundur milli kerfanna tveggja, þar sem fermetraverð félagslega reknu íbúðanna sé oft töluvert lægra. Þar skipti hækkandi húsnæðiskostnaður miklu um það hvernig leigusalar verðleggja eignir sínar, meðan óhagnaðardrifnu félögin fjármagni sig mögulega með hagkvæmari hætti og kostnaður þeirra hækki síður. „Það held ég að sé það sem veldur því að þessir tveir hópar eru að færast hvor frá öðrum,“ segir Jónas Atli. Húsnæðismál Kjaramál Leigumarkaður Tengdar fréttir Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá því að töluverð eftirspurnarspenna sé á húsnæðismarkaði. Fasteigna- og leiguverð hafi hækkað umfram verðbólgu, og markaðsleiga hafi ekki hækkað jafnmikið umfram verðbólgu í sjö ár. „Og við sjáum ekki vísbendingar um að þróunin muni snúast við neitt á næstunni,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS. Hóparnir fjarlægjast hvor annan Í skýrslunni kemur fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur, og miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð. Þegar leiguvísitala er mæld er aðeins litið til markaðsleigunnar. Þar er átt við leigusamninga um leiguíbúðir í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna félaga. „En stór hluti af leigumarkaðnum er í leiguíbúðum sem eru reknar á félagslegum forsendum. Þarna erum við að tala um félagslegar leiguíbúðir og námsmannaíbúðir. Leiguverðið á þeim íbúðum fylgir öðrum lögmálum, og helst ekki oft í hendur við markaðsleigu.“ Á höfuðborgarsvæðinu sé um helmingur leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum. Svo stór hlutdeild valdi miklum mun á markaðsleigu og meðaltali leigugreiðslna. Því sé að draga í sundur milli kerfanna tveggja, þar sem fermetraverð félagslega reknu íbúðanna sé oft töluvert lægra. Þar skipti hækkandi húsnæðiskostnaður miklu um það hvernig leigusalar verðleggja eignir sínar, meðan óhagnaðardrifnu félögin fjármagni sig mögulega með hagkvæmari hætti og kostnaður þeirra hækki síður. „Það held ég að sé það sem veldur því að þessir tveir hópar eru að færast hvor frá öðrum,“ segir Jónas Atli.
Húsnæðismál Kjaramál Leigumarkaður Tengdar fréttir Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41